26.4.87

Hann á trú hann á von. Hann á Harley Davidson

Hann á trú hann á von. 
Hann á Harley Davidson 

 Svo segir í texta Þursaflokksins í laginu sem fjallaði um litla manninn sem átti loksins möguleika á því að verða stór þegar hann eignaðist Harley Davidson mótorhjól. Þessum textaskaut upp í huga blaðamanns þegar hann var síðla dags fremur óvænt staddur innan um nokkur þúsund mótorhjólaeigendur á Nörrebrogade í Kaupmannahöfn 1. apríl sl. 
Blaðamaður fékk þær upplýsingar að á ári hverju söfnuðust meðlimir mótorhjólaklúbbanna í Kaupmannahöfn þarna saman á þessum degi og svo æki öll hersingin saman út á Dyrehavsbakken sem opnar þann samadag. Fjölskyldufólkið ku víst haldasig í órafjarlægð frá Bakkanum við opnunina því allt logar þar í slagsmálum þegar líða tekur á kvöldið. 

Engin slagsmálalykt virðist liggja í loftinu þegar blaðamaður
lenti í hringiðunni á Nörrebrogade enda fengust þær upplýsingar hjá sérfræðingi síðar að flest
allt mótorhjólafólk væri friðsamir borgarar. Þeir sem létu verst væru hinir svokölluðu rokkarar en það væri aðeins fámennur hópur. Hópur sem engu að síður hefur að geyma nokkra morðingja í sínum röðum.

Mótorhjólið staðfestir kyngetuna

Sérfræðingurinn sem vitnað er til að ofan heitir Jói Bay, hálfíslenskur, og er meðal fremstu sérfræðinga á Norðurlöndum í æskulýðsrannsóknum. Hann hefur á síðustu tveimur árum eða svo
unnið að rannsóknum á mótorhjólamenningu.
Jói samþykkti að svara nokkrum spurningum landa síns um efnið.
Hvaða aðdráttarafl telur þú að mótorhjólið hafi fyrir þann stóra hóp sem kýs sér þetta farartœki?
Á margan hátt er mótorhjólið mjög skynsamlegt ökutæki. Það er hraðskreitt, sparneytið á bensín, þarf lítið pláss á götunum o.s.frv. Fyrir utan þessi atriði þá er það sterk upplifun að aka motorhjóli. Maður finnur fyrir veðri og vindum, hvernig loftslagið breytist milli dala og hæða, finnur fyrir bugðunum á vegunum....þetta er miklu sterkari upplifun en að sitja í bíl. Að aka kröftugu mótorhjóli getur líka haft þau sálrænu áhrif að verka sem staðfesting á kyngetu þess sem situr með hjólið á milli lappanna.
En hver er ástœða þess að mótorhjólaeigendur rotta sig saman í klúbba?
Nú eru til áhugamenn um t.d. sportbíla en þeir mynda ekki með sér slík samtök. Á þessu er söguleg skýring. í upphafí 20. aldarinnar þegar vélvædd ökutæki fóru fyrst að koma í einhverjum mæli á göturnar mynduðu eigendurnir, hvort sem þeir voru eigendur vélhjóla eða bíla, félagasamtök. Það voru að sjálfsögðu að mestu leyti karlar úr borgarastétt sem voru í þessum samtökum. Þetta voru annars vegar hagsmunasamtök sem börðust fyrir viðurkenningu stjórnvalda á ýmsum þáttum sem
tengdust vélvæddum ökutækjum, en á þessum tíma var mikið um ýmsar takmarkanir sem menn
vildu fá aflétt. Hins vegar voru samtökin í leiðinni klúbbar þar sem menn nutu félagsskapar hver
annars yfir spilum, fuglaskytteríi eða öðrum frístundaiðkunum borgarastéttarinnar á þessum
tíma. Það félagslega hlutverk sem samtökin höfðu í upphafi aldarinnar er nánast það sama og
hlutverk mótorhjólaklúbbanna nú, en enn í dag telja mótorhjólaeigendur að hagsmunir þeirra séu
fótum troðnir. Þeir líta á sig sem minnihlutahóp, hóp sem á í vissu stríði gegn bílaveldinu. Samstöðu
sína sýna þeir með því að heilsa alltaf hver öðrum þegar þeir mætast á hjólunum.

