4.11.18

Aðalfundur Tíunnar haldinn 3 nóvember 2018

Fundargestir fengu sér súpu og brauð og sallat fyrir fundinn

Aðalfundur Tíunnar starfsárið 2017-2018 haldinn laugardaginn 3. Nóv. kl. 14.00 í Stássinu, Greifanum.


Dagskrá


  • 1. Formaður setur fundinn og kemur með tillögu um Sæbjörgu Kristinsdóttur (Beggu) sem fundarstjóra. Samþykkt samhljóða.
  • 2. Fundarstjóri tekur við og kemur með tillögu um Önnu Guðnýju Egilsdóttur sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.
  • 3. Skýrsla stjórnar og nefnda. Formaður Sigríður Dagný flutti.
  • 4. Reikningar. Gjaldkeri Trausti Friðriks. Engar umræður urðu um þá.  Samþykkt samhljóða.
  • 5. Lagabreytingar.  Engar.
  • 6. Stjórnarkjör.