20.7.19
19.7.19
18.7.19
1800 kílómetra prufuakstur á BMW GS1250 HP
Síðustu vikuna í maí var mér boðið í mótorhjólatúr með fjórum amerískum mönnum á sextugsaldri hringinn í kringum Ísland á vegum innflutningsaðila BMW mótorhjóla á Íslandi. Hjólið sem mér var afhent til ferðarinnar var BMW GS 1250 HP.
Vel útbúið til langferða í íslenskum kulda og vindi
Í byrjun júní 2016 skrifaði ég hér um BMW GS1200, það hjól var með 125 hestafla vél og fínt að keyra í alla staði, en nú er komið nýtt og enn betra hjól sem er hlaðið af aukabúnaði og þægindum. Nýja hjólið er með tveggja strokka boxervél sem er 1254 cc og á að skila 134 hestöflum og togar 143Nm. á 6250 snúningum.
Munurinn á gömlu vélinni og þeirri nýju er ekki nema 9 hestöfl, en þessi fáu hestöfl virðast vera ótrúlega stór hestöfl og munurinn á gömlu og nýju vélinni mikill.
Þetta hjól er með ABS bremsur, spólvörn, hita í handföngum, stillanlega fjöðrun, hraðastilli (cruse control), brekkuaðstoð (hillholder), fjórar mismunandi stillingar og viðbragð á vél (rain, road, enduro og dynamic) og kúplingslausa skiptingu (quick-shifter). Flest af þessu var í eldra hjólinu, en hraðastillirinn er nýtt fyrir mér (hins vegar búið að vera í mörgum mótorhjólum í um 30 ár, keyrði fyrst hjól með hraðastilli 1988 sem er Honda GoldWing).
Var settur á sérstakt sýningarhjól hlaðið aukabúnaði
BMW GS 1250 er hægt að fá í nokkrum útgáfum, en ódýrast er hjól sem nefnist GS1250, en hjólið sem ég var á nefnist HP og hafði verið sem sýningarhjól í Þýskalandi í vetur. Þetta hjól var hlaðið aukabúnaði sem var sérstaklega sett á hjólið til að það myndaðist betur (búið að „blinga“ í botn). Auka fótpedalar, gírskiptir, fótbremsuhemill, ventlalok, lok framan á mótorinn, handföng, speglar og grófari dekk, svo eitthvað sé nefnt (innflutningsaðilinn vildi meina að alls væri aukabúnaður á hjólinu að verðmæti um 500.000).
Aksturinn varð alltaf ánægjulegri eftir því sem leið á
Fyrsti dagurinn var stuttur og eingöngu malbik, en strax fann ég muninn frá fyrra hjólinu, stærri og betri speglar, stærri fótstig (fótpedalar) og svo var það mótorinn sem var að vinna allt öðruvísi. Togið var meira og snerpan meiri, svo var það að keyra með „cruse control“, það var svolítið mikið nýtt fyrir mér sem með tímanum var eins og gott hjónaband, ástin bara jókst með tímanum og dögunum.
Eftir fyrsta dag vorum við allir sammála um að hjólin væru hreint æðisleg og í spjalli yfir kaffibolla í lok dags kom í ljós að tveir af ferðafélögum mínum höfðu aldrei ekið á malarvegi á mótorhjóli.
Annar sextugur og hinn fimmtugur og sá ég þarna gott tækifæri til að sjá hvað gott hjól gerir fyrir óvanan mann á möl. Sá eldri hafði aldrei keyrt mótorhjól standandi svo að hann var skoðaður sérstaklega. Ég keyrði ýmist til beggja hliða og fyrir aftan hann standandi horfandi yfir axlir hans að fylgjast með í hvaða gír og á hvaða hraða hann væri á. Það tók hann ekki nema á milli 5 og 15 km að fara úr 50 km hraða á malarveginum upp í löglegan hraða, svo gott var hjólið undir honum. Á 40 ára mótorhjólaferli mínum hef ég aldrei séð mann ná réttri tækni við malarakstri og þennan mann.
Flest aðeins betra og BMW þolir meiri hliðarvind en önnur hjól
Í lok ferðarinnar fór ég upp á Kvartmílubraut til að skoða hámarkshraða hjólsins, enginn á brautinni og því hægt að skoða alveg frá enda í enda og hjólið hentist upp í póstnúmerið í Hafnarfirði, en þar hægðist á krafti fjórum kílómetrum hraðar, var komið nóg.
