5.1.21

Bíl­skúr sem er á mörk­um þess að vera höll





Á flest­um heim­il­um er bíl­skúr­inn rými sem geng­ur illa að halda í röð og reglu, og sá staður sem helst er reynt að koma í veg fyr­ir að gest­ir fái að sjá. En þegar vin­ir og ætt­ingj­ar kíkja í heim­sókn til Guðmund­ar Árna Páls­son­ar og Maríu Höbbý setja þeir yf­ir­leitt stefn­una beint á bíl­skúr­inn, enda ein­stök upp­lif­un að koma þangað inn. Þau hjón­in hafa það m.a. fyr­ir sið að halda mikla veislu í bíl­skúrn­um á milli jóla og ný­árs og seg­ir Guðmund­ur að ef hann dragi það of lengi að bjóða fólki í gleðskap­inn fari marg­ir að ókyrr­ast og hafi sam­band að fyrra bragði ef ske kynni að gleymst hefði að bjóða þeim.

Ef les­end­ur skyldu eiga erfitt með að ímynda sér hvernig rúma má fjöl­menn­an gleðskap í ein­um bíl­skúr, þá hjálp­ar til að bíl­skúr Guðmund­ar og Maríu er senni­lega með þeim stærri sem finna má hér á landi: „Uppi er tvö­fald­ur bíl­skúr, um 60 fer­metr­ar að stærð, og hægt að færa öku­tæki með bíla­lyftu niður í kjall­ar­ann sem er um 150 fer­metr­ar,“ seg­ir Guðmund­ur. „
Kjall­ara­rýmið er brotið upp af burðar­veggj­um svo ég get ekki nýtt það allt und­ir bíla, en samt rúm­ast með góðu móti tveir bíl­ar niðri og tveir uppi, auk þess að ég er með rými fyr­ir mótor­hjól, pool-borð, pílu­spjald og stórt sjón­varp. Strák­arn­ir okk­ar og vin­ir þeirra eru dug­leg­ir að nota pool- og sjón­varpsaðstöðuna.“

Bíl­skúr­inn er slík undra­ver­öld að blaðamaður veit ekki hvar á að byrja. Guðmund­ur starfar sem múr­ari og hef­ur vandað sig við að skapa fal­lega um­gjörð utan um öku­tæk­in. Þannig eru all­ir vegg­ir flísa­lagðir og á gólf­um eru vandaðar am­er­ísk­ar bíl­skúrs-gólf­flís­ar. Þá eru vegg­irn­ir skreytt­ir með vara­hlut­um, ljós­mynd­um og vegg­spjöld­um og hef­ur Guðmund­ur það fyr­ir reglu þegar fjöl­skyld­an ferðast út í heim að kaupa eitt­hvað skemmti­legt fyr­ir skúr­inn.

Lyft­an í bíl­skúrn­um er síðan al­veg ein­stök, sér­smíðuð af fé­laga Guðmund­ar sem er stálsmiður. „Ég fékk skipa­smíðastofu til að teikna hana upp fyr­ir mig og síðan var hún sett sam­an úr laser-skorn­um pört­um,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að hönn­un­in sé út­hugsuð og m.a. hægt að nota lyft­una sem nokk­urs kon­ar gryfju ef vinna þurfi í und­ir­vagni bíls. „Til viðbót­ar við lyft­una er lok sem leggst yfir opið í gólf­inu svo að nota megi stæðið hvort sem lyft­an er í efstu stöðu eða lægstu stöðu, og glu­ssa­tjakk­ar notaðir til að hreyfa bæði lok og lyftu.“ Tek­ur rétt rúm­lega tvær mín­út­ur að flytja öku­tæki úr kjall­ar­an­um upp í sjálf­an bíl­skúr­inn og er búnaður­inn ein­fald­ur í um­gengni, að sögn Guðmund­ar.

