15.1.21

Ættfræði gamalla mótorhjóla

 

Harley-Davidson á Íslandi í rúm 100 ár:

– Njáll Gunnlaugsson blaðamaður kallar eftir aðstoð lesenda vegna bókarskrifa

Njáll Gunnlaugsson, blaðamaður og ökukennari, er um þessar mundir að skrifa um sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. Hann hefur áður skrifað bókina „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ sem kom út árið 2005 og er þessi bók annað bindi í þeirri ritröð.

Saga Harley-Davidson á Íslandi hófst snemma en fyrstu hjólin sem hingað komu voru af 1917 árgerð. „Mér líður dálítið eins og ættfræðingi í þessu verkefni því að oft þarf að finna út úr því hver átti hjólið á hvaða tíma og bera saman við myndir sem til eru af hjólunum,“ segir Njáll um bókarsmíðina

ókarsmíðina. „Tökum til dæmis myndina með greininni, sem sýnir fjóra menn á Harley-Davidson 1929- 31 árgerð. Elsta mótorhjólið má þekkja af tvöföldu framljósunum en myndina tók Gissur Erasmusson rafvirki sem átti tvö HarleyDavidson mótorhjól fyrir stríð. Gissur lést 1941 og átti R-93 hjólið þegar það var með númerið RE-93. Það hjól seldi hann í ágúst 1937. RE-472 er einnig á myndinni en það númer var á hjólinu meðan Guðni Sigurbjarnason járnsmiður átti það, en hann seldi það 1938,“ segir Njáll um eigendur hjólanna á myndinni.

Nánast ekkert eftir

„Ég ákvað að setjast niður og skoða hversu mikið efni ég ætti til um Harley-Davidson þegar COVID-19 skall á okkur og ég neyddist til að fara í kennsluhlé frá ökukennslunni. Ég byrjaði á að taka saman hvað ég ætti til um hjól frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina og þá kom í ljós að ég var með skráningar um flest þeirra og myndir af meira en helmingi þeirra.“

Leitin að heimildum um hjólin hefur leitt Njál víða og í sumar kom í ljós að skráning á fyrsta Harley-Davidson lögregluhjóli Íslands leyndist í Danmörku. Hjólið fannst að lokum en reyndist þá svo mikið breytt að nánast ekkert var eftir af upprunalega hjólinu. „Við komumst þó að því að mótorinn var í hjólinu fyrir um það bil þremur árum síðan og höfum ekki gefið upp alla von um að hann muni finnast. Eins er verið að rekja slóð annars Harley-Davidson lögregluhjóls sem var af 1955 árgerð, en það var selt til Danmerkur kringum 1970. Það hjól er af 1955 árgerð og er upprunalegt en það var nýlega selt til Þýskalands.“

Óskar eftir upplýsingum

Það er nú einu sinni þannig með söguna að alltaf er að bætast við hana og til þess að bókin verði betri vill Njáll auglýsa eftir öllu því sem tengst getur sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. 

„Það er alveg sama hvað það er, myndir, sögur, þess vegna hlutir úr gömlum Harley-Davidson mótorhjólum. Eflaust hafa mörg þeirra verið seld úr landi og þá mörg hver til Danmerkur. Um 40 hjól komu hér fyrir stríð svo vitað sé og ég hef aðeins náð að finna leifar af fimm þeirra. Sum þeirra voru á skrá þar til á sjötta eða sjöunda áratugnum og gætu leynst hér enn þá.“ 

Þeir sem vilja hafa samband við Njál með upplýsingar um sögu Harley-Davidson er bent á að skrifa honum tölvupóst á njall@adalbraut. is eða að hringja í síma 898-3223. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021 ef allt gengur eftir. /VH 

Bændablaðið  jan 2020

13.1.21

Hurð komin í Tíuherbergið á Safninu

 Mótorhjólasafn Íslands er glæsilegt hús án því er enginn vafi.  En húsið er langt því frá að vera fullklárað. Einn fjórði af húsnæðinu hefur ekki verið fullkárað enda er ekki ókeypis að byggja.


Safnið fékk notaða hurð að gjöf frá Háskólanum á Akureyri með hurðakarmi og gluggum og fékk hurðin því nýjan tilgang.
Hurðin leysir af hólmi ljótri bráðabirgða harmonikku
 hurð sem sést einnig á myndunum.     (Sigurður Smiður.)
 
Hurðin passaði auðvitað ekki nákvæmlega í hurðagatið á Tíuherberginu, en með talsvert miklum breytingum þar sem áður var efri gluggi var efnið nýtt til að breikka hliðarglugga og láta hurðarstykkið passa í gatið.

Verkið var gert af  Sigurður Halmann Egilsson smið og Tómasi Jóhannsyni  og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.
En nú þarf bara að setja snyrtileg gler í nýju hurðina. 

Stefnt er á að setja parkett á gólfið og ætlar Tían og safnið í sameiningu að leggja það og eftir það verður Tíuherbergið orðið glæsilegur fundarsalur. 

Frábært verk strákar..