5.7.20

Landsmót Bifhjólamanna 2020

Þá er landsmóti bifhjólamanna lokið þetta árið en fór það fram á Laugarbakka í Miðfirði 


 Þetta var mitt fyrsta en klárlega ekki það síðasta landsmót sem ég mun fara á. Önnur eins gleði og ánægja hef ég bara ekki orðið vitni að fyrr og hef ég farið á margar útihátíðir í gegnum árinn. Hvar sem litið var voru bifhjólamenn að hafa gaman, hvort sem það var að skemmta sér eða öðrum.


 Skipuleggjendur þessa móts eiga hrós skilið fyrir mótið frá A til Ö. Allt stóð eins og stafur á bók hjá þeim, frá minnsta smáræði sem skiptir stóru máli ss rafmagnið á tjaldsvæðinu eða veitingarnar í veitingarsölunni. Allt heppnaðist hjá þeim. Á fimmtudagskvöldið var mótið sett og opnaði Húnabandið á mótið með snillar spilamennsku og fjölbreyttu lagavali og var fólk almennt mjög ánægt með þeirrar framlag.

Á föstudeginum sáu hinar rómuðu WC Rónatúttur um Rónatúttuleikana og voru fjölbreytt keppnisatriði bæði fyrir einstaklinga sem og hópa. 


  •  Þjóðhátíð 
  • Laugarvegshlaup 
  • Samfélags fjarlægðarglíma 
  • Skíðaganga 
  • Geordjögoss 
 Seinna um kvöldið var svo komið að hinni einu sönnu landsmótssúpu og var hún að þessu sinni a la Kalla og má segja að önnur eins súpa hafi bara ekki verið brugguð. Þvílík kraftakjötsúpa sem hún galdraði fram. Kvöldinu var svo slúttað með Huldumönnum sem lyftu þakinu á félagsheimilinu þegar allir tóku undir í gömlu Gildru slögurunum.

 Á laugardeginum voru aðal Rónatúttuleikarnir og voru keppnisatriðin að venju ansi fjölbreytt.


  •  Snigilinn 
  • Prjónkeppni 
  • Tunnudráttur 
  • Haus á staur 
  • Hringekja 
  • Búningakeppni 
 Síðar um kvöldið var svo Landsmótsgrillið og var það svo sannarlega hátíðarkvöldverður,
Því-lík-veisla.

Verðlaunaafhending fór svo fram ásamt orðuveitingum og að sjálfsögðu happadrætti þar sem voru fjöldinn allur af stórglæsilegum vinningum. 
Strax á eftir komu á sviðið Volcanova sem að hituðu upp fyrir Vintage Caravan sem áttu svo sannarlega stórleik eins og þeim er von og vísa. 

 Sunnudagurinn var tekin rólega en landsmótinu var slitið formlega um hádegi og var fólk í umvörpum að pakka og taka sitt saman, kveðjast og þakka fyrir sig og sína. 

 Tekið skal fram að alla helgina var allstaðar handspritti og sápur og slíkt vantaði ekki á salernum.
 Mótorhjólafólk á heiður skilið með umgengni því hvergi var rusl að sjá alla helgina og sáust menn hjálpa hverjum öðrum ef á þurfti að halda ss við að tjalda eða með mótorhjólin sín sem og bíla.

 Ég þakka kærlega fyrir mig og klárlega mun ég mæta á næsta landsmót í Húnaveri sem haldið verður dagana 1 – 4 júlí 2021. 

 Kær kveðja – 
Valur S Þórðarson 

Landsmótsmerkin fást á Mótorhjólasafninu þar er opið 13-17 á sumrin

1.7.20

Bifhjólafólk þarf að hugsa fyrir tvo


Verk­leg mótor­hjóla­kennsla fer yf­ir­leitt ekki af stað fyrr en í byrj­un sum­ars enda þarf að vera til­tölu­lega hlýtt úti ef nem­end­um á ekki að verða kalt við kennsl­una. Þetta seg­ir Grét­ar Viðars­son, öku­kenn­ari hjá Ekli.

„Hinn dæmi­gerði nem­andi sem kem­ur til mín til að læra á mótor­hjól er karl­kyns og í kring­um þrítugt en hóp­ur­inn er samt mjög fjöl­breytt­ur, nem­end­ur á öll­um aldri og tölu­vert af kon­um en elsti mótor­hjóla­nem­andi minn var orðinn hálf­sjö­tug­ur.“

Bók­lega og verk­lega námið er ekki svo dýrt og áætl­ar Grét­ar að hjá þeim öku­skól­um sem bjóða upp á bif­hjóla­kennslu sé heild­ar­kostnaður nem­enda í kring­um 150.000 kr. Námið er mis­langt eft­ir því hvers kon­ar öku­rétt­indi nem­end­ur hafa þegar öðlast og geta t.d. þeir sem hafa bíl­próf sleppt hluta af bók­lega nám­inu.

Bif­hjóla­rétt­ind­um er skipt í nokkra flokka: „Til að aka létt­um bif­hjól­um í flokki 1 þarf ekki að ljúka sér­stöku öku­námi og aðeins gerð krafa um að ökumaður sé orðinn 13 ára,“ seg­ir Grét­ar en í flokk 1 falla vél­knú­in öku­tæki á tveim­ur eða þrem­ur hjól­um sem ná að há­marki 25 km/​klst. hraða.