Kem­ur alltaf að bíl­skúrn­um eins og skilið var við hann


Guðmund­ur og María eru sam­rýnd hjón og kallaði það ekki á nein­ar samn­ingaviðræður að fá að hafa bíl­skúr­inn eins og hann er. Bæði eru hjú­in með bíla- og mótor­hjóla­dellu og áður en börn­in komu til sög­unn­ar mátti oft sjá þau Guðmund og Maríu á spani á mótor­hjóli um landið, hann við stýrið og hana aft­an á. Í dag eru þau lík­legri, þegar veðrið er gott á sumr­in, að halda af stað með hjól­hýsi í eft­ir­dragi eða ein­fald­lega taka rúnt um bæ­inn á ein­um af kögg­un­um sem þau hafa fjár­fest í. Á heim­il­inu eru tveir for­láta Ford Mu­stang, Chevr­olet Camaro og Porsche auk svo margra mótor­hjóla að Guðmund­ur þarf að hugsa sig um á meðan hann tel­ur þau fyr­ir blaðamann.


„Camar­oinn átti ég fyr­ir löngu og ók hon­um í sjö eða átta ár og seldi svo frá mér. Hann kom síðan aft­ur á markaðinn fyr­ir nokkru svo ég keypti hann til baka,“ seg­ir Guðmund­ur og upp­lýs­ir að til standi að taka gamla Chevr­olet­inn í gegn og end­ur­nýja með inn­vols­inu úr 2017 Camaro sem pantaður var frá Banda­ríkj­un­um. Áður hef­ur Guðmund­ur gert upp frá grunni for­láta 1969 Ford Mu­stang, og sam­hliða því að dytta að bíl­un­um hef­ur hann það fyr­ir áhuga­mál að gera við göm­ul mótor­hjól.


Spurður hvernig það fari sam­an við starf múr­ar­ans að verja löng­um stund­um í bíl­skúrn­um seg­ir Guðmund­ur að á þeim tím­um árs sem ró­legra sé í vinn­unni sé ágætt að geta komið að bíl­skúrn­um ná­kvæm­lega eins og var skilið við hann og haldið verk­efn­um þar áfram þar sem frá var horfið, enda eng­in hætta á að bíl­skúr­inn og vinnusvæðið fyll­ist af drasli. „Þegar ég lýk vinnu við eitt mótor­hjólið byrja ég á öðru, og svo hef­ur gamli Mu­stang­inn haldið mér við efnið, en hann fékk ég í hend­urn­ar í pört­um fyr­ir þrem­ur árum.“


Gam­an er að segja frá því að áhug­inn á bíl­um og mótor­hjól­um virðist ætla að smit­ast til drengj­anna þriggja sem Guðmund­ur og María eiga, þótt hann komi fram með öðrum hætti en hjá for­eldr­un­um. Elsti son­ur­inn er átján ára en hinir enn á grunn­skóla­aldri. „Þegar vin­ir þeirra koma í heim­sókn finnst strák­un­um gam­an að sýna þeim bíl­skúr­inn, en samt líta þeir meira á bíla sem sam­göngu­tæki en nokkuð annað. Haf­andi al­ist upp í þessu um­hverfi er ekki laust við að þeim þykir flott­ir bíl­ar sjálf­sagður hlut­ur og kannski ekki eins rosa­lega spenn­andi fyr­ir vikið. Ég fékk aft­ur á móti áhuga á bíl­um og mótor­hjól­um ung­ur að árum þegar ég ólst upp í Vest­manna­eyj­um og hef­ur áhug­inn bara auk­ist með aldr­in­um.“


Morgunblaðið 18.2.2020

Ásgeir Ingvars­son

as­geiri@mbl.is


4.1.21

Hringfarinn

Þvert yfir Ameríku

Íslenskir heimildarþættir um ferðalög hjónanna Kristjáns Gíslasonar og Ásdísar Rósu Baldursdóttur. Kristján sem fór hringinn í kringum jörðina á mótorhjóli snýr aftur á hjólið og í þetta sinn er Ásdís Rósa konan hans með í för. Í tilefni af 40 ára brúðkaupsafmæli þeirra ferðuðust þau þvert yfir Bandaríkin um 18 fylki á fimm vikum. Á ferðalaginu upplifðu þau stórkostlega náttúru, sögufræga staði og fjölbreytta flóru mannfólksins. Á leiðinni tóku þau fjölda ljósmynda, myndbanda og héldu nákvæma dagbók sem hér er veitt innsýn í.