18.11.14

Bakari á Mótorhjóli






Katrín Eiðsdóttir, bakari á Akureyri – 40 ára

Katrín á reiðskjóta sínum 
Honda CBR 600

Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög.
 


Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög. Ég gekk í heimavist í Hafralækjarskóla í Aðaldal frá sex ára aldri og undi mér vel en við vorum einungis átta í bekknum mínum fyrstu árin. Leiðin lá svo í framhaldsskóla á Akureyri og ég lauk stúdentsprófi 1994 af náttúrufræðibraut og sem sjókokkur.

Rak sumarhótel 17 ára

Á unglingsárunum sinnti ég barnapössun, vann garðyrkjustörf á Hveravöllum í Reykjahverfi og ég ásamt tveimur vinkonum starfræktum Heiðarbæ í Reykjahverfi, ferðaþjónustustað með sundlaug og gistingu í tvö sumur. Við þurftum þá að fá sérstaka undanþágu til að fylla út ávísanir þar sem við vorum einungis 17 ára. Ég fór síðan á eina sláturhúsvertíð áður en ég hélt til Kaupmannahafnar.“

Katrín að hjóla með vinkonunum
Katrín stundaði bakaranám við Hilleröd Tekniske skole og var á samningi sem bakaranemi hjá Taffelbays Konditori i Hellerup. Hún bjó í Danmörku í fjögur ár og útskrifaðist sem bakari sumarið 2000.

Frá því Katrín útskrifaðist hefur hún verið bakari í Bakaríinu við brúna á Akureyri: „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Því fylgir auðvitað að fara snemma á fætur en það kemst fljótt upp í vana.

Ég hafði gaman að því þegar ég vann keppnina 2012 brauð ársins hjá Kornax, en þetta brauð heitir Bessastaðabrauð og er enn í sölu hjá okkur. Svo hef ég setið í nemaleyfisnefnd í bakaraiðn í tvö ár.“

Það er svo helst að frétta af fjölskyldu Katrínar þetta árið, að þau hjónin eignuðust dóttur í vor, eldri sonurinn varð Íslandsmeistari í Júdó í -34 kílóa flokki, og Arnar, maður Katrínar, varð Íslandsmeistari 2014 í götuspyrnu á mótorhjóli.

Samkvæmt Katrínu eru áhugmálin svolítið sitt úr hverri áttinni: „Ég hef gaman af að vera úti í náttúrunni og geng mikið með labrador tíkina okkar, hana Hrafntinnu. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að reyna við krossgátuna í sunnudagsblaðinu, sérstaklega þegar ég næ að klára hana. Ég hef gaman að öllu sem tengist mat og safna matreiðslubókum og blöðum. Ég hef verið viðloðandi mótorhjól í mörg ár, tók loksins mótorhjólapróf árið 2011 og keypti mér Hondu CBR. Það er alger frelsistilfinning að fara hring á hjólinu og félagsskapurinn í kringum þetta er líka mikilvægur. Ég er í frábærum mótohjólaklúbbi sem heitir Skvísurnar en okkar markmið er að hjóla og skemmta okkur saman. Við létum útbúa plakat í fyrra til að minna fólk á okkur í umferðinni með yfirskriftinni: “Mömmur keyra líka mótorhjól! Sínum umhyggju í umferðinni“. Þá höfum við verið með hjólin okkar á bílasýningunni sem er haldin 17. júní ár hvert á Akureyri.

Ég verð svo eiginlega að koma að þessari skemmtilegu tilviljum að við tengdapabbi eigum sama afmælisdag, enda höfum við oft haldið upp á daginn saman og erum hvorki meira né minna en 122 ára samtals, í dag.“

Fjölskylda

Fjöskyldan
Eiginmaður Katrínar er Arnar Kristjánsson, f. 7.1. 1974, bílstjóri.

Foreldrar hans eru Kristján Þórðarson, f. 18.11. 1932, (sama dag og Katrín) bílstjóri og harmonikkuleikari Akureyri, og Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, f. 4.8. 1940, d. 18.9. 2009, húsfreyja og tónlistarkona á Akureyri.

Börn Katrínar og Arnars eru Árni Jóhann Arnarsson, f. 27.12. 2003, Hreiðar Örn Arnarsson, f. 27.8. 2007, og Nanna Karen Arnarsdóttir, f. 3.4. 2014.