Greinilegt að nýja ventlakerfið er að koma hjólinu vel áfram bæði í hestöflum og togi. Þessir 1800 km sem ég ók voru við misgóðar aðstæður og stóðst hjólið allar þær kröfur sem gott ferðahjól þarf að standast, þó er mín reynsla að BMW mótorhjól eru afar vel hönnuð til aksturs í miklum vindi og síðasta daginn var mikill hliðarvindur og ekki hefði ég viljað hafa verið á öðru hjóli við þessar aðstæður en einmitt á þessu hjóli. Ég hef keyrt BMW hjól síðustu 14 árgerðir, með hverju nýju hjóli er alltaf smá munur sem er betri. BMW 1250 HP er 249kg fullt af bensíni. Verðið á hjólinu er nálægt 4.000.000, en fer algjörlega eftir hve mikið af aukabúnaði er pantað með hjólinu. Persónulega mæli ég eindregið með að kaupa strax við pöntun veltigrindur á hjólið. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Eiður hjá Reykjavík Motor Center, Flatahrauni 31, Hafnarfirði.
Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
9.7.19
Hjóladagar Tíunnar (Dagskrá)
![]() |
| Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts kynnir |
Dagskrá Hjóladaga 19-20 júlí
Við byrjum Hjóladaga að þessu sinni á Keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar.Þar ætlum við að hafa leikdag í því formi að allir gera láti reyna á getu sína í að spyrna hjólinu sínu á keppnisljósum.
Allir að skrá sig þetta er aðalega til gamans gert og samt pínu alvara því þetta er roslega góð æfing á getu þína og um leið góð æfing í að kynnast hjólinu þínu og getu þess.
Margir flokkar hvort sem þú er á hippa eða racer nú eða alger byrjandi þá eru flokkur fyrir byrjendur..
Á eftir þá grillum við og og tjúttum eitthvað á staðnum kannski með lifandi tónlist fram á nótt í klúbbhúsnæði B.A.
Skráið ykkur í ljósaæfinguna hér í tenglinum að neðan , um að gera að prófa og vera með. ( Athugið Dagskráin er hér fyrir neðan í sjá nánar)
Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....
KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00
23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt
Laugardagur 20 júlí
Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu
13:00 Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.
17:00-20 Steikhúsferð á T-bone Steikhouse fyrir þá sem vilja...
Tilboð fyrir hjólafólk Pantanir hjá Siggu Formanni 6611060
20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við Mótorhjólasafnið.
Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....
Dagskrá Hjóladaga :
FÖSTUDAGUR 19 Júlí...KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00
Skráning í æfingarspyrnuna er hér
kl 21-23 Grillað og með því23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt
Laugardagur 20 júlí
Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu
13:00 Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.
17:00-20 Steikhúsferð á T-bone Steikhouse fyrir þá sem vilja...
Tilboð fyrir hjólafólk Pantanir hjá Siggu Formanni 6611060
Val um 200gr nautalund eða Rib eye 350gr með grilluðu grænmeti, smælki og bernaise sosu a 3990kr .
Svo 150gr bbq hamborgara með karmeluðum lauk, beikoni, salati og frönskum 2790kr .
Einnig bjor a dælu á 750kr og vínglas a 1000kr.
Svo annars 10% afslátt af öllu öðru.
20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við Mótorhjólasafnið.
| Krakkarnir munu elska þennann á svæðinu |
1.7.19
Veður, gengi og efnahagsástand hafa áhrif
![]() |
| Karl Gunnlaugsson segir sölu torfæruhjóla ekki virðast eins viðkvæma fyrir leiðinlegu veðurfari. mbl.is/Hari |
Salan hefur gengið ágætlega hjá KTM Íslandi ehf., umboðsaðila bæði KTM og Husqvarna. Virðist hjálpa að fyrirtækið selur langsamlega mest af motocross- og enduro-mótorhjólum og eins og fólkið sem hefur gaman af þannig sporti setji það síður fyrir sig ef að sumarið er blautt.
