28.9.99

Erfið lokakeppni

 Íslandsmótinu í enduró lauk um helgina:

Erfið lokakeppni

Síðasta umferðin í íslandsmeistaramótinu í enduro fór fram á laugardaginn. Keppnin var haldin á nýju svæði Vélhjólaíþróttaklúbbsins við Lyklafell sem klúbburinn fékk úthlutað fyrir skömmu frá Kópavogi og Seltjarnarnesbæ. 
   Svæðið allt er mjög skemmtilegt og býður upp á marga möguleika í keppni sem þessari en eini mínusinn við það er vegarslóðinn upp að því sem laga þyrfti hið fyrsta. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni að hafa sérstaka áhorfendaleið eða „special test" í miðri  keppninni.
   7 hringir voru fyrst eknir á undan áhorfendaleiðinni og aftur 7 á eftir í öfuga átt. í  brautinni voru svo ýmsar þrautir sem reyndu mjög á keppendur, eins og þungur sandur, grjót og urð, moldarskorningar og djúpir forarpyttir. Var það samhljóma álit keppenda að keppnin hefði verið sú skemmtilegasta en jafnframt sú erfiðasta á árinu. 39 keppendur hófu leikinn og er það metþátttaka í akstursíþróttakeppni í sumar en aðeins 19 tókst að ljúka keppninni og var það hreinlega vegna þreytu frekar en bilana. Svæðið við Lyklafell er gamalt æfingasvæði hersins úr siðari heimsstyrjöldinni enda var keyrt í gömlum sprengigígum á hluta leiðarinnar.
  Í fyrri hringjunum 7 fóru margir geyst af stað sem varð til þess að menn sprungu á limminu og voru það helst þeir sem sýndu jafna keyrslu sem tókst að klára þann hluta. Þegar líða tók á fyrri hlutann fóru moldarskomingarnir að verða nokkuð grafnir eftir spólið í hjólunum þannig að eina leiðin upp úr þeim var oft að gefa í og sleppa hjólinu í þeirri von að það kæmist upp úr og klifra síðan upp á bakkann. Mynduðust biðraðir í skorningunum af þessum sökum þar sem mönnum gekk misvel að komast upp úr. Áhorfendaleiðin svokallaða var ekkert voðalega áhorfendavæn enda að mestu leyti hraðakstur á grænni torfu og söfnuðust áhorfendur frekar á þá staði þar sem keppendum gekk illa eins og í seinni hluta keppninnar þegar stóri forarpytturinn fór að verða erfiður. Þegar hátt í 40 hjól eru búin að aka yfir hann 7 sinnum hvert var hann orðinn mikið skorinn og leðjan oröin mjóg þykk þannig að eina leiðin yfir hann var með happa-glappa-aðferðinni. 

Stundum sátu 3-4 hjól föst í eðjunni

Stundum var það líka svo að 3-4 hjól sátu fóst i eðjunni og ökumenn þeirra óðu drulluna upp að mitti til að reyna að losa þau, stundum með dyggri hjálp áhorfenda. Reyndist það mörgum hreinlega ofraun að reyna að losa hjólin enda menn orðnir mjög þreyttir og átakið hreinlega of mikið að reyna að losa hjólin, oft stóð heldur varla meira en stýrið upp úr súpunni. Var það helst að þeir slyppu yfir sem
þorðu að vera á stóru gjöfinni en það var samt ekki einleikið því engin leið var að sjá hvar var grunnt og hvar ekki. Fóru því leikar svo að aðeins 19 tókst að klára þessu erfiðu keppni og sumir þeirra ekki einu sinn alla hringina en ekið var í þremur stærðarflokkum og einum flokki eldri ökumanna. Þeir sem gátu lokið allri keppninni voru: Einar Sigurðsson, Viggó Viggóson, Guðmundur Sigurðsson
og  Sölvi Árnason.

Einar Sigurðsson vann því allar endurokeppnir sumarsins og er það vel að verki staðið í jafnerfiðri íþróttagrein og hún er.   Fast á hæla hans sóttu þó oft menn eins og Viggó, Reynir og Guðmundur, auk annarra, en lokastaðan i íslandsmeistaramótinu varð þessi:
 Einar Sigurðsson, 60 stig,
 Viggó Viggósson, 40 stig,
 Guðmundur Sigurðsson, 45 stig.

 Flokkur 1, tvígengishjól með stærri en 220 rúmsentímetra vél: Þar vann Einar allar keppnirnar og náði því fullu húsi, eða 60 stigum.
Flokkur 2, tvígengishjól með minni en 220 rúmsentímetra vél og fjórgengishjól með vél undir 440 rúmsentiimetrum: Jón B. Bjarnason vann lokakeppnina en í þriðja sæti varð Sölvi Árnason og vann hann með 44 stig.
Flokkur 3, fjórgengishjól með vél yfir 440 rúmsentimetrum: Þar vann Þór Þorsteinsson síðustu keppnina en Helgi Valur hafði unnið þá fyrstu og varð því íslandsmeistari með 20 stig
 Flokkur 4, 40 ára og eldri. Steini Tótu vann lokakeppnina í þeim flokki en Islandsmeistari varð Jón H. Magnússon með 50 stig.
-NG 
DV
 28.9.1999 

18.8.99

Aftur til Dubai
   Maður er nefndur Karl Gunnlaugsson sem gert hefur garðinn frægan sem mótorhjólaökumaður og meðal annars unnið titilinn akstursíþróttamaður ársins sem slíkur.