Næst kem­ur flokk­ur AM sem leyf­ir akst­ur mótor­hjóla með allt að 50 cc vél og há­marks­hraða allt að 45 km/​klst. „Til að fá AM-rétt­indi þarf fólk að hafa náð 15 ára aldri, taka 12 kennslu­stund­ir af bók­legu námi, 8 verk­leg­ar kennslu­stund­ir og þreyta próf,“ út­skýr­ir Grét­ar en þeir sem ljúka venju­legu bíl­prófi fá einnig AM-rétt­indi án frek­ari þjálf­un­ar eða prófa.

Rétt­indi til að aka stærri bif­hjól­um skipt­ast í þrjá flokka: A1, A2 og A. Hverj­um flokki fylgja viss ald­urs­skil­yrði og tak­mark­an­ir á því hversu afl­miklu mótor­hjóli má aka. Bók­lega námið fyr­ir flokka A2 og A er 24 stund­ir en nem­end­ur með B-öku­rétt­indi fá 12 stund­ir metn­ar. Fyr­ir A1-rétt­indi þarf að ljúka 5 klst. af verk­legri kennslu en 11 stund­um fyr­ir A2- og A-rétt­indi en hægt er að fá 5 stund­ir metn­ar ef nem­andi hef­ur þegar fengið A1-rétt­indi.

Lág­marks­ald­ur fyr­ir A1-rétt­indi er 17 ár og fyr­ir A2-skír­teinið er miðað við 19 ára ald­urslág­mark. Loks þurfa nem­end­ur að vera orðnir 24 ára til að fá A-skír­teini. „Und­an­tekn­ing frá þessu er að ökumaður sem hef­ur verið með A2-skír­teini í tvö ár get­ur tekið próf til að fá A-skír­teini þó hann hafi ekki náð 24 ára aldri,“ út­skýr­ir Grét­ar.

A1-flokk­ur nær yfir mótor­hjól með slag­rými allt að 125 cc, A2-flokk­ur miðar við afl allt að 35 kw og allt að 0,2 kw/​kg en hand­höf­um A-skír­tein­is er frjálst að aka eins kröft­ugu hjóli og þeim sýn­ist.

Sýni mikla aðgát

Það er ekki að ástæðulausu að mótor­hjóla­rétt­indi skipt­ast í ólíka flokka og að öku­menn verði að ná viss­um aldri til að fá að aka afl­mestu mótor­hjól­un­um. Kraft­mikið mótor­hjól kall­ar jú á vissa fimi og líka ákveðinn þroska enda get­ur glanni og gúmmítöffari á mótor­hjóli bæði slasað sjálf­an sig og aðra. Að því sögðu þá þykir Grét­ari það leiðin­leg mýta að mótor­hjól þyki hættu­leg far­ar­tæki. „Bif­hjól verður ekki hættu­legt fyrr en því er ekið óvar­lega og ekki í sam­ræmi við aðstæður. Það er und­ir öku­mann­in­um sjálf­um komið hversu hættu­lega eða ör­ugg­lega hann ekur.“

Bif­hjóla­menn þurfa að temja sér sér­staka aðgát og seg­ir Grét­ar oft sagt að öku­menn mótor­hjóla verði að hugsa fyr­ir tvo: bæði fyr­ir sig og fyr­ir aðra veg­far­end­ur. „Mun­ur­inn á því að aka mótor­hjóli og bíl er að ökumaður mótor­hjóls er óvar­inn í árekstri. Því miður vill það ger­ast að aðrir öku­menn sjá ekki aðvíf­andi mótor­hól eða van­meta fjar­lægð og hraða hjóls­ins og t.d. aka í veg fyr­ir mótor­hjólið á gatna­mót­um. „Á mótor­hjóli þarf fólk að temja sér að vera stöðugt á varðbergi og meðvitað um hvar vara­sam­ar aðstæður gætu skap­ast.“

Að því sögðu þá er ekki neitt sér­stak­lega erfitt að læra að aka mótor­hjóli og seg­ir Grét­ar að nem­end­ur þurfi yf­ir­leitt ekki fleiri verk­lega tíma en lög kveða á um. „Það sem helst er verið að þjálfa í verk­legu tím­un­um er að stjórn­un hjóls­ins verði ósjálfráð svo ökumaður þurfi ekki að hafa hug­ann sér­stak­lega við það að skipta um gír með fæt­in­um eða gefa inn og bremsa með hönd­un­um.“

Kennsla og próf­taka fara fram á mótor­hjóli öku­skól­ans og hægt að fá lánaðan hlífðarbúnað. „Það er samt æski­legt að nem­end­ur hafi a.m.k. fjár­fest í eig­in hjálmi og við hefj­um ekki æf­inga­tíma öðru­vísi en að nem­andinn sé klædd­ur í al­menni­leg­an hlífðarfatnað frá toppi til táar,“ seg­ir Grét­ar.






 https://www.mbl.is/bill/frettir/2020/07/01/bifhjolafolk_tharf_ad_hugsa_fyrir_tvo/