21.6.05

Haldið upp á 100 ára afmæli mótorhjólsins á Sauðárkróki

Birgir Örn Birgisson
í Brautinni

Á milli 1000-1500 manns í afmælinu

Afhjúpun minnismerkisins var tvímælalaust hápunkur hátíðarinnar," sagði Helga Eyjólfsdóttir, einn skipuleggjenda afmælishátíðarinnar.
Helga var jafnframt eini kvenkyns keppandinn í vélhjólakeppnunum helgarinnar.



Veðursins vegna voru þátttakendur eitthvað færri en vonir stóðu til, en þó er áætlað að á bilinu 1200-1500 manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. 

Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið hliðhollir hjólafólkinu skemmti bæði það og aðrir áhugasamir áhorfendur sér vel við að fylgjast með hinum ýmsu vélhjóla keppnum sem fram fóru

víðsvegar um bæinn á laugardeginum. Að mati Helgu stóð afhjúpun minnismerkisins í Varmahlíð á sunnudeginum uppúr öllum dagskrárliðum á hátíðinni, enda tilfinningaþrungin stund fyrir marga,
sérstaklega þá sem hafa misst einhverja nákomna sér í bifhjólaslysum.

Að veðrinu undanskildu voru forsvarsmenn hátíðarinnar mjög ánægðir með hvernig til tókst og höfðu á orði hversu vel hafi verið tekið á móti þeim. Vildu þeir koma á framfæri þökkum til bæði

sveitarstjórnarinnar fyrir framúrskarandi góðar undirtektir og aðstoð við undirbúning hátíðarinnar, þeirra fyrirtækja sem styrktu þá með ýmsum hætti og þá ekki síður til íbúa Skagafjarðar fyrir að taka svo fordómalaust á móti þeim sem raun varð á.





_____________________________________________________________________

Skrúðkeyrsla mótorhjóla vaktitalsverða athygli.

Óhætt er að segja að hestöfl hafi settsvip sinn á þjóðhátíðardagskrá Norðvestlinga þetta árið.  Á Sauðaárkróki tóku vélhjólamenn allsstaðar af landinu virkan þátt í hátíðardagskránni en hún hófst á miklum skrúðakstri vélhjóla af öllum stærðumog gerðum í gegnum bæinn.


Á flæðunum var síðan hefðbundin hátíðardagskrá og skemmtiatriði. Var þar skátatívólí og teimt var undir börnum á eins hestafls ferfættum gæðingum.  Fór llt vel fram þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu mátt vera Skagfirðingum hliðhollari.





Helga Eyjólfsdóttir
og eini kvennkeppandinn

 Feykir 2005







18.6.05

Frábært fjölskyldusport

Inda Björk Alexandersdóttir

Inda Björk Alexandersdóttir var að fá sér nýtt mótorhjól. Hún fékk delluna fyrir þrettán árum og eftir það varð ekki aftur snúið.

„Fyrrverandi sambýlismaður minn átti hjól og ég smitaðist af bakteríunni,“ segir Inda. „Ég var ekki einu sinni með próf þegar áhuginn vaknaði, en ég dreif mig að taka prófið um leið og ég mátti. Þetta er þess eðlis að maður verður auðveldlega húkkaður.“
Fyrsta hjólið sem Inda eignaðist var 100 Kawasaki, árgerð ‘78. „Það var ágætis græja, en þetta sem ég var að fá núna er meiriháttar. Þetta er Triumph Speedmaster, rosalega hippo. Ekki hippalegt,“ útskýrir hún, „meira svona króm. Hippahjólin voru gömlu Goldwingarnir sem voru eins og hálfgerð sófasett.“
  Inda pantaði hjólið upp úr bæklingi og var jafnvel örlítið smeyk um að það væri ekki nógu stórt. „Félagi minn er kominn  með Triumph-umboðið á Íslandi sem er nú virkt á Íslandi í fyrsta skipti í 25 ár. Nú þegar ég er búin að fá það og prófa það er ég alsæl.“
  Inda segist ekki beint geta skilgreint hvað það er sem er svona skemmtilegt við mótorhjólasportið. „Það er bara allt. Maður kemst í beina snertingu við náttúruna þegar maður er á ferð um landið og það er svo gott að vera einn með sjálfum sér. Þetta er bara svo ólýsanlega gaman.“
  Inda á þrjú börn, ellefu ára , fimm ára og eins árs og þessi ellefu ára mjög áhugasamur. „Þetta er sport sem hentar fjölskyldufólki og nú erum við til dæmis á leið á fjölskylduhátíð á Siglufirði með Sniglunum.“
  Inda segir enn örla á fordómum gagnvart mótorhjólafólki og segir brýnt að það breytist. „Það er ekki auðvelt að vera á mótorhjóli í umferðinni, aðallega vegna tillitsleysis og frekju þerra sem eru á bíl. Þetta verður að laga og það gerist ekki nema með áróðri og meiri skilningi.“
Fréttablaðið 18.06.2005