28.8.20

Upplifun erlends mótorhjólafólks á Íslandi

BS ritgerð eftir  Viðar Jökul Björnsson   

Ágrip 


Mótorhjól eru ákveðinn fararmáti sem getur boðið upp á spennu og flæði adrenalíns. Mótorhjólið getur líka verið tákn frelsis í hugum þeirra sem aka þeim og geta boðið ökumanni sínum þann möguleika að skynja umhverfi sitt fullkomlega. Getur verið að hjólið bjóði því erlenda mótorhjólafólki sem kemur hingað til landsins, þrátt fyrir hverfult veður og oft óhentug akstursskilyrði, upp á annars konar upplifun á rými? Er hér annars konar ferðamaður á ferðinni? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mótorhjólaferðamenn geti verið dæmi um hinn nýja ferðamann, harðgerðari ferðamann sem sækist eftir nálægð við náttúruna og vill kynnast landinu á einstakan hátt en það tekst með aðstoð mótorhjólsins, líkamans og skynfæranna.

26.8.20

Aðalfundur Tíunnar verður haldinn 17 október

Staðsetning aðalfundar:
Mótorhjólasafn Íslands Akureyri kl 12:30


Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tölvupósti í tian@tian.is .

Nú eða bjóða sig fram á tíuvefnum Lagabreytingartillögur þurfa að berast helst 24 tímum fyrir aðalfund.

Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs. 3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning Formanns 7. Kosning nefnda. 8. Skipun skoðunarmanna reikninga. 9. Önnur mál. Ath. Einungis greiddir Tíufélagar 2020 geta setið fundinn.
Munið félagskirteinin


Viðburðurinn á facebook