8.2.18

The national biker rally in Iceland 2018



The national biker rally in Iceland will be held at Ketilás in north Iceland, June 28 to July 1, and will be of a traditional format,. as in the old days, old school theme.


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts heldur Landsmót bifhjólamanna 2018.


Mótið verður haldið að Ketilási í Fljótum helgina 28. júní til 1 júlí og verður með hefðbundnu sniði.

Þá meinum við.
  • Old school þema.
  • Gömlu leikirnir,
  • Varðeldur,
  • Norðlensk tónlist,
  • Súpa 
  • Og góður kvöldmatur á Laugardeginum.
 Miðaverð er nánast óbreytt frá því í fyrra, en tökum þetta Hagkaupskjaftæði út og forsala er 9000kr og 10.000 á staðnum, dagpassar í boði og ein nýjung, paraafsláttur og pör borga 17.000kr í forsölu 18.000 við hlið.

Tían á Akureyri heldur mótið og mun stór hluti ágóða (ef einhver verður) renna beint í Mótorhjólasafnið hans Heidda.
 Vinsamlega athugið að Tían er hollvinaklúbbur og tekur ekki neinar fjárskuldbindingar og mun ekki tapa krónu hvernig sem fer,
 5.Stjórnarmeðlimir Tíunnar halda mótið og ábyrgjast það persónulega.
Innifalið í miðaverði er 4 dagar af epic skemmtun með góðu fólki, lifandi tónlist 3 kvöld, súpa, kvöldmatur, varðeldur, leikir og tjaldsvæði í 4 daga.

Hljómsveitir og dagskrá kemur fljótlega en nú er ráð að skipuleggja sumarfríið og merkja helgina á dagatalinu. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og hjálpa okkur að taka old school þemað alla leið, hver vill ekki taka þátt í zippomundun og haus á staur?

+