24.11.83

'MÓTORHJÓLAFÁRIÐ' í Vestmannaeyjum


Undanfarna mánuði hafa lesendabréf birst í bæjarblöðum af og til, þar sem lesendur hafa lýst áhyggjum sýnum yfir ástandi umferðar mála hér í bæ. Mest hefur borið á bréfum þar sem kvartað er yfir ógætilegum akstri ökumanna vélhjóla og hafa lesendur ítrekað krafið ráðamenn svara um úrbætur í þessum efnum. Til að varpa ljósi á málið höfðum við tal af Kristjáni Torfasyni bæjarfógeta. Hvaða ráðstafanir hefur lögreglan gert til að sporna við gáleysisakstri hér í bænum? Þctta mál er mun erfiðara en það virðist við fyrstu sýn. Fyrir það fyrsta, þá hef ég gefið fyrirmæli um, að lögreglan eigi ekki að elta þessa ökumenn mótorhjólanna, því að slíkt skapar mjög aukna slysahættu, auk þess sem þeim er í lófa lagið að stinga af eftir stígum og krókum sem lögreglan getur ekki lagt leið Við gætum mælt hraðann á ökutækinu, og tekið niður númerið á því, en þá er eftir að sanna hver það hali verið sem ók hjólinu. Yfirleitt eru þessir ökumenn með hjálma sem gera þá ill-þekkjanlega, svo að okkur er ómögulegt að sekta einn eða neinn. Hafið þið haft afskipti af ökumönnu m mótorhjóla hér í bæ? Já, og yíirleitt hefur því lokið með dómssátt, nema í einu tilfelli þar sem dómur var felldur og viðkomandi var sviptur ökuleyfinu. Við höfum einnig reynt að tala um fyrir þessum unglingum og því miður höfum við oft rekið okkur á skilningsleysi frá foreldranna hálfu í okkar garð, þegar við höfum reynt að tala um fyrir þeim. Þaðeru nokkuð einkennileg viðbrögð gagn vart þeim sem vilja aðeins reyna að bjarga þessum piltum frá því að fara sér að voða. Nú hefur nokkuð verið um alvarleg umferðarslys hér í Eyjum vegna mótorhjóla. Hafið þið orðið varir við að það drægi úr glannaakstri eftir þau? Svona fyrst eftir slysin urðum við varir við það, en það féll fljótlega aftur í sama farið. Hvernig er lögreglan í stakk búin til að mæla ökuhraða ökutækja? Við erum illa búnir af svoleiðis tækjum, við fengum sent rangt tæki í sumar sem við notuðum til hraðamælinga. Það átti að fara til Snæfellsness og sendum við það þangað. Við eigum nú í vændum nýja radarbyssu sem gerir okkur kleift að mæla hraða ökutækja með svo til engri fyrirhöfn.  Eru þetta baldnir unglingar sem eiga mótorhjól? Það er ósköp upp og ofan, líklegast eru þeir eins og fólk er flest, þeir fá bara eitthvað út úr því að hafa  svona mörg hestöfl á milli fótanna. Nú er bílaeign hér í Eyjum minni en á sambærilegum stöðum víðs vegar um landið. Hvernig er slysatíðni háttað hér miðað við landsmeðaltal ? Það er rétt, við höfum færri bíla hér en annars staðar miðað við fólksfjölda. Það er hins vegar sorgleg staðreynd, að hér er tíðni umferðarslysa jafnhá og annars staðar á landinu, þrátt fyrir færri ökutæki.

___________________________________________________________________


Þetta er dellubær



Það er ekki hægt að skilja svo við þetta mál, að kynna ekki viðhorf mótorhjólapiltanna sjálfra.


Tryggvi Sigurðsson leit hér inn í stutt spjall og kynnti sín viðhorf. Hann tók það fram að hann væri alls enginn fulltrúi allra hinna , en í Vestmannaeyjum eru nú 48 stór mótorhjól.

Sú gagnrýni , sem komið hefur fram á akstursmáta ykkar hér í bænum , finnst þér hún réttmæt ? Að mörgu leyti er hún það og að öðru leyti ekki. Við erum misjafnir í hátterni og skoðunum. Þeir sem eiga mótorhjól hér í Eyjum eru á bilinu 17-35 ára. Og þar á meðal eru bæði löghlýðnir og ólöghlýðnir einstaklingar, en ég held að mér sé óhætt að fullyrða það, að það er aldrei kappakstur hér í bænum. Slíkt fer fram inni á bryggju. A u k þess vildi ég benda á, að það sést ekki mótorhjól hérna meirihluta ársins, því við afskráum þau að hausti.

Af hverju keyrið þið þá svon a hratt í bænum ? Þessi hjól eru mjög kraftmikil og hágíruð, en bremsurnar á þeim eru mjög góðar og hemlunarvegalengdir eru mjög stuttar, miðað við hraða .
Af þessum 48 hjólúm, sem til eru í Eyjum, eru 75% tveggja ára og yngri. Og það er varla hægt að kvarta um hávaða í þeim, því að verksmiðjurnar, sem framleiða þessi hjól, hafa fengið fyrirskipunum að minnka hávaðann í þeim, vegna laga setninga þar um víðs vegar um heiminn.


