4.5.20

Prjónmaskína á Akureyri

Eins og sjá má eru þarna viftur til að hjálpa til við að kæla hjólið.
og öryggisól til að varna því að hjólið fari of langt.
Um þessar mundir eru útskriftir hjá verknámsnemum í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Einn þessara nema Hrannar Ingi Óttarsson smíðaði ansi frumlegt útskriftarverkefni.

Eða eins og hann orðaði það :
Lokaverkefnið mitt í stálsmíði klárt. Margra mánaða vinna sem er búin að vera mjög krefjandi enn verulega skemmtileg. Sáttur með útkomuna og nú verð ég eflaust betri að prjóna á mótorhjóli.

Tían Bifhjólaklúbbur óskar Hrannari innlega til hamingju með þetta glæsilega tæki og hlökkum til að fá að prófa á næstu misserum,  en hann lofar að koma á einhverja af okkar viðburðum og leyfa okkur að skoða og prófa..


Hér að neðan er hægt að sjá hve mikil vinna fór í verkið :
















 Stórglæsilegt hjá Hrannari

Hjólaferð Tíunnar 3. maí

3.5.20

Slysið í Eyjafirði

Kastaðist af mótór­hjóli þegar sendi­bif­reið var ekið í veg fyrir það Ökumaður mótorhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri.

Um hádegið barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibifreið og mótorhjól höfðu lent saman.

Ökumaður mótorhjólsins var sagður hafa kastast af hjólinu talsverða vegalengd eftir að sendibifreiðinni hafði verið ekið í veg fyrir mótorhjólið, er segir í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins.

Einn maður er sagður hafa verið í sendibifreiðinni og kenndi hann ekki til eymsla eftir áreksturinn, að sögn lögreglu.

Ökumaður mótorhjólsins var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri. Hinn slasaði er sagður hafa verið með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað frekar um líðan hans að svo stöddu.
Sunnudagur 3. maí 2020

1.5.20

Royal Enfield mótorhjól

Royal Enfield mótorhjólin eiga sér 119 ára langa sögu, þar af 57 síðustu árin í Indlandi. 

Í framleiðslunni hefur lengstum verið haldið fast í gamlar hefðir. Það er eiginlega fyrst nú sem talsvert róttækar breytingar eru að eiga sér stað. Nýjar vélar eru komnar til skjalanna í stað gömlu steyptu og þungu vélanna sem hafa verið nánast eins síðust 60 árin. Þær nýju eru bæði eru hljóðlátari auk þess að eyða og menga mun minna en þær gömlu.
Nýju vélarnar eru enn sem fyrr aðeins eins strokks og enn eru þær að rúmtaki annars vegar 350 rúmsm og hins vegar 500 rúmsm. Afl þeirrar síðarnefndu er tæplega 30 hö.  sem kannski þykir ekki mikið. En Royal Enfield hjólin hafa aldrei verið og eru engin tryllitæki. Í byggingu þeirra er öll áherslan á einfaldleika, notagildi og mikla endingu.
Royal Enfield mótorhjólin hafa allt frá því að framleiðslan fluttist til Indlands frá Bretlandi fyrir 57 árum, átt tryggan heimamarkað á Indlandi þrátt fyrir harða samkeppni við japönsk mótorhjól og á seinni árum kínversk.  Sala hjólanna var jöfn og hægt vaxandi þar til nýju vélarnar komu til sögunnar 2010. Þá tók hún 40% stökk upp á við og fór í 74.600 mótorhjól árið 2011. Í framhaldinu er nú unnið að miklum endurbótum og endurnýjun í meginverksmiðjunni í Chennai en að þeim loknum verður hægt að auka framleiðsluna um helming.
Royal Enfield hjólin hafa síðan framleiðslan fluttist frá Bretlandi til Indlands, verið fyrst og fremst framleidd fyrir heimamarkaðinn. Lítilsháttar útflutningur hefur átt sér stað til Evrópu og Bandaríkjanna og fáein Royal Enfield hjól eru meira að segja skráð hér á landi. Á síðasta ári voru seldust einungis 3.200 hjól til annarra landa, en með vaxandi framleiðslu er ætlunin að efla útflutninginn og byggja upp sölu- og þjónustunet í Malasíu og á Filippseyjum og í Þýskalandi og Frakklandi.
04.12.2012

30.4.20

Engin 1. Mai keyrsla

Frá örófi hjóla þá hefur 1.maí hópkeyrslan verið fastur hluti af tilveru mótorhjólamanna í Reykjavík og á Akureyri.  Sniglar eru ætíð með risa keyrslu í Reykjavík þar sem hjólafjöldinn hefur verið stundum á annað þúsund.
Og hér á Akureyri hefur Tían séð um hópkeyrslur fyrir norðanmenn.

