27.1.70

ENGLAR HELVÍTIS (1966)


Þegar þeir aka öskrandi inn í borgir og bæi, eru þeir hrein ógnun og um leið líkastir lygasögu. 
Þeir hafa verið kallaðir ýmsum nöfnum, allt frá villimönnum að síðustu amerísku hetjunum. Þeir eru á móti öllu og öllum, nema sjálfum sér og svo reka þeir smiðshöggið á með því að gefa sér nafnið 

ENGLAR HELVÍTIS
Þarna eru „Englarnir" á litlu svæði í Bass Lake, umkringdir  af 100 vopnuðum
lögreglumönnum og blóðhundum.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég gekk inn í „Blue Baze",
var að ég hefði villzt inn í eitthvert viðbjóðslegt barnaboð. Þarna voru um það bil 15 menn, innan við tvítugt og fimm eða sex af lagsstúlkum þeirra, standandi upp við barinn, sitjandi í kringum lítið
dansgólfið, hangandi upp við hljómplötusjálfsalann eða skotbakkana, eða dinglandi út á svölunum þar sem mótorhjólin, svört og silfurlit glóðu í Ijósinu frá dyragætinni. Stúlkumar, með kalkhvít andlit, dökk gleraugu, í níðþröngum buxum og treyjum héngu þarna líka. Karlmennirnir voru í svipuðum druslum, einskonar einkennisbúningum, en þeir voru skreyttir allskonar merkjum: vængjum, hakakrossum,
„Luftwaffe" merkjum, pjötlum með ámáluðum hauskúpum og vængjuðum hjálmum, bætur með tölunni „13". Þetta skraut lýsti skringilega í gulleitu ljósinu og allt bar þetta einna helzt svip af hlægilegu grímuballi. Ég var þarna með tveim lögreglumönnum, Larry Wallace lögregluforingja og öðrum sem ekki var í einkennisbúningi, frá San Berardino lögreglustöðinni í Kaliforniu, og ég átti sjálfur að látast vera lögregluþjónn.
Ég var að sjá í fyrsta sinn meðlimina úr félagsskapnum „Englar Helvítis", mest umtalaða og hrollvekjandi mótorhjólaklúbb Kaliforniu.
Ed Wiley og eiginkona Sonny Bargers
Einn af „Englunum", feitur, hrokkinhærður, með þykkar varir, hallaði sér upp að hljómplötusjálfsalanum, með annan handlegginn utan um hálsinn á lítilli stúlku með hálmgult hár, og ruggaði sér, en alls ekki í hljómfalli við músikina.
— Hæ, sagði hann, þó ekki við neinn sérstakan, — hvernig væri það að við færum öll í steypibað saman? , Stúlkan hló, heldur hrjúfum hlátri, ýtti honum frá sér og flutti sig að hópnum sem stóð hinum megin við billiardborðið. Þeir sem voru að spila hlógu og bölvuðu við hvert skot. Einn „Englanna" sem var með sítt fitugt hár og alskegg, þurfti alltaf að hlaupa í kringum borðið eftir hvert velheppnað skot, til að kyssa alla. „Mamma, mamma, mamma", gargaði hann og smellti með fingrunum upp í loftið. Utan við dansgólfið voru þrjú pör sem þömbuðu bjór og sögðu brandara
hvert við annað; ein af stúlkunum fór út á dansgólfið og vaggaði sér í takt við músikina, en var snarlega þrifin til baka af herranum, þreklegum pilti með tattóveruð akkeri á upphandleggnum, hún skríkti af ónægju og hlassaðist niður í kjöltu hans.
„Englar Helvítis" hafa verið á ferli um 15 ára skeið, en þeir komu fyrst fyrir alvöru fram í sviðsljósið þegar þeir ruddust öskrandi og óvænt inn í Monterey skagann í Kaliforniu, á verkamannafrídegi árið 1964. Samkvæmt blaðafréttum voru þeir um 300 og komu allsstaðar að úr Bandaríkjunum.
Þeir voru skeggjaðir, síðhærðir, afkáralegir á alla lund, orðljótir, háværir og ógnvekiandi og allir báru þeir einkennismerki: hakakrossa, vængi og því um líkt og allir voru í stuttum einkennisjökkum, merktir með tölunni „1" , sem ótti að tákna það að þeir tilheyrðu „Útlögunum", þeim félagsskap, sem ekki var skrásettur í „Sambandi amerískra mótorhjólaeigenda".
Þeir voru á einni af þessum æðislegu hópferðum sínum, þar sem þeir settust að á strjálbýlum stað til að halda partý, eitt af þessum óskaplegu partýum, sem stríða á móti almennu velsæmi og enda í
Útlitið er mjög þýðingarmikið. — Ef þú kemur til einhvers staðar þar sem fólk getur séð þig, 
er um að gera að vera nógu viðbjóðslegur, segir einn þeirra. Hakakrossinn og önnur nazistamerki
 eru ópólitísk, en notuð eingöngu í þrjózku við almenningsálitið. 
Eitt merki sem þeir eru mjög hreyknir
 af er talan „13", sem táknar 13. stafinn í stafrófinu, sem er „m" og það þýðir aftur á  móti „marijuana". 
ofsalegum drykkjulátum, eins og það fræga partý sem var næstum búið að ganga frá smábænum Hollister í Kaliforniu það herrans ár 1947, eða það sem æddi um götur Laconia N.H. í iúni síðastliðnum.Fontana er syfjulegur smábær í San Bernardino héraðinu, og það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður nálgast bæinn er flatneskjan og breiðar sveitagötur sem liggja hver um aðra þvera.
Lauslát stúlka er „Mamma", en ef þær búa í
 föstu sambindi við sama manninn eru þær
„Gömlu konurnar". Hér er Jim Moran með gömlu
konunni (eiginkonunni) sinni, sem heitir Ann.

