6.11.18

Gömul og góð Lambakjötsauglýsing sem Sniglar gerðu,

Þessa flottu auglýsingu gerðu sniglar fyrir löngu í til að auka lambakjötsneyslu landsmanna.

Tökur stóðu allann daginn og var búið að taka atriðið sem, sést í myndbandinu mjög oft....

allavegana það oft að kjötið í grillvagninium var orðið skraufaþurrt  af steikingu , Gunni átti örugglega fægðasta spegil í heimi hann var búinn að pússa hann allann daginn.

Díana var búin að keyra óteljandi ferðir þarna á bleika og bláa CBRinu og allir löngu búnir að fá nóg af þessari vitleysu..

og Hjörtur var búinn að stála allann daginn sama hnífinn :)

En auglýsingin er flott ..

5.11.18

Umferðátak Trúboða 2008 (myndband)

Mótorhjólaklúbburinn Trúboðar stóðu fyrir umferðarátaki þann 24 april 2008 eftir að hafa keyrt með Sniglunum frá Reykjavík til Akranesar en Trúboðarnir tóku við frá Hvalfjarðagöngunum og hjóluðu til
Reykjavíkur með 6 lögreglu hjól ásamt landhelgisgæslu þyrluni, sjúkrabílum og björgunarsveit.

Endaði svo hópaksturinn á tónleikum hjá Hvítasunnukirkjuni í Reykjavík Þar sem lagið í myndbandinu var tekið upp.