25.6.88

Samkoma vélhjólamanna (1988)

Skagaströnd

Meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eða Sniglarnir vekja alltaf nokkra athygli þar sem þeir eru saman á ferð á vélfákum sínum. Ekki er þó kannski rétt að segja að það séu ökumennirnir sem draga að sér mesta athygli heldur hafa margir gaman af að skoða hin kraftmikluvélhjól sem þeir ferðast á.

Nú nýverið komu saman eina helgi á Skagaströnd rúmlega 40 Sniglar á 23 vélhjólum til að hittast og spjalla saman um sín mál.  Komu Sniglarnir alls staðar að af landinu og létu þeir vel af dvöl sinni hér. Að sögn þeirra kappa má áætla að meðalhjól eins og þeirra kosti um 450—500 þúsund og séu með 100 hestafla vél. Voru því samankomin um 2.300 hestófl við Skíðaskálann, þar sem hópurinn gisti um þessa helgi.
 Hjólin voru mörg hver stórglæsileg, enda er eigendum þeirra mjög annt um þau.

- ÓB 
Morgunblaðið 25.06.1988

26.11.87

Allt um Bifhjólasamtök Lýðveldisins


  Hverjir eru þeir? Hvaðan komu þeir? Hvert fóru þeir? Flott hjól, mikill hraði, leðurföt o.fl.Hvað meira veistu? Allt-síðan ákvað að reyna aðfræðast aðeins um „Sniglana".Hér á eftir sérðu afraksturinn Sveinn Guðmundsson

Hann segist ekki vita hvenær þessi hjóladella greip hann. Telur hana meðfædda. 
- Hvenær voru Sniglarnir stofnaðir?
„Ja, fyrir rúmum fjórum árum setti einn Snigill, sem er kallaður „Súper-Lúlli" auglýsingu í blöðin, bara upp á sitt einsdæmi, um stofnun samtaka bifhjólafólks. í dag erum við rúmlega þrjú hundruð og þar af ekki nema rúmlega fjörutíu konur. Konurnar eiga yfirleitt ekki sjálfar hjól, heldur sitja aftan á."

- Hefur ykkur þá orðið eitthvað ágengt sem hagsmunasamtökum? „Nei, raunverulega ekki, því að við erum það fámennur hópur. Samt sem áður erum við ekkert að rugla. Þú sérð það að þegar felldir voru niður tollar á bílum, voru um leið felldir niður tollar á öllum farartækjum nema hjólum. Þú sérð svo bara með hjálmana, sem eru öryggisatriði,  þeir kosta 15-20 þúsund krónur."- Eruð þið eitthvað merktir? „Já, við erum allir með merki samtakanna á vinstri handleggnum (á jakkanum þ.e.a.s.). Við  norðlenskir Sniglar erum auk þess einkenndir með rauðum borða á ermi eða öxl. Við erum þeir einu sem einkennum okkur eitthvað sérstaklega. Sunnlendingarnir eru auðvitað svo fáir að við þekkjum þá alla!"
 - Eruð þið ekkert á fjórhjólum? „
Það er bara svo hundleiðinlegt á fjórhjóli. Það er kannski allt í lagi að fara á þetta hálftíma í einu og svo búið. Þá er nú betra að fara bara á hestbak. Við Kermit eigum nefnilega báðir hesta."
- Hefur þú þá einhvern tíma til að vinna?
„Nei, það er nú gallinn við þetta. Ég hef svo lítinn tíma. Sólarhringurinn þyrfti að vera helmingi lengri ef hann ætti að duga mér. Hjólin taka auðvitað alveg óskaplega mikinn tíma, en maður fær það margborgað til baka."
- Hvernig fer maður að því að ganga í Sniglana?
„Til að ganga í Sniglana þarf maður að vera orðinn sautján ára og hafa bifhjólapróf. Síðan þarf maður að vera með, fyrst í þrjá mánuði til reynslu, og svo að lokum þarf maður meðmæli 13 Snigla. í rauninni er ekkert mál að fá þessi þrettán meðmæli, þú þarft náttúrlega að kynnast fólkinu."  (Innskot frá Kermit): „Þetta er
ekkert mál, nema maðurinn sé þeim mun meiri drullusokkur. Ef þetta ákvæði hefði verið þegar ég gekk í Sniglana, hefði ég aldrei komist inn."
 - Eiga Sniglarnir sér formann?
„Nei, en innan Sniglanna er starfandi stjórn, í henni eru gjaldkeri, ritari, formaður og svo meðstjórnendur. Stjórnin hefur þann starfa að sjá um fjármál, skipuleggjá ferðir sem farnar eru, bæði innanlands og svo  norðurlandaferðirnar og hjólasýningaferðirnar. Hún sér líka um að gefa út fréttabréfið okkar, Sniglafréttir, og svo hefur hún skipulagt og undirbúið löggæslu, sem við höfum tekið að okkur, t.d. á tónleikum.

