21.5.18

Afsláttur á Hauganesi fyrir Tíufélaga

Baccalá Bar á Hauganesi

Býður Mótorhjólafólki sem kemur við á mótorhjóli upp á Vöfflu eða Köku á 700 kr og fylgir með frítt kaffi.
Fínt er að taka með sundfötin því þarna eru komnir 2 fínustu pottar í fjöruna og flott aðstaða til sjósunds
Tveir heitir pottar flott aðstaða á Hauganesi
Hauganes er mitt á milli Hjalteyrar og Dalvíkur. 

19.5.18

Sniglar boða til Formannafundar


Við þurfum að hafa með okkur meira samstarf að hagsmunamálum mótorhjólafólks,
Og þess vegna hafa Sniglar Bifhjólasamtök Lýðveldisins ákveðið að bjóða formönnum starfandi mótorhjólaklúbba til skrafs og ráðagerða kl 17:00 mánudaginn 21. maí í Sniglaheimilinu.

Að mati Bifhjólasamtaka Lýðveldisins eru það helst þrjú atriði sem brenna á mótorhjólafólki um þessar mundir, en það eru tryggingamál, lagaumhverfið og vegamál. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í tryggingamálum og ýta lagabreytingum og forvörnum í vegamálum áfram. Auk þess má tína til mörg smærri atriði og því viljum við hvetja til þessa samtals.


Vonumst til að sjá sem flesta.
www.sniglar.is