Covid 19 setur strik í reikninginn. 
Frekar kuldalegur 1 maí 2020 á
Norðurlandi samkv Veðurspá

Nú verða engar hópkeyrslur á 1 maí. Og sýnist manni að veðurguðirnir hafi hvort sem er ekki verið okkur hliðhollir þetta árið hér fyrir norðan því veðurspáin er frekar kuldaleg.

Vonandi losnar þjóðin flótlega úr þessum höftum og við getum  haldið Hjóladaga og Landsmót óáreitt fyrir vírusnum ógeðfelda.




Landmannalaugaferð Snigla 1992

Landmannalaugar 92


Föstudaginn 4. september var farin hin árlega baðferð snigla í Landmannalaugar.

Þeir sem fóru voru : Heiddi, Bjöggi Plóder, Einar hestur, Mæja stykki, Stjáni sýra (með vindilinn í kjaftinum) , Dóri dráttur, Arnar standbæ og Hlöðver á jeppa og einnig einhverjar konur á litlum japönskum bíl með slappa kúplíngu.



Þegar lagt var af stað úr bænum var klukkan um 19 og var stoppað fyrst hjá Arnari standbæ á Selfossi, en hann sagðist ekki koma fyrr en daginn eftir vegna anna. Þegar lagt var af stað frá Selfossi var klukkan farin að ganga 21 og var ekið all greitt að Vegamótum og tekið bensín. Um kl 22 var ekið upp að vegamótum Landmannaleiðar og hófst nú akstur í léttara lagi. Sem svo oft áður voru Bjöggi og Einar fremstir og þegar þeir voru búnir að purra u.þ.b. 10 km inn á Landmannaleið vildu þeir ekki trúa því sem fyrir ökuljós bar, því það ver nefnilega snjór og hálka, við þetta æstust þeir verulega og óku bara enn hraðar og stoppuðu ekki fyrr en þeir höfðu farið yfir fyrstu lækjarsprænuna, á eftir þeim voru Hjörtur , Mæja og Röggi en það vantaði Heidda og Steina. 
Það sem hráði var að Haraldur Heidda líkaði ílla aksturmáti eiganda síns og tók upp á því að reyna að flýta för þeirra félaga með því að starta stanslaust í hinni mestu óþökk eiganda síns og aftengdi Heiddi þá startarann og hélt inn í hríðina. 
 Þegar Heiddi og Steini voru komnir til hinna var haldið aftur af stað og nú var hálkan orðin all veruleg en enn var ekið áfram og nú á enn meiri ferð en áður og mátti sjá þriggja stafa tölur af og til á mælaborðinu þarna í hálkunni. Þennan aksturmáta líkaði Hallanum hans Heidda svo vel að afturendinn vildi ólmur taka framúr þeim fremri og endaði það með því að Heiddi fékk ótímabært sandbað.


Þegar komið var upp í Landmannalaugar var þar enginn snjór, en það var ákveðið að vera í skálanum í þetta sinn, en þegar við vorum að koma okkur fyrir inn í skálanum fréttum við af Stjána sýru, Ofurbaldri og Dóra drátt ,plús ljósku sem væru á leiðinni og færu þau sér hægt ( sennilega vegna þess að Stjáni hefur viljað halda glóðinni logandi í vindlinum).


Mest alla nóttina Notuðu Sniglar til að skola af sér sand og skít með sandi og skít í laugunum fram eftir morgni.


