11.11.19

Motocross er fyrir þá sem vilja hafa gaman

Eiður Orri Pálmarsson er 9 ára gamall en hann verður 10 ára á þessu ári. Eiður stundar motocross og er með tvö mótorhjól í bílskúrnum sem hann er duglegur að æfa sig á. 

Eiður segir motocross–íþróttina henta fyrir alla, börn, fullorðna, stráka og stelpur en hann minnir á hversu mikilvægt er að vera með góðan hlífðarbúnað þegar hjólað er á mótorhjóli. 


10.11.19

Wayne Rainey hjólar á ný

Við sem erum að fylgjast með mótorhjólakappakstri og erum eldri en 30 ára kannast kannski við Wayne Rainey. Hann hann keppti í GP500 eða motoGP eins og það heitir núna og var hann þrefaldur meistari á árunum 1990-1993. 

Ferill endaði því miður snögglega hjá kappanum því hann hásbrotnaði í hræðilegu slysi á Misano brautinni á ítalíu 1993 og lamaðist hann frá miðju brjósti og niður.
Nú 26 árum síðar fer kappinn aftur upp á mótorhjól.
Hér er hrein hamingja á ferð....