27.4.18

1.maí hópkeyrsla bifhjólafólks á Akureyri



Kæra bifhjólafólk. Nú fer 1 Maí að renna upp þar sem við öll sameinumst í hópakstri bifhjólafólks.
Er allt bifhjólafólk er velkomið í aksturinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

Við byrjum við Mótorhjólasafnið á Akureyri ökum norður Drottningarbraut beygjum austur Strandgötu við Hof svo norður Hjalteyrargötu og svo áfram norður Krossanesbraut. Svo beygjum við upp Hlíðarbraut yfir ljósin hjá Gellunesti áfram Hlíðarbraut þar til við beygjum suður Súluveg og svo áfram Miðhúsabraut, þar til við beygjum norður Þórunnarstræti. Þaðan beygjum við austur Hrafnagilsstræti niður Eyralandsveg framhjá Kirkjunni og förum svo niður Kaupvangsstrætið niður í bæ.
Við munum svo enda ferðalagið með því að aka inn á Bílastæðið hjá Átak og leggja hjólunum á Göngustíg meðfram Flotbryggjunum bak við Hof.



Leggjum hér í lok Hópkeyrslu.


Leggjum hér í lok Hópkeyrslu.






Keyrslan fer af stað kl. 14:00. Sameinuð stöndum vér. Nú eiga allir að mæta sýna sig og sjá aðra.

ATH Við Mótorhjólasafnið verður hægt að kaupa Miða á Landsmót Bifhjólamanna í Forsölu.Einnig veður hægt að kaupa Landsmótsmerki.

Verðum með posann á staðnum...

Einnig á endastöð.

Finnið Siggu...

Kíkið á þessa glósu Varðandi hópkeyrslu á Akureyri.





Á sama tíma verða verkalýðsfélögin með sína kröfugöngu sem endar í Hofi ,,,, Við munum svo vera með í þeim hátíðarhöldum

25.4.18

Það leka inn smá upplýsingar um Landsmót..

Eins og flestir vita þá er Landsmót framundan í sumar, og nú er búið að ráða hljómsveitir til að halda uppi fjörinu..

Tónlist....... á landsmóti... Norðlenskt þema.... Hvanndalsbræður....... Ingvar Valgers ....... Swiss........ Thai boyz.......

Posted by Landsmót Bifhjólamanna 2018 Ketilás Fljótum on 24. apríl 2018