7.4.18

Fréttir af Landsmóti Bifhjólamanna 2018

Landsmótspotturinn
Landsmótsnefnd Tíunnar

Hefur verið dugleg undanfarið að undirbúa landsmót og er þegar búin að ganga frá helstu atriðum sem þurfa að vera á hreinu, eins og skemmtanaleyfum, varðeldsleyfum, og alls konar skriffinsku og öðru sem tengist því flókna verkefni sem það er að halda landsmót.

2.4.18

Munið eftir greiðsluseðlinum

Í ár verður talsvert stórt ár hjá Tíunni þar sem Landsmót Bifhjólamanna er inn á dagskránni ásamt öðrum föstum liðum sem við ætlum að reyna að gera sem veglegasta í ár .

En til að hjálpa til þá er gott að félagsmenn greiði árgjaldið í Tíunna  en það er aðeins 3000kr eða 3150kr  með greiðsluseðli sem kom í heimabanka hjá skráðum félögum í febrúar.

En þar af rennur 1000 kr til Mótorhjólasafns Íslands, en í staðinn getur félagsmaðurinn fengið frítt inn á safnið, þó hann komi oft í heimsókn.