Bjórdrykkja og kraftíþróttir

Í Danmörku eru nokkur mótorhjólasamtök starfandi, ekki satt?
Mótorhjólaeigendur, sem eru um 40 þúsund talsins, eru skipulagðir í klúbbum sem flestir eru
staðbundnir, en aðrir eru klúbbar tengdir tilteknum mótorhjólategundum. Klúbbarnir hafa með sér
samtök sem nú eru reyndar þrenn. Þetta eru DMC, MCTC og ABATE, en sá síðastnefndi er
klúbbur rokkaranna og nafnið á þeirra samtökum er skammstöfun á: Bræðralag gegn alræðislöggjöf. Þeir voru áður í DMC en voru reknir úr þeim samtökum því þeir voru taldir eyðileggja málstaðinn fremur en að vera honum til framdráttar.
Og hver eru helstu baráttumál ABATE, eða rokkaranna í Danmörku
í fyrsta lagi krefjast þeir þess að fá að aka á endurbyggðum mótorhjólum, en það er nú ólöglegt. í öðru lagi vilja þeir fá að aka án hjálms. í þriðja lagi vilja þeir verða undanskildir hraðatakmörkunum. í fjórða lagi, og þetta er eingöngu krafa rokkaranna, vilja þeir lækka akstursaldurstakmarkanir úr 18 ára aldri niður í 16. Hin mótorhjólasamtökin leggja meiri áherslu á það
að öryggi mótorhjólaeigenda sé tryggt.
En eins og í ökutækjaklúbbunum í upphafi aldarinnar þá sameina klúbbarnir hagsmunabaráttu og frístundaiðkun. Á sumrin leigja klúbbarnir svæði út á landi þar sem meðlimir koma um helgar og keppa í mótorhjólaakstri og ýmsum öðrum greinum, s.s. bjórdrykkju, kraftíþróttum o.s.frv.
Svo er að sjálfsögðu rokkhljómsveit á staðnum. Þarna koma meðlimir alls staðar að af landinu
og jafnvel erlendis frá líka.

Dömutakkahjól

Eru það að mestu leyti karlmenn sem sœkja þessar samkomur?
95% eru karlmenn. Einstaka konur koma með, en þá eru þær oftast í fylgd með karlmanni.
Sitja aftan á hjólinu.
Eru til mótorhjólaklúbbar kvenna?
Já það eru til tveir slíkir klúbbar í Danmörku. Þær eru með sín eigin mót. Það sést varla karlmaður á kvennamótunum, en þó má í einstaka tilfellum sjá stelpur með strák aftan á hjólinu hjá sér.
Ganga klúbbarnir þvert á öll stéttalandamœri eða eru til klúbbar þar sem meiri hluti meðlima er
t. d. úr verkalýðsstétt og aðrir þar sem meiri hlutinn er t. d. úr yfirstétt?
Flestir klúbbarnir ganga þvert á landamærin, en þó eru til klúbbar sem myndast í kringum ákveðnar tegundir af hjólum eins og t.d. Goldwingklúbburinn, en í honum eru aðeins vel efnaðir áhugamenn. Þetta eru rándýr hjól, rosastór og minna helst á vel útbúna bfla á tveimur hjólum.
Nær undantekningarlaust eru þessi hjól útbúin fullkomnustu hljómflutningsgræjum og ýmsum
öðrum þægindum. í ABATE klúbbnum, klúbbi „rokkaranna", eru flestir úr verkalýðsstétt.
Er til haldgóð skilgreining á því hvað rokkari er?
Nei í raun og veru ekki. Fyrirbærið rokkari er að mestu búið til í fjölmiðlum. Það er t.d. enginn
sam kallar sig rokkara. Það sem greinir þennan hóp e.t. v. mest frá öðrum eru hjólin, en þeir aka svo
til eingöngu á breskum eða amerískum bjólum og venjulega eru þau endurbyggð.
Nú eiga Japanir stóran hluta af mótorhjólamarkaðnum. Eru rokkararnir e.t.v. að einhverju leyti undir áhrifum frá félögum Hells Angels í Bandaríkjunum sem að hluta til vegna þjóðernishyggju og kynþáttafordóma kjósa angló-saxnesk hjól frekar en japönsk?
Já alveg örugglega. Rokkararnir eru undir töluverðum áhrifum frá Hells Angels, en Hells Angels hafa verið virkir þátttakendur í baráttu bandaríska iðnaðarins um markaðshlutdeildina þar. Bandaríkjamenn framleiða góð hjól, Harley Davidson, og Hells Angels haf a sérhæft sig í að
endurbyggja þau. Þessi þekking hefur komið til Danmerkur með kvikmyndum um Hells Angels
sem eru nú um 15 talsins og jafnframt eru gefin út í Bandaríkjunum 4 tímarit þar sem eingöngu er skrifað um endurbyggingu á Harley Davidson og þessi blöð lesa dönsku rokkararnir. Það er t.d. einn munur á japönskum og anglósaxneskum hjólum sem er grundvallandi fyrir rokkarana.
Angló-saxnesku hjólin eru knúin í gang með fótunum, en á japönsku hjólunum er bara venjulegur startari eins og á bfl. Þetta fyrirlíta rokkararnir og kalla startarann dömutakka og hjólin dömutakkahjól.

