5.10.70

VÉLHJOLAKLUBBURINN ELDING 7 ára (1967)

VÉHJÓLAKLÚBBURINN Elding, verður 7 ára í nóv. Nk. 

Á laugardaginn kemur kl, 2, efnir .klúubburinn í fyrsta sinn til góðaksturskeppni. Verður keppt um farandbilkar, sem Hagtrygging gaf klúbbnun og er öllum vélhjólaeigendum heimil þátttaka.
Á fundi Eldingar í kvöld verður kort af keppnissvæðinu og
veittar nánari upplýsingar. í fundarlok er fræðslukvikmynd um.
vélhjól og. fL
5. OKT. 1967 morgunblaðið

7.9.70

Lögregluþjónn slasaðist lífshættulega í gær (1967)

ALVARLEGT umferðarslys varð um kl. 9.30 í gærkveldi, er árekstur varð milli lögreglu þjóns á vélhjóli og jeppabíls á Hringbrautinni. 

 Slysið varð með þeim hætti að lögreglumaðurinn á vélhjólinu var á leið vestur Hringbraut og beygði yfir gatnamótin við Njarðargötu og ætlaði upp hana. I sömu svifum bar að Austin Gipsy jeppa suður Njarðarigötu og beygir til hægri, yfir á syðri akbraut Hringbrautar í veg fyrir vélhjólið. Lenti það á vinstri hlið jeppans og varð mjög har'ur árekstur. Kastaðist lögreglumaðurinn af hjólinu og slasaðist lífshættulega. Var hann fluttur strax í Landakotsspítala. Lögreglan vildi ekki gefa nafn 1ögregluþjónsins upp. Rannsókn málsins var á byrjunarstigi.


Morgunblaðið 
7.sept 1967