15.8.17

Tíuferð 15 ágúst

Nokkur hjól skelltu sér í skipulagða Tíuferð í kvöld en samkvæmt plani var áætlað að fara í Vaglaskóg en í framhaldi af því þar sem allt er lokað í Vaglaskógi þá var haldið áfram í Dalakofann við Lauga í Reykjadal og fengu menn sér pizzu og aðrar veitingar.
Svo var aftur rennt í bæinn og var orðið dimmt er félagarnir komu niður á torg.  Rúmlega kl 23:00

Þrælskemmtileg ferð.. smábleyta en ekkert sem góðir gallar þola ekki.

13.8.17

Næstu dagar, vikan 14-20 ágúst.

Á þriðjudag 15.ágúst Vaglaskógsferð..  mæting við olís 19:30.

Á fimmtudag.17.ágúst Auka-Aðalfundur Tíunar ,,, Stjórnarskipti ,,, Framboð og fl.

Á Laugardag 19 ágúst. Poker-run  FRESTAÐ UM VIKU til 26. águst





10.8.17

Aukaaðalfundur Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Auka Aðalfundur Tíunnar


Þann 17.águst verður auka Aðalfundur Tíunnar haldin í Mótorhjólasafninu 2.hæð kl 20:00

Vegna sérstakra aðstæðna þá hefur stjórn tíunnar ákveðið að halda Auka Aðalfund.

Dagskrá fundar skal vera nokkurn veginn eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning nefnda.
8. Önnur mál....

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.  





Stjórnin.

9.8.17

Góðann Daginn

HJÓLAFÉLAGAR OG TÍUMEÐLIMIR
www.tian.is
Náði loksins að ná tökum á heimasíðunni sem hefur legið dáin í rúm 2 ár .
svo það er best að byrja aftur.
kv Víðir #527

1.8.17

Siglóferð Tíunar

Nokkrir hressir hjólamenn renndu á Siglufjörð kl 19:30 í eina af skipulögðu hjólaferðum Tíunar sem eru nokkra þriðjudaga á sumri..
Sjá Dagskrá.

2. viðburðir í dag á Akureyri

Í dag eru tveir viðburðir fyrir hjólafólk á akureyri.
TÍAN verður með Siglufjarðarferð þar sem safnast verður saman við Olís kl 19:30 og lagt í hann kl 20.

Hins vegar verður opin æfing á hringbraut upp á Ba svæði þar sem fínt verður að æfa beyjur.
Víðir Orri er með viðburðinn og eru allir velkomnir . Og byrjar c.a 20:30