Mótorhjólakonur hafa ekki atkvœðisrétt

Hvað varð tilþess að þú valdir Þér mótorhjólamenningu sem viðfangsefni í rannsóknum þínum?
Ég hef áhuga á hinum svokölluðu jaðarhópum. Áður hafði ég skrifað um leðurjakkamenninguna á sjötta áratugnum og rannsókn á mótorhjólakúltúrnum kemur því í eðlilegu framhaldi af þeim rannsóknum.
Að hve miklu leyti er mótorhjólamenning jaðarmenning?
Ja þetta er menning sem snertir næstum alla fleti lífs þeirra sem lifa í þessari menningu. Þeir afmarka sig með sérstökum klæðnaði, tattúeringu og skartgripum, og svo tíðkast innan þessa hóps sérstakar helgiathafnir og hefðir. Þar eru mótorhjólin í miðpunkti. í brúðkaupum og jarðarförum eru mótorhjólin t.d. ómissandi. Hjá sumum er mótorhjólamenningin það stór hluti af lífinu að
þeir kjósa að búa í sambýli með klúbbfélögum. Mótorhjólagamanið er þannig hjá mörgum ekki aðeins spurning um tómstundagaman heldur verður mótorhjólið öxull sem lífið snýst um.
Er eitthvað sem kom þér sérstaklega á óvart þegar þúfórst að vinna að þessum rannsóknum?
Já tvennt. Annars vegar staða kvenna innan klúbbanna. Þótt þær séu skráðar sem meðlimir þá hafa þær ekki atkvæðisrétt. Og það sem verra er, konurnar virðast sætta sig algjörlega við þetta.
„Svona er þetta og svona á þetta að vera," segja þær. Hitt sem kom mér á óvart þegar ég fór að vinna að þessum málum voru viðbrögð starfsfélaga minna og nánasta umhverfis. Fólk var hálf hneykslað á mér að aka um á mótorhjóli, fannst hjólið t.d. óþarflega stórt fyrir mig. Samtímis fann ég þó að fólk hreifst af hjólinu. Fannst þetta spennandi... Jói lítur glottandi á Marlon Brando-plakatið upp á vegg hjá sér á háskólaskrifstofunni. Á plakatinu situr Brando klofvega á Harley Davidson, alklæddur leðurfötum. Hann endurgeldur glott Jóa. -K.Ól.

http://timarit.is/

19.3.87

Árshátíð Ferðasaga Heidda.


Á blautum og köldum vetrar mánuðum ylja Sniglar sér gjarnan við hugsunina um sumarið.



Þeir sem gaman hafa af að öldurhúsum og öllu því sem þeim fylgir láta sér oft nægja að orna sér við, tilhugsunina um mestu gleðihelgi ársins,  Áramótin, og þá á ég við okkar áramót, ekki þeirra.
Menn leggja á sig ýmislegt og mannraunir þær sem fylgja þessari helgi eru oft slíkar og þvílíkar að aðeins mestu hetjur komast heilar heilsu í gegnum hana.

Sagan af því hvernig Heiddi Snigill nr. 10 barðist við yfirskilvitleg öfl og aðra óáran á leið sinni til sameiginlegrar sniglagleði, árshátíðarinnar okkar , siðasta vor.

SAGAN.

Kæru félagar og förunautar. Mig langar að skrifa hérna nokkrar linur um eina lengstu en þó mis lengstu helgi sem getur um fyrr og síðar hjá sumum okkar,  en um er að ræða hina langþráðu  aðalfundar og árshátiðar ferð hjá Sniglum.

