5.6.20

Hraðamet

 Hraðaheimsmet á sandi
Náði 324 km hraða á sandströnd í Wales

Zef Eisenberg er nú sá maður sem hraðast hefur farið á mótorhjóli á sandi, en hann náði 324 km hraða á sandströnd í Wales fyrir skömmu. Metið var sett á Pendine Sands í suðurhluta Wales en á ströndinni þar, sem reyndar víðast á ströndum, breytist undirlagið með hverju útfalli flóðs, svo aldrei er hægt að stóla á að undirlagið sé slétt og fellt. Stundum er það reyndar ári rifflótt og aldrei að vita nema marglittur eða fiskar hafi skolað á land sem ekki fara vel undir hjólum mótorhjóla á yfir 300 km hraða. Ökumaður hjólsins var á sérútbúnum dekkjum og grófmynstruð dekk henta illa fyrir svo mikinn hraða sem hann náði.

Alls ekki er ráðlegt að snerta frambremsu hjólsins í sandi og einsýnt að þá sé stutt í fall. Því sé eina ráðið að láta hjólið stöðvast af eigin rammleik og eingöngu fara af gjöfinni, annars sé voðinn vís. Það að detta af hjóli er ekki eins og að detta með annarskonar undirlag, en ökumaður rennur ekki á sandi heldur veltur og slíkt er ekki ráðlegt á yfir 300 km hraða. Því var þetta hraðamet Zef Eisenberg af hættulegri gerðinni og alls ekki fyrir alla. Hjólið sem Zef ók er breytt Suzuki Hayabusa hjól sem skilar 350 hestöflum.


2018

4.6.20

Landsmótsmerkin 2020 eru komin í sölu.


Landsmótsmerkin eru komin í hús.
Verð á merki verður að þessu sinni 1500kr og rennur allur ágóði af merkjunum til uppbyggingar á Mótorhjólasafni íslands.
Allir geta nálgast merkin á Landsmóti á Laugarbakka að sjálfsögðu þar sem stórn Tíunnar mun selja merkin þar.
En einnig verða þau til sölu á Mótorhjólasafninu eftir Landsmót.
Hægt er einnig að kaupa merkin og fá send en það ætti td . að henta söfnurum og þeim sem ekki komast á landsmót og vilja samt eiga merki.
tian@tian.is