Fyrsti kapituli af sögu „Engla Helvítis" hófst hér árið 1950. Flestir meðlimanna komu frá  lágtekjufólki og höfðu litla sem enga menntun eða uppeldi. Ef, eða þegar þeir fengu sér einhverja vinnu, var það venjulega við einhver þiónustustörf, í verksmiðium, á brautarstöðvum eða á bílaverkstæðum. Mjög fáir gátu stundað skrifstofustörf. Flestir fóru frá einum stað til annars og unnu ekki nema þeir nauðsynlega þyrftu. Framfærslukostnaður þeirra var yfirleitt ekki hár, þar sem þeir bjuggu oftast margir saman. Sumir neita algeralega að vinna og lifa þá á vinstúlkum sínum, sem hafa atvinnu eða þeir hreinlega stela sér til framdráttar.
Lögreglan heldur því fram að ,,Englarnir" séu sniðugustu mótorhjólaþjófar ríkisins og þeir eru snillingar [ að setja þessi tæki saman úr lausahlutum, sem þeir komast yfir á ferðum sínum. Alla vega nota þeir þá peninga sem þeir komast yfir í einum tilgangi og undirstrika það með klæðnaði sínum. Þessa nazista einkennisbúninga nota" þeir í þeim tilgangi að láta bera á sér og þeir eru einskonar sameiningarmerki sem hópar þeim saman og þeir verða „eitthvað".
— Ef þú kemur til einhvers staðar þar sem fólk getur séð þig, er um að gera að vera nógu viðbjóðslegur, sagði einn „Engillinn" frá Berdoo. — Við erum bastarðar fyrir heiminum og við álítum annað fólk bastarða.
Mótorhjól eru aðaltækið sem þessi lýður notar til að framkvæma frelsi sitt og vald. Harley-Davidson 74, sú tegund sem flestir „Englarnir" nota er hrollvekiandi tryllitæki, sem hægt er að aka á 100
mílna hraða á klukkustund; samanþjappað afl sem hægt er að gera allskonar brellur með, flýia á ofsahraða undan óþægindunum sem elta þig, með vini og vinkonur fyrir aftan og framan og allt í kring til að verja þig; til að ryðjast í gegnum þessa leiðinlegu veröld, sem er þér eingöngu fjötur um fót, skilur ekkert eftir og vonast ekki eftir neinu í framtíðinni, lifir eingöngu í nútímanum og æðislegum spenningi.
„Englarnir" nota eiginlega ekkert af þessum mótorhjólum nema uppistöðuna. Þeir þrýsta sætunum niður, rífa í burtu allt króm og skraut, setja sínar eign uppfinningar í staðinn fyrir upphaflega hluta
Mjög algeng sjón. Þessir eru á leið til Bass Lake. 
tækisins. Nokkrir þeirra eru svo fljótir að breyta þessum mótorhjólum að þeir leika sér að því á tveim klukkutímum og þegar þeir hafa farið höndum um þessi tæki líkjast þau einna helzt mjóslegnum,
hættulegum villidýrum.
Margir „Englanna" hafa týnt lífinu á þjóðvegunum og flestir hafa orðið fyrir alvarlegum slysum. Þeir neita því algerlega að nota hlífðarhjálma eða nokkuð, sem gæti orðið þeim til hlífðar í falli. Þeir vilja
lifa í eins nánu sambýli við dauðann og mögulegt er, og það er þetta háskaspil sem lokkar til þeirra þá fáu sem koma frá vel stæðu og siðmenntuðu fólki. „Við erum heiðarlegir hver við annan og við getum líka treyst hver öðrum", sagði einn af Oakland-Englunum við mig. „Eg er búinn að ganga í gegnum allt þetta skóla og fjölskylduþras. Það er óþolandi. Ég er feginn því að „Englarnir" tóku mig í félagið! Ég vil aldrei verða neitt annað en „Engill" og þar við situr"!
„Englarnir" gera mikið til að sýna að þeir séu ekki háðir þjóðfélagsskipulaginu, en þeir hafa sitt eigið skipulag. Þeir kjósa forseta, varaforseta, ritara, gialdkera og liðþjálfa sveitanna og þeir borga félagsgjöld. Þeir verða að vera í einkennisbúningum, nota sérstaka gerð mótorhjóla, verða að mæta reglulega á fundum, mega ekki ganga í aðra klúbba og verða að hlýða foringjunum skilyrðislaust.
Þær reglur sem „Englarnir" verða að undirgangast mundu vekja hroll hjá þjálfuðum aftökusveitum.
„Englarnir" og félagar úr svipuðum félagsskap eru hér við jarðarför eins
 félagans úr Hayward-deildinni, sem lét lífið í hnífaslag.  
Svo eru það kynferðismálin, þar eru „Englarnir" heldur óhrjálegir ( sjálfræði sínu. Litlar raunalegar stúlkur elta þá í hópum, yfirleitt eru það unglingar innan við tvítugt. Það er um það bil ein stúlka á
hverja fjóra til fimm „Engla" og samskiptin inn á við eru hryllileg. Ef ung stúlka vill vera mamma og draga lest á eftir sér, sem þýðir að hún er til við hvern sem er, þá er hún mjög vel séður gestur í hvaða „Engla" partýi sem er. Þær eru sem betur fer ekki margar enda endast þær ekki lengi. Stundum eru þær boðnar upp og seldar fyrir eitt gallon af bensíni, pakka af sígarettum og allt niður í tólf cent.
  Þær stúlkur sem „Englarnir" halda mest upp á kalla þeir „gömlu konurnar" sínar. „Gamla konan" er stúlka sem tilheyrir aðeins einum, og oft er hún gift honum og elur honum börn. Larry Wallace,
lögregluforingi minntist þess að hafa brotizt inn í eitt af þessum „Engla" hreiðrum til að bjarga nokkrum börnum sem bjuggu þar með mæðrum sínum og nokkrum „Englum" og lifðu á bjór og cornflakes, í íbúð sem var yfirfull af olíudósum, vélahlutum, óhreinum diskum, rusli, tómum bjórdósum og óhreinum rúmfötum.