Hún hófst snemma hjá mér til dæmis eða á miðvikudags kvöld á Þórshöfn er mér og öðrum,  Gunnari Helga Kristjánssyni nr. 175 var neitað um far með Flugfélagi Norðurlands vegna ofhleðslu rellu þeirrar er við og hugðumst fljúga með til bústaða hinna harðmæltu Snigla.
Nú voru góð ráð dýr og ekki um annað að ræða en að redda bokku og sulla úr okkur sorgum þeim, sem það var að vera flokkaðir sem þungavara á farþegalistum vorra flugfélaga. En þunglyndið bagaði okkur félaga ekki lengi og skemmtum við þorpsbúum við að tæma vínhirslur þeirra langt fram á morgun, og höfðu að minnst kosti við gaman af.
  Nú svo ég haldi nú áfram lýsingu af bessum undan rásum hjá manni þá var maður rifin upp á rassgatinu með látum um hádegi.  Heilsan var ekki beint bermileg, hálfgerð sullriða og ropi með smíðagangi i toppstykki.  Þarna var þá komin fiskmatsmaður sem mat mann ekki pláss frekari en svo að hann bauð far á Húsavik og var það þegið með þökkum.  Var okkur nú troðið inn í fjórhjóladrifið japanskt hrisgrjóna box og ferðin hafin á þvi að saklausir þorpsbúar voru látnir leysa út kröfur sínar hjá póstinum svo við gætum lapið lekan á leiðini, sem gekk vel að vanda.

Til Húsavíkur sótti okkur vélfákur mikill amerískur, af villihesta gerð (Bronco) Rosalega flæktur , (með flækjum) og svo ferlega dekkjaður að fuglinn fljúgandi varð lofthræddur af að fljúga yfir hann, enda gekk ferðin eins og að rusla í sig rjúkandi lummum.  Til Akureyrar var komið kl 9 (e.h.) leiðin kolófær að sögn vegagerðarinnar.
Nú á Akureyri var ekki um annað að ræða en að nota Kjallarann sem start holu þó djúp væri og rök í botninn, enda komið fimmtudagskvöld, og var það notað drjúgt til að hella í sig kjark fyrir flugið um morguninn.

Víkjum nú sögunni að morgni föstudags sem byrjaði ekki betur en svo að ég var rétt svo búinn að missa af rellunni, þar sem ræsirinn í manni var ekki upp á marga fiska enda búinn að vera í láréttri stellingu alla nóttina, mætti halda að allir drykkir undanfarina kvölda hefðu runnið óhindrað upp i haus svo þungur var maður á lappir,   svona eldsnemma um hádegi.
 Flugið gekk bara vel enda flogið með vængjum sem á vélini voru. Til Reykjavikur var svo komið um eitt leitið og var þá drifið i því að koma sér fyrir á Hótel Esju þar sem maður þar sem maður fékk þetta líka flotta herbergi, með rúmi, sófa, einum stól og stórgölluðum mínibar með eingu víni , bara gossulli og súkkulaði stykki.  Þarna var lika snyrting með steypibaði, (sturtu á norðlensku) hillu sem hægt var að raða á tannbustanum og túbbuni, hægðasessu og aftan þerri var einnig troðið í þessa kompu.
   Jæja , er maður var búinn að koma sér þarna fyrir var skundað í fríkkun sem fólst í því að tvöfalt sex fór um höfuð mitt svo maðurinn "ég" fríkkaõi um helming, og þá er nú mikið sagt um strákinn þann.  Nú eftir fegrunar aðgerðir þessar hjá jeppaökukonuni var skundað í konu ríkið í Laugardal, já ég tala nú um að skunda þó bíll væri , því farartækið var eitt agalegasta ökutæki sem ég hef um ævina litið. Steisjon teppi á fjórum hjólum, svo gat ryðgað í botninn sérstaklega að ég hljóp hálfa leiðina niður í dal lauganna í faratæki þessu er Guðni nr. 17 ók af stökustu snilld og landsþekktir rósemi.
Er hér var komið treysti ég mér ekki til að hlaupa lengra og þakkaði pennt fyrir mig og dróst inn í verslun þá er ég þekki best og gerði helgar kaupin, og hugðist nú labba i rólegheitunum til fundar við félaga vora á aðalfundin á Loftleiðum, en rennir þá ekki Helgi H.H. númer par af þrennu, að í þvi og býður far i vind og vatns þéttu farartæki sem ég þáði með þökkum.

