24.9.18

Haustógleði 2018

Einar Hest-Húsar einum Strengjabjór
Haustógleðin 2018 var haldin á hefðbundum slóðum í ár upp á Hrappstöðum hér ofan við bæinn,(sem var orlofsbústaður Heidda) nema nú vorum við í nýbyggingu Jóa rækju sem var með stórum sólpalli og mun betri aðstöðu til svona skemmtunar. Veðrið var frábært blankalogn og svalt og eldurinn í útikamínunni og arininum inni ásamt smá brjóstbirtu gerði það að verkum að engum varð kalt.

9.9.18

Haustógleði Tíunnar Nálgast



Já!!!  Gríðarlega magnað hjólamanna partý er framundan. 22.september

Undibúningur stendur yfir og er búið að smíða og brasa og græja og drekka til að gera okkur þetta fært, og hlakkar okkur gríðalega til að halda þetta partý í útjaðri Akureyrar á heimil Rækjunnar að Hrappsstöðum.