28.11.20

Buell / Cannondale = Budale



 Buell götuhjól og Cannondale torfæruhjól sameinuð í eitt.

Einar "Malboro" Ragnarson er þekktur í mótorhjólaheiminum á Íslandi sem frumlegur mótorhjólasmiður og hefur hann smíðað nokkur afar áhugaverð hjól.

Eitt af þeim er Budale sem er einhverskona samtíningur tveggja ólíkra hjóla í eitt.

Hjólið sem um ræðir er upphaflega af gerðinni Buel Firebolt XB9 árg 2005 sem Einar fékk í pörtum og þar sem vantaði annann framdemparann fór hann að finna út hvað hann gæti notað í staðinn, og datt þá í hug að breyta hjólinu í off road ferðahjól.

Einar tók sem sagt framenda af Cannondale krossara og setti á hjólið tók svo afturgaffalinn og lengdi hann, það var eftir prufuaktstur sem það var ákveðið því hjólið var ókeyrandi með orginal afturgaffalinn eftir að krossgaffalinn var kominn að framan.

Drifbúnaði þufti líka að breyta og varð reimdrifbúnaðinn að fara og var sett keðja í staðinn og afturfelga af Buell Raceing 1125R racehjóli.
 Einnig var skipt út barkakúplingu og sett vökvakúpling.
Ljósfering og mælaborð voru færð upp um uþb. 7,5 sentimetra og petalabrakket færð niður fyrir þægilegri ásetu.

Einnig var unnið eitthvað í innspítingunni til að auka aflið á lægri snúning. 

Útkoman 
Að sögn Einars þá heppnaðist faratækið bara mjög vel.  "Er bara alger draumur.    Akstureigineikarnir er ágætir og virkar vel á slóðum en það er engin torfærugræja enda of þungt til þess".

"Ég stefni á að setja betri bremsur og breiðara framdekk á það til að gera það enn betra sagði Einar að lokum "

Myndir og efni   
Hallinn 2015

Skráðu þig á Póstlista Tíunnar og ekki missa af neinu í hjólunum.

25.11.20

Fyrsta mótorhjólið hans Heidda endurheimt úr steypufangelsi eftir 50 ár

Tommi og Jón Dan ásamt fleirum . Endurheimtu í dag gamalt mótorhjól sem af einhverjum ókunnum ástæðum var steypt inn í stiga á gömlu húsi á eyrinni á Akureyri í dag. 
Tommi mölvar vegginn sem hjólið var á bakvið

Hjólið er líklega af gerðinni
Göricke Bielefeld Domino (ILO-FP-50 1955 

Hjólið er víst fyrsta mótorhjólið sem Heiðar Þ Jóhannsson (Heiddi #10) átti og er af gerðinni Göricke Bielefeld. 

  Hann gaf það vini sínum Þórarinn Sigurbjörnsyni hjólið árið 1967 en þá var Heiddi 14 ára en Þórarinn 11 ára. En þá bjó Þórarinn í húsinu sem hjólið var steypt inn í.  Svo flutti hann úr bænum, og svo þegar hann kom að vitja hjólsins þá var búið að steypa hjólið inni með öllu sem því fylgdi.

Göricke Bielefeld
50cc
Ekki er vitað hvers vegna hjólið var steypt inni.

Húsið sem brann í fyrra er ónýtt , og nýttu safnmenn sér tækifærið og fengu að hirða hjólið sem slapp við brunan í steinkistunni sinni.

Hjólið komið inn á safn.

Heimildir og myndir af frétt Ruv í kvöld.