1.5.18

Næst á Dagskrá hjá Tíunni (Skoðunardagurinn)


Já þegar einn viðburður er búinn þá tekur sá næsti við.

Skoðunardagur Tíunnar er á Laugardaginn 5 maí
Hinn árlegi skoðunardagur Tíunnar verður þann 5 maí 2018.
Að þessu sinni verðum við í Frumherja á Akureyri og er skoðunin með góðum afslætti fyrir greidda félagsmenn Tíunnar
Sú nýbreytni er að Bílaklúbbur Akureyrar verður með sinn skoðunardag á sama tíma en þeir munu nota stóru skoðunarstöðina en hjólin þá litlu,,
Skoðunardagurinn hefst klukkan 9:00 og mun kosta 4800kr á hjól (40% afsláttur)
Um hádegið verður svo boðið upp á grillveislu á staðnum fyrir Félaga.
ATH ,Skoðunardagurinn er fyrir Greidda félagsmenn Tíunnar og BA. 2018
Og til að ganga í Tíuna eða borga félagsgjaldið smellið hér.
Viðburðurinn á Facebook

1. maí Hópkeyrslan tókst glymjandi vel.

1. maí hópkeyrslan var haldin á Akureyri eins og hefð er komin fyrir.


Safnast var saman hjá Mótorhjólasafninu um kl 13:30 og lögðu 56 hjól  af stað í keyrsluna kl 14:00

Rúllaði hópurinn svo í gegnum bæinn og gekk það vonum framar því að Lögreglan var okkur til aðstoðar og lokaði flestum gatnamótum sem hætta var á að hópurinn hefði slitnað í sundur og þar að auki voru nokkrir aðrir hjólamenn á vaktinni og blokkuðu önnur gatnamót svo að þetta heppnaðist alveg frábærlega og slysalaust.
Undir lokin renndi þessi föngulegi hópur í gegnum miðbæjinn og vakti það mikla athygli , og svo framhjá Hofi þar sem hópurinn lagði svo hjólunum.

Við viljum þakka Lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina sem og því röska fólki sem var á vaktinni fyrir okkur. 

SKILABOÐIN ERU :
  
MÓTORHJÓLIN ERU KOMIN Á GÖTUNA 



Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt,

Hjólakveðja   
             Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Tían óskar eftir myndum....frá hópakstrinum.....
tian@tian.is



Mæli með að kveikja á efra videoinu fyrst ,,
og þegar það er hálfnað
Startið neðra ,,,kemur töff út..

Myndbönd :
Kalla.
.