Hann ætlar nú að keppa í Eyðimerkurrallinu í Dubai í annað sinn en hann fór einmitt þangað í fyrra. Þá lenti hann í 29. sæti af um 100 keppendum og það þrátt fyrir matareitrun á öðrum degi keppninnar sem var svo heiftarleg að hann þurfti að fá næringu í æð um kvöldið.

Erfið en skemmtileg keppni

   Þessi keppni þykir ein best skipulagða mótorsportkeppni sem haldin er á ári hverju og var valin sem slík í fyrra af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu. Hún þykir einnig vera erfið og er það aðeins París-Dakar sem ertalin erfiðari í þessari tegund eyðimerkurralls. Keppt er í miklum hita, allt að 45 gráðum, og þurfa keppendur því að svolgra ósköpin öll af vatni á meðan keppnin stendur. Mótorhjólakeppendurnir eru til dæmis látnir bera 2 lítra vatnskút á bakinu sem þeir geta drukkið úr á ferð til að koma í veg fyrir ofþornun.

   Mótorhjól komu fyrst til sögunnar í eyðimerkurrallinu árið 1995. Áætlað var að 15 hjól tækju þátt í því en raunin varð sú að þau urðu meira en helmingi fleiri. í fyrstu keppninni voru það Heinz Kinigadner frá Austurríki og Thierry Magnaldi frá Frakklandi sem slógSvona eru aðstæðurnar mestan hluta leiðarinnar: sól, hiti, sandur og svo meiri sandur. I bensínáfyllingu í einu stoppinu. Með Kalla á myndinni er Kjarri, eigandi Gullsólar. ust um efsta sætið en þeir voru báðir á KTM-hjólum eins og Kalli verður á í keppninni. í fyrra voru hjólin eins og áður sagði 100 talsins og útlit er fyrir jafnvel fleiri hjól í ár. Einnig er þar stór floti bíla af öllum tegundum og gerðum og voru þeir um 50 í keppninni í fyrra.


Allt skipulag unnið af hernum 

   Það er krónprins furstadæmanna sem er aðalhvatamaðurinn að þessari keppni og er hann mikill áhugamaður um akstursíþróttir. Skipulagning keppninnar er að mestu leyti unnin af hernum og þá ekki nema von að skipulagið sé gott. Herinn sér um að slá upp veglegum tjaldbúðum fyrir keppendur og aðstoðarlið þeirra svo að þær verða eins og borg í auðninni með flestum hugsanlegum þægindum, eins og sundlaug og veitingastað.

  DV ætlar að fylgjast vel með gengi Karls í keppninni í haust. Hún fer fram dagana 2.-5. nóvember og verður hægt að fylgjast með gengi hans og annarra á Visir.is. í Sameinuðu furstadæmunum er eitthvert besta GSM-samband í heiminum og eru möstrin þar svo þétt saman að nánast má sjá eitt slikt hvar sem maður er staddur í eyðimörkinni og verða þvl hæg heimatökin með fréttaflutning þaðan. Keppninni fylgja svo átta þyrlur fyrir sjónvarpstökulið, keppnisstjórn og sjúkralið þannig að vel er séð fyrir öryggi keppenda. Það er heldur ekki gott að þurfa að bíða lengi eftir hjálp í eyðimerkurhitanum ef eitthvað kemur upp á. 


Leiðarlýsingin er í stuttu máli eins og hér segir: 

Dagur 1 - 296 km

Fyrsta leiðin er ætluð sem eins konar upphitun fyrir keppendurna og er í suður frá Al Dahfrah-flugvellinum að landamærum Oman og aftur til baka. Þessi leið skiptist í sléttur, malarvegi og lágar sandöldur og er að mestu leyti ný frá keppninni í fyrra.

Dagur 2 - 425 km

Aðallega sand- og malarvegir sem keyrðir eru frekar hratt. Þar skiptir máli að vera með leiðina á hreinu til að villast ekki því að þessir vegir eru hver öðrum líkir.

Dagur 3 - 350 km

Fyrstu 100 kílómetrarnir eru á sandi og krefjast góðrar aksturshæfni. Eftir þjónustustopp í Tharwaniyah liggur leiðin um stóru sandöldurnar í Liwa sem geta orðið allt að 150 metra háar. Dagurinn endar svo á 107 kílómetra malbikskafla.

Dagur 4 - 300 km

Þessi síðasti dagur er blanda af erfiðum og hröðum leiðum og fylgir meðal annars leiðinni að stíflunni við Shuwayb og endar svo 75 kílómetra frá Dubai. Þar lýkur keppninni á hópakstri keppenda gegnum Dubai sem endar svo á móttöku við Hyart Regency-hótelið sem er eitt glæsilegasta hótelið í þessum heimshluta og þótt víðar væri leitað.
Eins og sjá má á þessari stuttu umfjöllun er þessi keppni mikið ævintýri og kannski ekki furða þótt Kalli sé að fara þangað í annað sinn. Mikill iburður er líka í kringum keppnina og svo mikið er víst að hún verður mikiö sjónarspil sem gaman verður að fylgjast með.      -NG 


 DV18.8.1999