Ættartréið.
Systkini Katrínar eru Valdís Guðmundsdóttir, f. 3.1.1966, fóstra í Reykjavík; Rut Eiðsdóttir, f. 17.3. 1966, aðstoðarverslunarstjóri í Rúmfatalagernum, og Forni Eiðsson, f. 25.8. 1967, búsettur í Hollandi.

Foreldrar Katrínar eru Eiður Árnason, f. 4.10. 1946, múrarameistari og ljóðabókasafnari á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, og Nanna Fornadóttir, f. 11.8. 1948, húsfreyja og verkakona.



Texti Morgunblaðið 18. nóv 2014

17.11.14

Erlend grein um safnið


The Motorcycle Museum of Iceland


The town of Akureyri, on Iceland’s northern shore, is so close to the Arctic Circle that polar bears sometimes float in on ice floes. It is not where you would expect a motorcycle museum, but there one is, a tribute to the thriving motorcycle culture in this country. Iceland is actually more green than icy. It is in the middle of the Gulf Stream, which makes the weather bearable, and has miles of excellent roads through spectacular scenery. There are almost 24 hours of daylight in June, which makes up for the fact that there are almost 24 hours of darkness in December. This tiny nation currently has 15,000 active motorcyclists, possibly not surprising, given that most Icelanders are descended from seafaring Vikings.

Motorcycle museums are a diverse lot. Some are built around someone’s collection, and reflect the founder’s view of what a collectible motorcycle is supposed to be. Others display bikes from a certain national origin, famous racers, or high-end, one-of-a-kind or rare machines. The Motorcycle Museum of Iceland tells the story of how ordinary Icelanders got around on two wheels in the last hundred years. Most of the bikes on display were what average people rode back in the day, although there are a few racers and rarities.
The museum, in a purpose-built two-story building just outside the center of town, opened in early 2012. It is funded and supported by the Icelandic motorcycling community, but the spark for the project came from the friends and family of Heidar Jóhannsson, a prominent enthusiast. His collection of 23 motorcycles, including a Triumph X-75 Hurricane, was the nucleus of the museum collection, which now displays 80 bikes, including 1950’s mopeds, a chopper with an impossibly extended fork (believe it or not, chopper building is a popular Icelandic pastime), and a BMW sculpted of varnished wood. In 2015, it will expand to the second story and show 120 motorcycles that formerly rode Iceland’s highways.

The museum’s extensive photo collection mostly shows Icelanders enjoying themselves on their motorcycles over the years, with racing photos in the minority. Far from being mostly off-road competitors, most Iceland motorcycle enthusiasts are street riders. Off-road riding is strictly regulated, with the result that it is far easier to ride on roads than off. Icelandic women also ride, and the museum displays a photo of an all-women’s motorcycle club complete with the members’ children.
Despite the windy and wet Icelandic climate, people started riding bikes in Iceland before World War I. One photo in the collection shows an American-built Henderson, circa 1919, with the well-dressed owner aboard. This bike still exists and is part of the museum’s collection. It is being restored, and will be on display next year. The next oldest bike is a 1928 Triumph, now on display.

Iceland never had a motorcycle industry, but Icelanders had access to motorcycles built in England, Europe and the United States. German-built mopeds were popular after World War II, and Japanese motorcycles became available in the early ’60s. The museum has examples of all of these, including German mopeds that were never on sale in the U.S. There are also displays of period garb, similar to what European riders were wearing at the time.

Other items on the walls are displays of memorabilia, patches of Icelandic motorcycle clubs (not all of which feature raging Vikings) and pieces of a 1970’s moped, found in a desert area and cast in sand as it was found, as if it were the bones of a dinosaur.
If you have decided to vacation in Iceland, the museum is well worth a stop, especially for its displays of what motorcycling was like for the ordinary biker of years gone by­—a subject often passed over by motorcycle museums in other countries. The large, clear period photographs that cover the walls are fascinating. Like just about everything in Iceland, the captions are in Icelandic, with a lot of the information translated into English. Icelanders pride themselves on their public spaces being clean, well organized and easily understandable, and the Motorcycle Museum is no exception.

The Motorcycle Museum of Iceland is located at Krókeyri 2, IS- 600 Akureyri, near the bowling alley. It is open during the summer months daily from noon to 6 p.m. and the rest of the year on Saturdays from 3 p.m. to 6 p.m. and by appointment. For more information, call +354-466-3510 or visit motorhjolasafn.is.