16.6.07

Meira en hundrað bifhjól á sérstakri sýningu í dag


BIFHJÓLASAFN
er væntanlegt í flóru safnanna á Eyjafjarðarsvæðinu og í dag fer fram sérstök fjáröflun til styrktar því. Hún fer þannig fram að haldin er sérstök bifhjólasýning í Toyota-húsinu á Akureyri á Baldursnesi frá 10-19. Á annað hundrað mótorhjóla frá öllu landinu verða til sýnis. Að auki verður tekið við frjálsum framlögum til að setja safnið á fót. Safnið er stofnað í minningu Heiðars Þ. Jóhannssonar sem lést í bifhjólaslysi 2. júlí á síðasta ári. 

„Bifhjólasafnið mun spanna hundrað ára sögu bifhjólsins,“ segir Jóhann Freyr Jónsson sem unnið hefur að því að stofna safnið. „Við höfum yfir 50 hjól í langtímageymslu sem eiga eftir að fara í safnið, þannig að nú vantar bara húsnæði undir það. Af þessum hjólum skildi Heiddi sjálfur eftir sig ein 22.“


Fannst í Grímsárvirkjun


Meðal hjóla safnsins er eitt af gerðinni BSA Lightning 650cc ’71-árgerð, sem áður var í eigu Heiðars Þ. Jóhannssonar. „Þetta er fyrsta stóra hjólið sem hann eignaðist og hann varð frægur fyrir alls konar kúnstir á því. Hjólið komst bara nýlega í okkar hendur. Stuttu eftir andlát hans gerðist nefnilega sú ótrúlega tilviljun að hjólið fannst í góðu standi í Grímsárvirkjun. Þannig að við fengum það að sjálfsögðu í safnið.“ Hjólið er vel ökufært og var í gær ekið til Akureyrar fyrir sýninguna.




15.6.07

Tían sýnir á Akureyri


 Meðlim­ir Bif­hjóla­sam­taka Lýðveld­is­ins Snigl­anna standa nú fyr­ir mik­illi mótor­hjóla­sýn­ingu á Ak­ur­eyri. Stofnað hef­ur verið mótor­hjóla­safnið Tían sem sam­an­stend­ur að mestu leyti af þeim 50 bif­hjól­um sem voru í eigu Heiðars Jó­hanns­son­ar snigils núm­er tíu sem lést í bif­hjóla­slysi fyr­ir tæpu ári síðan. Bif­hjóla­menna hafa fjöl­mennt á sýn­ing­una sem stend­ur fyr­ir utan hús­næði Toyota á Ak­ur­eyri í blíðskap­ar veðri og stend­ur hún til klukk­an sjö í kvöld.