17.8.20

Poker Run undirbúið!

Á Laugardag verður Póker-run Tíunnar


Nánar á faebook síðunni


12.8.20

Vélhjólaslys í Múlagöngum

Vélhjólaslys varð í Múlagöngum á Tröllaskaga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur í dag.

Frá slystað í Múlagöngum

Ökumaðurinn beinbrotnaði og var fluttur með sjúkrabíla á FSA.
Tildrög slysins eru ókunn en vitað er að aðstæður í göngunum eru ekki góð vegna bleytu og drullu og vegna þess að þau eru einbreið með mætingarskyldu til vesturs, en bifhjólið var á austurleið að þessu sinni.

Þetta er annað vélhjólaslysið á stuttum tíma í einbreiðum jarðgöngunum á Tröllaskaga, en á dögunum féll annað hjól í Strákagöngum en þar eru víst aðstæður skelfilegar vegna drullu og þurfa bifhjólamenn að gæta sín sérstaklega vel þar sem og í Ólafsfjarðargöngunum sem eru víst að sögn orðin rennblaut og líka með talsverðri drullu í eftir jarðskjálftahrinuna undan farna mánuði.

10.8.20

Þýskur ferðamaður endurheimti stolið mótorhjól á síðustu stundu


Mótorhjóli af gerðinni KTM 620 LC4 var stolið úr bílakjallara Hótels Kletts í síðustu viku. Er gripurinn í eigu þýsks ferðamanns. Átak fór í gang til að endurheimta hjólið á vegum meðlima Facebook-hópsins „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ þar sem fremstur í flokki fer Bjartmar Leósson, en hann hefur fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðastarfs við að endurheimta stolin hjól og önnur verðmæti.
Deilingarnar urðu alls 1.900 á þremur dögum. Hvort sem þær leiddu lögreglu á sporið eða ekki tókst að leysa málið, lögregla hafði uppi á hjólinu og kom því í hendur þýska ferðamannsins. „Ég leyfi mér að trúa því að Facebook-deilingarnar hafi sett smá skjálfta í þjófana,“ segir Bjartmar í stuttu spjalli við DV.
Að sögn Bjartmars lagði lögreglan mikla vinnu í að finna hjól Þjóðverjans og sagði hann lögreglu eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu.
Það mátti ekki tæpara standa. Þjóðverjinn fór af landi brott í morgun en hjólið fannst í gær. Meðfylgjandi myndir sýna er hólinu var skilað í flutningagám hjá Samskipum.
DV ÁBS   10.08.2020





9.8.20

KTM vinnur fyrsta sigur í MotoGP



Eftir æsispennandi keppni í MotoGP heimsmeistaramótinu í kappakstri mótorhjóla sigraði Brad Binder á KTM í fyrsta skipti fyrir austurríska framleiðandann. Brad Binder er á sínu fyrsta ári í MototGP og er hann fyrsti byrjandinn síðan 2013 til að vinna sigur á sínu fyrsta ári í mótaröðinni.
Brad Binder KTM


Keppnin fór fram á Brno brautinni í Tékklandi og vann Binder sig upp í fyrsta sætið á fyrstu 13 hringjunum. Þar bætti hann smán saman við forskotið og vann með meira en 5 sekúndna forskoti áður en yfir lauk. Franco Morbidelli á Yamaha varð í öðru sæti og Johann Zarco á Ducati í því þriðja. Fyrrum heimsmeistarinn Valentino Rossi varð fimmti fyrir Yamaha en hann er nú á 41. aldursári.

6.8.20

Mótorhjól í bílaflutninga


Fyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Coming Through, hefur  byggt talsvert undarlegt farartæki til að flytja bilaða bíla á viðgerðarstað. Farartækið er  í grunninn Honda Goldwing mótorhjól. Aftan á hjólið hefur verið smíðað samanfellanlegt mannvirki úr áli sem, þegar greitt er úr því, myndar þriggja hjóla „búkka“ sem rennt er undir framhjól bílsins sem á að draga. Þetta skýrist ágætlega á meðfylgjandi myndum.


Hveru mikil alvara mönnum er með þessari smíð er okkur ekki kunnugt um en á heimasíðu fyrirtækisins má ráða að allmörg svona Retriever-hjól, eins og tækið kallast, hafa verið byggð og virðast vera í notkun. Meginhugsunin með þessu er sjálfsagt sú að oft er hægt að skjótast á mótorhjóli þar sem bílar eiga erfiðara með að komast, ekki síst stórir dráttarbílar.
Norska bílablaðið BilNorge greinir frá þessu og getur þess í leiðinni að ekki sé vitað hvort bílabjörgunarfyrirtæki í Noregi, eins og t.d. Falck eða Viking, hafi sýnt farartækinu áhuga. 

Nafnið Retriever á þessu farartæki hefur greinilega tilvísun til þekktrar hundategundar; Golden retriever sem þykja afar tryggir eigendum sínum og hjálpsamir. Þeir er talsvert notaðir sem hjálparhundar við t.d. fuglaveiðar og eru duglegir við að sækja bráðina þegar veiðimaðurinn er búinn að skjóta hana niður.
24.9.2010