„Síðasta sumar byrjaði að rigna 10. maí og rigndi nánast sleitulaust fram til 10 águst, og það hafði greinileg áhrif á sölu á götuhjólum og svk. adventure-hjólum,“ segir Karl Gunnlaugsson eigandi og framkvæmdastjóri verslunarinnar. „Á enduró-hjóli þá þykir það aftur á móti ákjósanlegra, ef eitthvað er, að hafa smá rigningu því þá er minna ryk og hægt að ná betra gripi. Smá skúrir koma ekki að sök þegar fólk skýst eftir vinnu til að skemmta sér í Bolöldu í tvo eða þrjá tíma, og bara frískandi að finna úðann. Hins vegar er lítið gaman af því að fara t.d. í tveggja daga hringferð um Vestfirði á veglegu ferðahjóli og vera blautur allan tímann.“
Óhætt er að segja að Karl hafi veðjað á réttan hest þegar hann stofnaði KTM á Íslandi fyrir aldarfjórðungi. „Um það leyti var verið að reisa KTM í Austurríki úr gjaldþroti, með um 200 starfsmenn og 6.000 mótorhjól framleidd árlega. Í dag starfa aftur á móti 4.000 manns hjá KTM og smíða meira en 300.000 mótorhjól ár hvert. Núna er KTM orðið fjórði stærsti mótorhjólaframleiðandi heims á eftir Honda, Yamaha, og Kawasaki.“
Láta eftir sér mótorhjól þegar fjárhagurinn leyfir
Salan á bifhjólum virðist fylgja sölu á bílum, nema hvað mótorhjólamarkaðurinn er ögn lengur að taka við sér eftir niðursveiflu. Virðist þumalputtareglan að mótorhjólasala taki að glæðast um tveimur árum seinna en salan á bílum. „Við sáum þetta gerast eftir bankahrun, að fólk sló því á frest að endurnýja heimilisbílinn og byrjaði sala nýrra bíla ekki að fara af stað fyrr en um 2012, og mótorhjólasalan 2014 og 2015. Að kaupa mótorhjól er lúxus sem fólk ýtir til hliðar þangað til það er búið að koma fjárhag heimilisins í gott horf,“ útskýrir Karl og bætir við að síðasta ár hafi verið það besta í versluninni síðan 2008. „En rétt eins og á bílamarkaði fundum við fyrir samdrætti í ágúst og hefur salan í hverjum mánuði síðan þá verið minni en í sama mánuði árið á undan.“
Mótorhjólamarkaðurinn virðist því kólna nokkuð hratt þegar óvissa ríkir efnahagslífinu og bendir Karl jafnframt á að í ljósi þess hve mótorhjólamarkaðurinn sé smár þá komi breytingar á gengi hratt fram í verði. „Við eigum sáralítinn lager og flest þau mótorhjól sem við pöntum inn eru þegar seld. Veltan er ekki svo mikil að ráðlegt væri að koma upp einhvers konar gengisvörnum.“
Rafmögnuð framtíð
Gaman hefur verið að fylgjast með þróuninni í mótorhjólasmíði undanfarin ár. Framleiðendur eru duglegir við að kynna áhugaverðar nýungar og t.d. að KTM svipti árið 2018 hulunni af fullkomnum tvígengismótor með beinni innspýtingu og betri útblásturstölum. Þá virðist að í mánuði hverjum megi lesa um ný rafmagns-bifhjól sem ýmist eru þegar komin á markaðinn eða væntanleg innan skamms. Þóttu það t.d. stórmerkileg tíðindi að Harley-Davidson, sem þekkt er fyrir hávær og vígaleg motorhjól sem anga bæði af testósteróni og bensíni, tefldi fram rafmagns-mótorhjólinu LiveWire.
Karl segir það í sjálfu sér ekkert nýtt að framleiðendur geri tilraunir með rafmagns-bifhjól, en það hafi háð þróuninni bæði að rafhlöðurnar hafa verið dýrar og þróunin í rafhlöðutækni svo ör að áður en hægt var að gera hugmyndahjól að veruleika var ný og betri tækni komin.
Karl játar að hann sé svolítið íhaldssamur, og hafi sínar efasemdir um rafdrifin mótorhjól, rétt eins og hann hafði efasemdir um ágæti rafmagnsbíla – allt þar til hann fékk að reynsluaka Teslu. „Næstu fimm til tíu árum eigum við vafalaust eftir að sjá töluverðar breytingar á framboði og sölu rafmagns-mótorjóla og grunar mig að rafmagns-hjólin muni stækka markaðinn með því að laða að kaupendur sem hefðu annars ekki fjárfest í mótorhjóli.“
Er margt sem gerir rafmagns-bifjól að áhugverðum valkosti, s.s. lágur þyngd
arpunktur og mikið tog. „Þá þarf ekki grískiptingu svo að auðveldara ætti að vera að læra á þessi hjól, og smíði þeirra er einfaldari þannig að reikna má með minna sliti og lægri viðgerðar- og viðhaldskostnaði,“ segir Karl en bætir við að enn sem komið er virðist rafmagns-bifhjól hafa nokkuð takmarkað drægi sem myndi gera þau óhentug til langferða. „En sem samgöngutæki innanbæjar, hvað þá í góða veðrinu á meginlandi Evrópu, ættu rafmagns-bifhjól að vera alveg tilvalin.“
arpunktur og mikið tog. „Þá þarf ekki grískiptingu svo að auðveldara ætti að vera að læra á þessi hjól, og smíði þeirra er einfaldari þannig að reikna má með minna sliti og lægri viðgerðar- og viðhaldskostnaði,“ segir Karl en bætir við að enn sem komið er virðist rafmagns-bifhjól hafa nokkuð takmarkað drægi sem myndi gera þau óhentug til langferða. „En sem samgöngutæki innanbæjar, hvað þá í góða veðrinu á meginlandi Evrópu, ættu rafmagns-bifhjól að vera alveg tilvalin.“
1.7.2019
30.6.19
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)