Hafið þið haft í hótunum við lögregluna um , að láta ykkur í friði  annars hafi þeir verra af ?
Ekki mér vitanlega. Ég held ég geti fullyrt að við virðum að mestu settar umferðarreglur. Það kemur fyrir að hraðinn er of mikill, en þá er lögreglunnar að grípa í taumana .

Hefur þú lent í umferðaróhappi ?
 Já , það hafa tvisvar keyrt bílar í veg fyrir mig á mótorhjólinu, og var ég í rétti í bæði skiptin. Svo slasaðist ég einu sinni illa er ég var farþegi í Moskowitch bíl, sem valt undir Eyjafjöllum.

Af hverju eru svona mörg hjól í Eyjum ?
 Eyjamenn hafa alltaf sóst í það að vera mestir í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur. Þetta er mesti „dellubær " á Íslandi.
Eyjafréttir

24.11.1983

30.9.83

Við eigum fullt erindi í þessa kalla

„Ég var gjörsamlega búinn eftir fyrri umferðina.
hendurnar voru illa farnar ... " sagði Heimir Barðason,
sem hér sést kreista lúnar hendurnar eftir keppni
í Norðurlandameistaramótinu í Danmörku.
— sagði Heimir Barðason sem keppti í Norðurlandameistaramótinu i Moto Cross

„ÞETTA var erfiðasta braut sem ég hef nokkurn tímann keppt á í Moto Cross. Hún var varla hjólum bjóðandi, en það var mjög gaman og jafnframt lærdómsríkt að taka þátt í þessu," sagði Heimir Barðason, sem ásamt Þorvarði Björgúlfssyni og Þorkeli Magnússyni tók þátt í Norðurlandameistaramótinu í Moto Cross, sem fram fór í Danmörku á sunnudaginn.

„Strax í æfingaakstrinum sáum við að brautin yrði erfið, en hún var einn og hálfur kílómetri að lengd og ekin í 2x45 mínútur. Andstæðingarnir voru líka gífurlega leiknir. Brautin var mjög hörð og skemmdi mörg hjól illilega. í keppninni.
Það var svo mikill hristingur að allar skrúfur í hjólum okkar losnuðu," sagði Heimir. „í fyrri umferðinni af tveimur náði Þorkell á Kawazaki góðu starti og var í sjöunda sæti af 23 keppendum.
Þorvarður var á Hondu, var einnig nokkuð framarlega, en ég sat eftir á mínu Hansa-hjóli. Í einni beygjunni féllu 7—8 keppendur hver um annan þveran, og Þorvarður var einn af þeim. Ég komst framúr þessari kös og náði mér upp í fimmtánda sæti. Þorkell varð að hætta fljótlega þegar keðjan slitnaði á hjóli hans, en Þorvarður náði að halda áfram og var kominn í sextánda sæti þegar gírkassinn brotnaði og einnig sprakk að aftan hjá honum. Varð hann því að hætta keppni í fyrri umferðinni," sagði Heimir. „Ég var alveg í spaði, gjörsamlega búinn líkamlega eftir að hafa klárað fyrri umferðina," sagði Heimir.
„Hendurnar voru illa farnar, ég gat varla hreyft vinstri hendina. Grjótið hafði kastast svo mikið yfir mann, því við höfðum engar hlífar á hjólunum. Ég ákvað því að lána Þorvarði hjólið mitt, því hann átti nóg eftir í seinni umferðina. í startinu var Þorkell óheppinn,
Þorvarður Björgúlfsson ekur hér grimmt á
 Norðurlandameistaramótinu. Hann náði sjötta sæti,
 en féll af hjóli sínu og missti á tímabili
 alla framúr sér. Ljósmyndir Mbl. Otto Einarsson.
hann festist og varð strax aftastur, en með hörku tókst honum að fara framúr þrem keppendum, en þá sprakk að aftan hjá honum. Hann hætti þó ekki fyrr en dekkið var komið af felgunni!
Þorvarði tókst vel upp í byrjun og var kominn í sjötta sæti, eftir tvo hringi, en þá ofkeyrði hann og datt. Var hann þar með kominn í átjánda sæti, en náði framúr þremur keppendum áður en yfir lauk," sagði Heimir.

„Við erum nokkuð sáttir við hvernig þetta fór, þó okkur hafi ekki tekist að klára. Við sáum að við eigum fullt erindi í þessa kalla. Margir þeirra voru atvinnumenn og tóku þetta gífurlega alvarlega. Ég held að þessum bestu hafi varla stokkið bros fyrir keppni," sagði Heimir og hló.
„Sigurvegari í einstaklingskeppninni varð Finninn Jukka Sintonen á Yamaha, en Sören Mortensen varð annar einnig á Yamaha. í landsliðskeppninni vann Finnland, Svíþjóð varð í öðru sæti og Danir þriðja," sagði Heimir að lokum. 
G.R Morgunblaðið  30.9.1983