13.12.20

1250cc á ísnum fyrir sunnan

 1250 cc Mótorhjól á ísdekkjum er örugglega upplifun út af fyrir sig.

Förum nokkra hringi með Ólafur Arnar Hjartarson Nielsen sem prufaði þetta á dögunum ásamt föður sínum Hjörtur L Jónsson.

4.12.20

Norðlensk Hjólamenning.

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
(Jæja Sniglafréttir á pappír eru komnar út og þá hlýt ég að geta birt greinina sem ég skrifaði í málgangnið).


Hvar hittast hjólamenn á Akureyri:
 Olís og Ráðhústorg. Eru yfirleitt söfnunarstaðirnir.

Á Akureyri voru mótorhjólin komin af stað um leið og fystu snjóa leysti.
Vorið var reyndar í svalari kantinum eftir snjóþungan vetur, en hjólarar margir hverjir létu sig samt hafa það og óku á þurru malbiki milli snjóruðninga lengi fram á vorið.
Covid setti einnig svip sinn á vorið en það virtist ekki há hjólamönnum mikið þeir héldu bara tveggja metrareglunni að mestu og hjóluðu milli kaffihúsa og sveitarfélaga í góðviðrisdögum í sumar.


1. mai hópkeyrsla 

Var plönuð á Akureyri af Tíunni eins og alltaf en út af Covid varð að fella hana niður. Í staðinn var bara farið út að hjóla helgina eftir og fór góður hópur í frábæra dagsferð austur fyrir heiði til Húsavíkur og um innsveitir Aðaldals.

Svo þegar róaðist um í Covid-ástandinumí sumar þá auglýsti Tían hópkeyrslu og fór hún fram 13 júní.
Hún var vel heppnuð, frábært veður og mikið af hjólum allstaðar af landinu.
Okkur fannst reyndar frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni. En túrinn var þrælskemmtilegur.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu mótorhjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg í Fnjóskadal tekin um Víkurskarð og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið í gegnum Vaðlaheiðargöng og á Mótorhjólasafnið þar sem flestir löbbuðu hring þar inni.
Einhver hluti hópsins ætlaði svo að næra sig á Greifanum um kvöldið en daginn eftir var fjölskyldugrillhittingur hjólamanna og fjölskyldna þeirra í Kjarnaskógi í boði Tíunnar, og þar gátu aðkomuhjólarar kýlt í belginn áður en þeir keyrðu heim á leið eftir skemmtilega helgi.



Samstöðufundur við vegagerðina í lok júní.

Eftir hryllilegt mótorhjólaslys á Kjalarnesi skammt frá Hvalfjarðargöngunum þar sem tveir mótorhjólmenn létust og þótti sannað að að ástæðan væri sleipur nýlagður vegkafli, þá tóku mótorhjólamenn hér norðanlands að sjálfsögðu þátt í samstöðufundi með Sniglunum og heimsóttum höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Akureyri á sama tíma og mótorhjólamenn fyrir sunnan heimsóttu vegagerðina fyrir sunnan. Um 30 hjól mættu þar og mótmæltu með reyndar frekar stuttum fyrirvara.

Landsmót 

Spennan varðandi landsmót var gríðarleg þar sem ekki var vitað hvort við ættum halda mótið.

En það kom svo í ljós að það mátti og var landsmótið haldið að Laugarbakka í Miðfirði (rétt hjá Hvammstanga) og var þetta hin besta skemmtun.



Að segja frá landsmóti í stuttu máli er ekki hægt ,,,,
Nema bara segja Þetta var geðveikt gott mót og það er vitað að norðanmenn halda líka næsta mót í Húnaveri.


Hjóladagar Tíunnar eru stærsti viðburður hjólmanna á Akureyri


Það var sannarlega glaumur og gleði þessa helgina hjá okkur á Hjóladögum Tíunnar.

Dagskráin riðlaðist aðeins hjá okkur vegna veðurfarsins, en við slepptum spyrnunni upp á braut út af því, en við héldum Bjórkvöld um kvöldið á Mótorhjólasafninu með lifandi tónlist þar sem Trausti og Baldur héldu uppi fjörinu. Stóð gleðin fram á nótt og var mjög gaman.

Upp úr hádeginu á laugardeginum hafði stytt upp rigningunni og safnaðist í hópkeyrslu á Ráðhústogi. Ekinn var skemmtilegur hringur um bæinn og inn fjörðinn sem endaði svo á Mótorhjólasafninu, þar sem snæddir voru hamborgarar öllum að kostnaðarlausu og var þar einnig hoppukastali fyrir börnin.

Um kvöldið var svo slegið upp þvílíkri veislu í Sal Náttúrulæknigafélagsins þar sem hjólafólk víða að, þó mest heimamenn, skemmtu sér með mat og drykk fram á nótt.

Sérstakar þakkir til Sigríður Dagnýar, Formanns Tíunnar. Gunna , Þau svo sannarlega láta hlutina gerast.

Svo auðvitað Trausti og Baldur sem sáu um spilamensku bæði kvöldin þið stóðuð ykkur frábærlega.
Rúnar Eff tók nokkur lög, og Villi Vandræðaskáldi kom með sitt skemmtiatriði og ætlaði þakið að rifna af húsinu þvílík var skemmtunin hjá honum.

Pokerrun


Síðastliðin 3 ár hefur Tían haldið Pokerrun í ágúst.

Í ár var Pokerrun 3ja árið í röð hjá Tíunni og var það nokkuð vel heppnað.
Fyrstu tvö árin var þetta alvöru hjólatúr, 300km eða svo en í ár var ákveðið að stytta túrinn aðeins og var hann aðeins 160km rúntur.

Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason á Suzuki GXSR 750 bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kunni ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart þegar niðurstaðan kom í ljós. (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöld allra sem tóku þátt í pókerruninu en þeir sem lentu í öðru og þriðja sæti fengu líka verðlaun í sárabætur frá Bike Cave í Reykjavík.


Lokaorð:

Við lifum á undarlegum tímum, Covidfaraldur heldur heimsbyggðinni í hálfgerði gíslingu, en samt náðum við að halda viðburði sumarsins.
Við vorum heppinn að geta haldið Landsmót og ekki var það verra að það heppnaðist svona gríðalega vel. Reyndar heppnaðist það svo vel að við munum halda næsta landsmót líka 2021 og það í mekku okkar hjólamanna "Húnaveri" . Svo neglið niður fyrstu helgina í júlí, því þið þurfið að mæta á Landmót Bifhjólamanna á næsta ári. en eins og þið vitið þá byrjaði landsmót sem Landsmót Snigla og eiga þeir alltaf Landsmót í okkar hjörtum.

Viðburðir Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðuramts eru allir auglýstir á heimssíðu klúbbsins www.tian.is og erum við einnig á Facebook, Instagram og Twitter.

Kv. Víðir #527