Wallace fylgist með „Englunum" þegar þeir færa sig stað úr stað, flytja inn í íbúðir eða húsaskrifli í sóðalegum hverfum, kannske allt að þvi tólf piltar og tvær til þrjár stúlkur. Svo býr það á sama stað
í tvær til þrjár vikur 'og.flytur svo á svipaða staði í öðru hverfi. Það er miög auðvelt að fylgja þeim eftir, því að þeir eru alltaf margir saman og fara með geysilegum hávaða. „Okkar á milli sagt
eru þeir hreinn viðbjóður", segir Wallace. „Svo er heldur ekki hægt að gleyma þeim, þeir verða að láta svona, geta ekki annað". Þegar ég heimsótti Blue Baze, var það einn sem var mjög áfjóður
í að tala við mig og það er sialdgæft að þeir vilji segja hvaðan þeir komi og hvað þeir hafi fyrir stafni. Hann hét Alvin Ray, ljóshærður,  fölleitur risi, foringi Fresno-deildarinnar. Hann sagði mér að hitta sig í Fresno, ég gæti fengið upplýsingar um dvalarstað sinn á bensínstöðinni.
     Eg lét verða af því, en enginn þóttist kannast við hann eða fylgdarlið hans. Ég fékk þó að vita að þeir hefðu verið í húskofa fyrir utan bæinn, en hefðu verið reknir þaðan fyrir nokkru. Ég fann húsið og fór inn. Það var ljót sjón sem blasti við mér. Í herbergi sem einu sinni hafði verið dagstofa, var allt í hrærigraut. Hvert einasta húsgagn brotið í spón og lá innan um annað drasl, glerbrot, fatadruslur, tómar dósir, vín og bjórflöskur, leirtau og tóma kassa. Hver einasta hurð var rifin af hjörunum og stór göt voru þar sem loftræstingartæki höfðu verið rifin niður. Orðið „lögga" var krafsað með stórum, rauðum stöfum, yfir rúmstæðunum og hafði verið notað sem skotmark fyrir tómar flöskur og það sem hendi hefir verið næst. Yfir og undir voru krotuð merki, hakakrossar og því um líkt. Á einn vegginn hafði einhver skrifað ljóð.
Nábúarnir, sem voru heiðarlegt fólk og bjuggu þarna rétt hjá, sögðu að húsið hefði verið leigt ungri stúlku, sem virtist vera ábyggileg. Morguninn eftir að hún flutti inn kom mótorhjólasveitin æðandi.
Þetta voru tuttugu til tuttugu og fimm manns, að stúlkunum meðtöldum og partýið stóð í tvær vkur, þá kom lögreglan, án þess að vera kölluð. Enginn af nábúunum hafði maldað i móinn eða klagað. Einn nábúinn, sem bjó rétt hjó og hafði ekki fengið einnar nætur svefn allan þennan tíma skýrði frá því hversvegna enginn hafði kvartað: „Það er ekki hægt að stöðva svona herdeild. Við hefðum ekki haft roð við þeim, þeir eru eins og villidýrahjörð"

