16.5.18

Viltu ganga í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían ? eða endurnýja kynnin við gamla klúbbinn


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts 

Til að borga félagsgjaldið er einfaldast að leggja 4000kr (fjögur þúsund krónur-) inn á reikning Tíunnar og send kvittun í Tölvupósti í tian@tian.is   (skráið af hverju í skýringu)



1000 kr af félagsgjaldinu renna beint til Mótorhjólasafns Íslands.

Bankaupplýsingar Tíunnar eru:
Banki: 565-26-100010
Kennitala: 591006-1850

15.5.18

Heiddi hefði orðið 64 ára í dag 15 maí.


Og í tilefni af því lagði formaður Tíunnar blóm á leiði Heiðars frá klúbbnum sem var stofnaður í hans nafni.
Mótorhjólasafn Íslands er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna. Safnið var opnað á afmælisdegi Heiðars, sem hefði orðið 64 ára ef hann hefði lifað.
Húsið var sérstaklega byggt undir safnið og stendur við Krókeyri inn undir flugvelli.

í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts stofnað til minningar um Heiðar ,Snigils nr 10
Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Sem við ætlum aldeilis að gera því Við ætlum að halda LANDSMÓT og HJÓLADAGA og svo Haustógleði....