Og þá var nú komið,að hinni stóru stund vorra félaga sem ég ætla ekki að hafa mörg orð um því þetta gekk svona rétt mátulega, með smá ávítum stjórnenda á suma sem höfðu fengið sér pínu pons og mikið neðan í því, svo munnræpa gerði vart við sig, og sumir réttu kannski full oft upp hendi til sí endurtekna spurninga svo maður gæti haldið að sumir, og kannski einn , hafi haft sterkt Slott sinnep undir höndunum og sviðið mjög.  En hvað um það þetta gekk allt mjög vel, mál voru rædd fram og aftur til baka eins og þið virkir félagar vitið.  Næsti áfangi var að margra vali Gasablanka með viðkomu á Esju til þrifa og upphitunar, að minnsta kosti fyrir norðan Snigla og segir ekki mikið af
ferðum þeim nema þegar ėg og mínir fylgisveinar, nánar til tekið austan Sniglar,  Ormurinn nr. 181 og Steinar 184, komum út að Esju sjáum við mann sem við könnuðumst við á labbi hinum megin við Suðurlandsbraut, kanski svo lítið norðan við sig og er við kölluðum í hann tók hann strikið þvert yfir þessa umferðar æð, og slapp með þó nokkru dekjaöskri og andlita klístri á framrúðum. 
Var þar komin Sveinn hinn ungi nr. 160 bráð hress að vanda. Tókum við okkur leigubil i Gasablanka, sem endaði næstum með stór slysi er Sveinn sem sat aftur i var eitthvað að leggja áherslu á orð sín og reif i öxlina á leigubilstjóranum og hálf dróg hann aftur í til sín með þeim afleiðingum að bíllinn sentist upp á gangstétt, strauk ljósastaur, fór næstum yfir gamla konu sem var dregin áfram af stórum hundi, og Sleikti brunahana áður en við gátum slitið Svenna af bílstjóra ræflinum sem var orðinn grá-blár í framan eins og hundaskítur. Við höfðum samlíkinguna því stóri hundurinn með konunni skeit á sig af hræðslu, en þetta fór allt saman vel að lokum, og ballið líka í Gasablanka sem var svona eins og þessi vanalegu böll. Það var voða gaman að ég held.

Nýr dagur rann upp í orðsins fyllstu merkingu og skyldi nú haldin árshátið sem ég var svo óheppin að missa af byrjunini á vegna annarar árshátiõar sem ég ætlaði að skreppa á en ílengdist á vegna bar eins sem var að þvælast þar,   komst ég þó á hina langþráðu árshátíð Snigla.  En ég ætla ekki að vera svo 
vitlaus að lýsa henni þvi það eru sjálfsagt einhverjir sem muna meira en ég og gætu rekið ofan í mig lygar og það væri verra, eins sannsögull maður og ég er nú.
En eftir að maður var búin að hoppa ,skoppa, og skvetta upp rassinum eins og kálfur fram á morgun og skemmta sér konunglega,  var haldið í Kópavog  í partí til Tona nr. 82, sem var ekki vandi að finna, maður bara rann á hljóðið og þegar hávaðin náði hámarki fyrir utan fjölbýlishús og aftan við lögregubíl hoppuðum við út úr bilnum.  Ég, lappalöng skoppara kringla á brók einni saman og gatrifnum bol (Steini Tótu) og kolsvört beljutegund sem löngu er útdauð (Black Buffalo) ruddumst út og inn á einhverja hæð sem tveir þjónar stóðu fyrir framan húsráðanda og húð skammaði þá fyrir ónæðið svona eldsnemma um morgni, og sagði þeim að hundskast frá gestum þeim sem væru að koma i friðsælar, umræður hjá sér undir ljúfri mússikk, sem og þeir gerðu.  Annar með lafandi skúffu af undrun niður á bringu og hinn með efri vör fletta upp nef af hörðum hljóðbylgjum og frussandi öskrum Tona sem var að vonum ekki ánægður með þetta ónæði. 
  Í Partíið komust við allavegana og var það villt og tryllt alveg þangað til ég var búinn að missa af leigufluginu sem ég átti far með kl 2 (e.h.).
Svo ég keypti bara annað far kl. 8 um kvöldið.
HEIDDI, NO.10
Sniglafréttir 1987