Englarnir" geta vakið, þegar ég kom [ hverfið við San Francisco flóann og fór að kynnast Oakland-deildinni og foringia hennar, Ralph (Sonny) Barger. Barger er 26 ára gamall og hefur verið „Engill" síðan hann var 16. Ég hafði hringt til hans og ákveðið að hitta hann heima hjá honum. Hann býr með „gömlu konunni" sinni, dökkhærðri, grannvaxinni stúlku sem heitir Elsie og tveim litlum börnum í rúmgóðu gömlu húsi, sem stendur vð rólega götu ( East Oakland. Barger er bringubreiður, hefur langar þreklega handleggi al-tattóveraða; alskegg og sítt rauðleitt hár gera hann heldur ófélegan í útliti. Hann horfði á mig, köldum tjáningarlausum brúnum augum. — Gamla konan er úti, sagði hann. — Ég er að koma frá lögfræðingnum mínum. Ég hefi verið kærður fyrir árás og á að mæta fyrir rétti eftir nokkrar vikur, en ég hefi nóg vitni og skal svei mér ná mér niðri á þeim!

Öll voru húsgögnin slitin og skemmd, en það var þægilegt þarna inni og hafði bersýnilega verið vel hreinsað nýlega: það voru nokkrar ódýrar, innrammaðar landlagsmyndir á arinhillunni og nokkrar myndir af börnunum. Hvar sem litið var voru verðlaunagripir, stórir bikarar á trésökklum, myndastyttur, gyllt leikfangamótorhiól, allt voru þetta verðlaun unnin af Oakland-englunum í kappakstri og á sýningum. Þarna var nazistafáni beint á móti grind með tveim rifflum og á hliðarborði stækkuð mynd af Sonny, þar sem hann góndi æpandi á myndavélina

Við töluðum saman í hálftíma eða svo og einu sinni sagði Sonny glottandi: — Það hefur enginn fundið sig knúðan til að skrifa neitt gott um okkur, ja — við höfum heldur aldrei gert neitt gott til að
skrifa um. Andrúmsloftið breyttist töluvert þegar fimm aðrir „Englar" litu inn. í fyrstu gerðu þeir sér far um að sýna mér lítilsvirðingu, þeir töluðu yfir höfuðið á mér og til hliðar við mig og beindu tali
sínu beint til Sonny. Talið snerist aðallega um stór „kúpp" sem þeir höfðu nýlega gert. í hvert sinn sem heyrðist í bíl sem hægði á sér fyrir utan ruku þeir út að glugganum. Einn þeirra, fýlulegur, svartskeggjaður unglingur, Buzzard að nafni, var með hatt og göngustaf, sem hann hafði nælt sér [ einhversstaðar, hann veifaði þessum staf meðan hann talaði og potaði honum aftur og aftur ( áttina til mín. Eg hafði það miög greinilega á tilfinningunni að hann hefði haft ánægiu af að nota hann til að
berja einhvern. Buzzard var Berdooengill, flóttamaður undar „hreinsunum" þar suður frá. Hann var
reiðari en hinir út í blaðamenn og lögreglu. Eins fljótt og ég gat sagði ég bless við Sonny og flýtti mér út úr húsinu.

