20.2.19

Afsláttur af Bifhjólaprófum hjá Ekill.ehf

Ekill.ehf á Akureyri býður félögum Tíunnar 10% afslátt af bifhjóla og skellinöðruprófum.

Þetta kann kannski að hljóma skringilega þar sem flestir félagar í Tíunni eru með ökupróf nú þegar. En þetta gæti hentað vel ef makinn er próflaus, eða krakkarnir vilja komst í prófið.

Svo eru auðvitað ungir ökumenn velkomnir í klúbbinn.


18.2.19

Landsmótsleikur !!!!

Ein æfingin er sýnd
 á þessari mynd.

Hér fann ég ævafornann leik sem væri hægt að taka upp á Landsmóti Bifhjólamanna annað slagið. 

Greinina fann ég í tímaritinu Fálkanum frá árinu 1931 og segir frá því að Lögreglan í London efnir til iþróttamóts á ári hverju og er sá siður ævagamall.
Vitanlega taka engir þátt í mótinu nema lögregluþjónarnir en þeim gefst