19.11.72

Málefnaleg kosningabarátta.


Kosningabaráttan í Vestur-Þýzkalandi stendur nú sem hæst, og gripa frambjóðendur til ýmissa ráða til að vekja athygli háttvirtra kjósenda á sér og flokki sinum. 

Minni spámenn i stjórnmálabaráttunni kvarta mjög yfir því,að foringjar flokkanna einoki fjölmiðla,og að helzt liti svo út sem þeir séu einir í framboði. Á þetta jafnt við um frambjóðendur allra stjórnmálaflokkanna.
Þessu svara tiltölulega óþekktir stjórnmálamenn og upprennandi með þvi að haga kosningabaráttunni þannig i sinum kjördæmum, að fólk komist ekki hjá þvi, að taka eftir uppátækjum þeirra.
Í nokkrar vikur hefur fegurðardís nokkur tröllriðið mótorhjóli í litlu kjördæmi i Suður-Þýzkalandi allsber, að öðru leyti en þvi, að á skrokk hennar eru máluð pólitisk slagorð:  Sendum jafnaðarmanninn Klau Immer til Bonn. Í kjördæminu eru aðeins 20 þúsund kjósendur, og hafi þeir ekki vitað það áður, vita þeir nú hver sósialdemókratinn Klaus Immer er.
Frjálslyndi demókratinn Jurgen Möllemann kemur svifandi i  fallhlif ofan úr skýjunum á kosningafundi i sinu kjördæmi, en kristilegi demókratinn Warendorf smýgur skolleitt vatnið i ánni Ems i froskmannsbúningi og tekur sýnishorn af mengun i ánni með sér á kosningafundina. Til að sýna i verki baráttu sina gegn menguninni ekur hann aldrei í bil um  kjördæmið, heldur fer hann ýmist riðandi eða gangandi milli kosningafundanna.
Tíminn 19.11.1972

2.11.72

Vélvœddur kúreki

 Þegar Frank Dedman frá Lebanon, Tenn., USA, var orðinn 70 ára að aldri, sagði hann, að stússið við að leggja á hestinn sinn á hverjum morgni væri að verða of mikið fyrir hann. 

Til að geta rekið hina 125 nautgripi sina á beit á morgnana og smalað þeim saman aftur á kvöldin, keypti hann þvi mótorhjól.

Nú notar hann hjólið við kúareksturinn. ,,ég spara mikinn tíma siðan ég fékk mér hjólið", segir Frank.
2.nóv.1972
Vísir