" Birgir Örn Sveinsson 

Hjá Sniglunum er hann kallaður Kermit. Hann er giftur og hún er ekki Snigill. 
- Hvað gera Sniglarnir saman?
„Við höldum skemmtanir og landsmót, förum í ferðir um land allt, svo förum við einu sinni á ári til Norðurlandanna og-svo af og til á  mótorhjólasýningar, núna síðast í haust."
  - Hverjir eru í Sniglunum? 
„Það er bara alls konar fólk, verkamenn, menntafólk, námsmenn, stjórnmálamenn og landsfrægir skemmtikraftar, sem sagt alls konar fólk á öllum aldri, bæði karlar og konur úr öllum stéttum og þrepum samfélagsins."
 - Skipta Sniglar oft um hjól?
„Nei, það mundi ég ekki segja, annars er það mjög misjafnt. Náttúrlega ef þú ert ánægður með hjólið þitt, þá selur þú það ekki. Úti eru til dæmi þess að menn hafa gifst hjólinu sínu,  ég mundi ekki selja konuna mína. Þar eru svo aftur dæmi þess að menn eigi fleiri hjól en eitt. Það eru nokkrir sem eiga tvö hjól og ég þekki einn, sem er að fá sér það þriðja. Svo eru sumir sem eiga hreinlega ekkert hjól. Algengast er svo auðvitað að menn eigi eitt ágætt hjól."
 - Eru allir Sniglar hrifnir af Sniglabandinu sem hljómsveit?
„Já, það held ég örugglega. Þetta er auðvitað besta sveit landsins fyrir utan Stuðmenn."
 - Leðurfötin sem þið eruð í, eru þau bara stælar?
 „Nei alls ekki. Þau eru fyrst og fremst alveg geysileg vörn, fyrir utan hvað þau eru hlý. Ef þú ert í gallabuxum og dettur, máttu eiga voii á því að þær tætist í  sundur og náttúrlega lappirnar og kjötið með, en ef þú ert í leðurfötum þá renna þau eftir malbikinu þannig að þú kæmir nærri því óskaddaður út úr því. Svona algalli, jakki, buxur, hanskar, skór og hjálmur, kostar sennilega í kringum fimmtíu og fimm - sextíu  þúsund krónur."
- Hvað endast Sniglar yfirleitt lengi? „Flestir Sniglar eru á milli tvítugs og þrítugs, en elsti Snigillinn er um fimmtugt. Ég hugsa að menn endist yfirleitt eins lengi og áhuginn leyfir. Auðvitað er komin voðalega lítil reynsla á það hvað menn endast, samtökin eru það ung enn. Ég vona bara að ég endist þar til í kistuna er komið."

 Steindór Valur Reykdal 

Steindór
Hjá Sniglunum heitir hann Júlli og er númer 225. Hvaðan Júllanafnið er komið er svo spurning. - Hvað finnst þér um Sniglana?
„Hvað á manni að finnast? Mér finnst þetta auðvitað mjög gaman. Ég trúi því líka að Sniglar eigi eftir að lifa á meðan til eru mótorhjól. Sem hagsmunasamtök hafa þeir ekki orðið eins sterkir og til var ætlast. Þetta er svo lítill hópur að það er sáralítið  hlustað á þá á æðri stöðum."
- Er það eins gaman og af er látið, að þeysa um á mótorhjóli?
„Já. Það er það. Þetta er alveg sérstök tilfinning. Eiginlega ennþá skemmtilegri en orð fá lýst. Ég veit ekki hvað þetta er,  fyrir mér er þetta, held ég, veikleikinn fyrir frelsinu." - Hvernig eru ástamálin innan Sniglanna? „Þau eru mjög skrautleg, ég stunda þau ekki." (Svarinu fylgdi mikill hlátur.) (Innskot frá Svenna): „Ef  stelpa kemur inn í hópinn (þ.e.a.s. Sniglana) og er með einhverjum gæjanum og svo hætta þau saman, þá er það algengt að hún fari ekkert út úr hópnum. Hún byrjar bara með næsta og er þar með alltaf í þessum hópi."
- Er hjólið ekki mikill keppinautur í hjónabandinu?
„Ég bara veit það ekki, ég hef aldrei verið giftur." (Hann hlær aftur.) Svenni: „Það þýðir ekkert að spyrja Júlla svona spurninga. Hann stundar ekki ástamálin. Hann er svo saklaus, þess vegna fékk hann Júlla-nafnið." Júlli: „Ég er einn af þessum sakláusu. Aftur á móti væri allt í lagi að hafa fleiri konur í Sniglunum - fleiri á hjólum."
 - Hefur þú farið í margar Sniglaferðir?
„Já, ég hef farið í nokkrar,  sennilega fjórar ferðir og fannst mjög gaman. í þessum ferðum er náttúrlega dreypt á góðum drykkjum, í hófi þó. Það eru alltaf nokkrir sem drekka alls ekki."
- Eru til Sniglapartý? 
Birgir og Svenni
„Já þau eru til og eru yfirleitt eins og önnur partý, nema þar eru aðallega Sniglar. Helsti kosturinn við Sniglapartý er sá að þar er náttúrlega rætt um mótorhjólin. Allir eru með sömu áhugamál. Sumir hafa líka áhuga á jeppum."
 - Hittast allir Sniglar á landinu oft?
 „Ekki oft, kannski. Þó er landsmót Sniglanna einu sinni á ári. Þar eru stundaðar alls konar íþróttir, eins og hreðjaglíma, sem er mjög sérstök glíma. Þar er barist í fullum skrúða, í stígvélum, leðurgalla og með hjálm og hanska. Hjálmurinn er hafður lokaður og allt er rennt eða smellt, hvar sem hægt er á gallanum. Við iðkum líka „tegundareiptog," sem Honda vinnur alltaf. (Hlátur. Júlli er nefnilega mikill Hondaaðdáandi.) Svo er keppt í Snigli, sem er kapphlaup og „Sippómundun" sem felst í því að menn taka Sippó-kveikjarann upp úr vasanum og kveikja á honum. Sumir eru það færir að þeir taka kveikjarann logandi upp úr vasanum."
- Hvað verður svo um Sniglana á veturna?
„Þeir skríða í skel sína. Taka hjólin sín inn í skúr og pússa þau.  Svo eru fundir hér á Akureyri hálfsmánaðarlega. Svo er árshátíðin á vorin." *
 - Trúir þú á jólasveininn?
 „Já auðvitað, en ég held þó ekki að hann sé að finna í röðum Snigla."
Dagur 26 nóv 1987