10.5.18

Heiðarlegur Dagur 12 maí



Heiðarlegur dagur


Er nýr viðburður hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían, en viðburðurinn varð til við það að aðalfundur klúbbsins var færður frá miðjum maí til október, en lögum um það var breytt á síðasta aðalfundi klúbbsins.


Við munum halda þetta við Mótorhjólasafnið á Akureyri

Laugardaginn 12 maí kl
14:00-17:00

Safnið verður opið Gestum og gangandi.


Hittingur og Samvera.


Kaffi á könnunni


Forsala á Landsmót Bifhjólamanna á Staðnum ásamt
Landsmótsmerkjum


Lifandi Tónlist... (og dauð) :)


Lítil Þrautabraut fyrir hjól.


Landsmótsnefnd opinberar glænýtt Landsmótsplaggat 2018


Grillveisla. Pylsupartí--- ekki Pulsu þetta er norðlenskt


Tökum krakkana smá hring á Hjólunum.


Og ljúkum deginum með smá rúnti Eyjafjarðarhringinn og endum á torginu.

6.5.18

Skoðunardagurinn

Grillað með stæl.
Þvílík veisla.

Á Laugardag fór fram skoðunardagur Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja.
Fínasta mæting var og veðrið bara ágætt sól og svolítið svalt.
Bílaklúbburinn bauð svo upp á Grill og gos um hádegið og færum við hér með kærar þakkir til Bílaklúbbsins fyrir skemmtilegan viðburð.