Daginn eftir átti að fara út að purra, en vegna slyddu og snjókomu var beðið til fimm um daginn með að fara út, en í millitíðinni kom Jón Páll á krossara er hann hafði fest kaup á daginn áður. Um fimm leytið gerði hins vegar hið besta veður og var farið út að purra um stund, en einna skemmtilegast var að leika sér í ánum eins og svo oft áður. Þegar líða tók á kvöldið byrjaði veðrið að vesna og þá kom Arnar standbæ og ungfrú Noregur. 
 Síðar um kvöldið gerði dæmigerða íslenska stórhríð með hávaða roki og var það hin mesta skemmtun að sjá túrhestana vera að koma inn í skálann eins og snjókalla með hálfniðurtekin tjöld og brotin í þokkabót. 
   Við þetta æstumst við Steini upp og ákváðum að fara í bæinn í þessu veðri og þar með búa til okkar eigin ævintýri. Eftir að hafa fundið hjólin í snjónum og klætt okkur vel var haldið af stað rúmlega 12 á miðnætti. Það var u.þ.b. 10 sm jafnfallinn snjór þegar við lögðum í hann en eftir um 5km akstur var snjórinn farinn að ná vel upp á mótor og var orðið vont að aka á veginum ( sem þarna er að mestu niðurgrafinn og fullur af snjó) svo við ókum mikið utanvegar, en eftir um 30 mín akstur sáum við ljós á bíl og var þar á ferð Skúli Gauta á svarta gamla bandwagon og var hann nýbúinn að snúa við vegna ófærðar fyrir þennan eðalvagn. Stoppuðum við litla stund hjá Skúla og þáðum þær veitingar sem voru í boði og héldum síðan áfram og átti nú ekki að stopp í bráð, en ég hef þótt líkegur til að detta og líklega datt ég enda Líklegur, en hjólið var líklega í lagi og var því haldið áfram og ekki stoppa fyrr en á Vegamótum.  Síðan var haldið á Selfoss og komið þangað rúmlega þrjú og fengum við okkur kaffi hjá tugtanum á Selfossi og héldum við svo heim til okkar kerlinga sem biðu okkar með heitt rúmið.


Að öðrum Sniglum er það að frétta að þeir fóru af stað um og eftir hádegi og var enn hin mesti snjór (svo mikill að japanski bíllinn sem Bryndís Plóder ók var að fara Sigölduleið). 

Allir komu þeir aftur eins og segir í kvæðinu og fóru allir á hausinn og það allt upp í þrisvar sinnum nema Einar hestur og Arnar standbæ ( það gæti orðið erfitt að slá þetta met). Af litla japanska bílnum hennar Bryndísar er það að frétta að hún fór Sigölduleið sem var mun snjólettari og fylgdi Jón Páll henni, en sökum kvennsemi sinnar og löngunar til að komast inn í bílinn þá flýtti hann sér að bræða úr hjólinu svo hann kæmist inn í bílinn (gamla trixið er að segjast vera bensínlaus Jón Páll).
Jón Páll flýtti sér svo mikið inn í bílinn að hann vissi ekki hvar hann var, og fór svo að hann fann ekki hjólið þegar hann hugðist sækja það seinna.

Líklegur og fl..........
Sniglafréttir 92








Yfir 100 ára gömul ferðasaga.

 Formáli
Heimildamaður Sniglafrétta hafði tal af manni nokkrum sem áræðanlega er einn af elstu núlifandi manna er ferðast hefur á mótorhjóli. 

Hann heitir Óli Ísaksson og 91 árs. (núna 2020 væri hann 122 ára)

Það var haustið 1916 að ég fór að vinna hjá H.D umboðinu þá 18 ára.
Vorði eftir (2017) komu fyrstu HARLEY hjólin til landsins, og ég fór strax að prufa þessa nýju fáka og líkaði bara vel.
Þá voru auglýsingar lítið þekktar og voru því starfsmennirnir látnir aka um bæinn og sýna þessa mótorhesta.
Það var um mitt sumar að ég fékk hjól lánað til að skreppa á Eyrarbakka (þar ólst ég upp).
Ég tók daginn frekar snemma lagði af stað frá Reykjavík upp úr
 kl 8:00 og ók sem leið lá  í hlykkjum og skrykkjum að Kolviðarhóli (Kolviðarhóll er rétt neðan við Skíðaskálann í Hveradölum) Þar var veitingaskáli í gamla daga og var þar stoppað og drukkið kaffi.
Þvi næst var heiðin grýtt og hlykkjótt og skrambi erfið yfir að fara.  Næst var stoppað í Hveragerði fyrir kaffi og flatkökur.
Þá var bara láglendið eftir og þegar ég kom á Eyrarbakka var ég búinn að vera tæpa fjóra klukkutíma á leiðinni og þótti það OFSAAKSTUR.
Ég hef heyrt að menn fari þessa leið á 30 mínutum , er það satt ?..
Óli

P.S.
Þegar Óli fór að vinna á skrifstofu H.D. þurfti hann að sjálfsöögðu að vera í klæðskerasaumuðum jakkafötum og kostuðu þau 29 kr. En Óli átti bara 9 krónur og tók því víxil upp á 2x10 krónur í tvo mánuði.
    Árið 1917 þurftu menn að vera 21. árs til að taka ökupróf og var óli því próflaus í þessari ferð.
1919 tók svo Óli ökupróf og keyrir ennþá bíl og er ökuskirteinið hans nr. 86.........

Viðtalið tók Hjörtur Líklegur  no. 56
Sniglafréttir 1989