Nokkrum dögum seinna hafði stór negri af vangá álpazt inn í El Adobe, sem þá var sá bar sem
„Englarnir" í East Oakland höfðu aðsetur sitt á. Hann lenti í orðaskaki við einn af þessum skríl og
það skifti engum togum, hann var dreginn út og hreinlega sparkaður í klessu. Eftir að búið var að taka
hann upp í sjúkrabíl hófust réttarhöld yfir „Englunum" og allir sem einn báru það að negrinn hefði
dregið upp hníf og ætlað að ráðast á foringia þeirra. Hvað gátu þeir gert annað en að reyna að hjálpa
honum? Það var ekki hægt að ákæra þá um neitt sérstakt. Tilfelli eins og þessi virðast þeir taka sem
skemmtilegt glens.

„Englarnir" halda því fram, kannske með einhverjum rétti, að þeir byrji aldrei á slagsmálum, en
hefni sín aðeins ef þeir eru áreyttir. Hefndaraðgerðir þeirra eru oftast æði stórbrotnar og engu líkar.
Það liggur alltaf einhver hættutilfinning í loftinu þar sem þeir fara, jafnvel þegar þeir eru með friðsamasta móti. Það er auðvelt að tala við þá ef þeir eru einir eða tveir — þrír í hóp. Þeir geta þó
verið skemmtilegir drykkjufélagar og nokkrir jafnvel sæmilega greindir. En í hópum, sérstaklega í partýum þeirra, er hægt að búast við öllu af þeim og þó eru þeir beinleinis hættulegir.

En framar öllu öðru eru þeir einmana verur í þjóðfélaginu, þeir eiga enga venjulega vini eða unningja, aðeins þennan útlagalýð sem þeir eru ( samneyti við. Sem sjálfskráðir uppreisnarseggir eru
Harley Davidson 74  hjólin eru best séð
þeir velséðir gestir meðal bítnikka
og þar sem slíkur lýður hópast saman. En „Englarnir" fyrirlíta róttæka náunga. „Þeir eru bara kippa af
komma-bastörðum", sagði einn þeirra. Fyrir nokkru réðust sex „Englar" á stúdentakröfugöngu út
af Vietnam. Einn höfuðkúpubrotnaði og var settur inn.
„Englarnir" eru undrandi og gramir yfir þv[ að þeir séu hrapalega misskildir, en það er vegna
þess að þeir hafa ekki skýra hugmynd um stöðu sína í þjóðfélaginu.

„Englarnir" eru lögleysingiar og lögleysingjar skoða varla heiminn í sama ljósi og annað fólk, sem
þeir fyrirlíta, frekjudólgar, sem þrótt fyrir öll lagaboð koma því í kring að skapa siálfum sér félagsstöðu sem þeir þrýsta áfram eftir eigin geðþótta og eingöngu í eiginhagsmunaskyni. Þessir lögleysingiar vita yfirleitt ekki, eða að minnsta kosti hirða þeir ekki um þá staðreynd að lagaboð eru öll á móti þeim, og „Englarnir" eru engin undantekning. Þeir eru uppreisnarseggir á borð við brúnstakkana [ Þýzkalandi árið 1920; króniskir skemmdarvargar, sem hafa mesta ánægju af því að stofna til uppþota á ölstofum og öðrum samkomustöðum slíkum, slást og limlesta. Þegar partý þeirra ná æðiseinhverjum sé útrýmt á einn eða annan hátt, þá er enginn þeirra sem skilur hvernig á því stendur.
Sonny Barger sagði nýlega: —
Hvað sem gert verður á móti okkur, erum við menn til að taka því, vegna þess að við viljum vera eins
og við erum og enginn mannlegur máttur getur breytt okkur. .

Vikan 27. janúar 1966
https://timarit.is/