30.5.17

Bjölluhringingarathöfn 1 júní 2017


Þar sem eitt mótorhjól stoppar kemur alltaf annað skömmu síðar

Drekar huga að hjólum sínum við Olís á Reyðarfirði.
Mynd: Hjalti Stefánsson

Drunur mótorhjólanna er eitt af því sem fylgir hækkandi sól á vorin. 

Félagar í Drekum, Vélhjólaklúbbi Austurlands, hafa dustað rykið af hjólunum og fært þau út á göturnar. Félagar hittast vikulega til að bera saman bækur sínar.

„Þetta er tólf ára gamall félagsskapur, stofnaður með það göfuga markmið að stuðla að sem mestri samstöðu bifhjólafólks á Austurlandi. Við erum með 120 manns á félagatali, þar af má segja að helmingurinn sé virkur. Það er gríðarlega mikið hjarðeðli í mótorhjólamönnum. Sjálfstæði bækerinn er bara goðsögn. Þar sem eitt mótorhjól stoppar kemur alltaf annað skömmu síðar,“ segir Högni Páll Harðarson félagsmaður.

Saga Högna er lík sögum margra annarra sem heillast af vélfákunum. Hann segist hafa fengið mótorhjóladelluna ungur að árum en „haldið henni lengi í skefjum með ýmsum aðferðum, aðallega