29.9.19

130 mótorhjólamenn lögðu baráttunni lið

130 mótor­hjóla­menn lögðu bar­átt­unni lið




130 mótor­hjóla­menn af báðum kynj­um renndu sér niður Lauga­veg­inn í dag klædd­ir í föt úr tví­d­efni í þeim til­gangi að vekja at­hygli á bar­átt­unni gegn krabba­meini í blöðru­hálskirtli og bar­átt­unni gegn sjálfs­víg­um karl­manna. 
Viðburður­inn var hluti af alþjóðlega viðburðinum Gent­leman's Ride en um 130.000 manns í 700 borg­um tóku þátt í uppá­kom­unni. 
„Þetta hef­ur auk­ist al­veg svaka­lega síðustu ár,“ seg­ir Daði Ein­ars­son, einn af skipu­leggj­end­um viðburðar­ins hér­lend­is en var þetta í annað skipti sem Gent­leman's ride er hald­inn hér. 
„Þetta er alþjóðleg­ur viðburður þar sem klass­ísk mótor­hjól og karl­ar og kon­ur klæða sig í dap­p­er­stíl sem ein­kenn­ist af tví­djakka­föt­um, slauf­um og bind­um,“ seg­ir Daði.

Söfnuðu hátt í tveim­ur millj­ón­um

Hægt er að heita á ís­lenska mótor­hjóla­menn vegna viðburðar­ins en allt fé sem safn­ast fer í að styrkja bar­átt­una gegn krabba­meini og sjálfs­víg­um. Nú þegar hafa Íslend­ing­ar safnað hátt í tveim­ur millj­ón­um.
Sam­tök­in sem halda utan um áheit­in heita No­v­em­ber Foundati­on og seg­ir Daði að þau séu sam­bæri­leg sam­tök­un­um sem að Mottumars standa. 
„Það kom mann­eskja að utan frá sam­tök­un­um til þess að kynn­ast starf­sem­inni hérna og sjá hvernig væri hægt að beina áheit­un­um sem safn­ast. All­ir pen­ing­arn­ir sem safn­ast hérna heima fara út í stór­an pott og svo dreifa þau þessu aft­ur hingað þegar þau eru búin að kynna sér þetta. Á næsta ári verður því hægt að kynna hverj­ir fengu styrk­ina úr sjóðnum á þessu ári,“ seg­ir Daði.
Hér má heita á ís­lensku mótor­hjóla­menn­ina.

https://www.mbl.is/
29.9.2019