Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar héldu á dögunum 2 aksturstækninámskeið, annað á höfuðborgarsvæðinu og hitt á Akureyri. Anders Hjelm og Niklas Lundin frá SMC sænsku mótorhjólasamtökunum kenndu á námskeiðunum. Aðaláhersla var á beygjutækni og voru settar upp fjórar æfingar þar sem byrjað var á spjalli og síðan ekið nokkra hringi og síðan farið yfir hvernig gekk.
Þeir sem hafa pantað lykla frá Skeljungur og eru ekki með tiumerkið aftan a vinsamlegast hafið samband við mig en ef þu hefur pantað kort og ekkert er ritað a kortið (meðlimur tiunnar) vinsamlegast pantaðu aftur.
Skeljungur og stjórn tíunar biðjast afsökunar á þessum byrjunar erfiðleikum.