Katrín Eiðsdóttir, bakari á Akureyri – 40 ára
Katrín á reiðskjóta sínum Honda CBR 600 |
Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög.
Katrín fæddist á Húsavík 18.11. 1974 en ólst upp á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi: „Þarna var gott að alast upp. Svo er þetta svolítið frægur staður því á Tjörnesi eru víðfræg og stórmerkileg skelja- og surtabrandslög. Ég gekk í heimavist í Hafralækjarskóla í Aðaldal frá sex ára aldri og undi mér vel en við vorum einungis átta í bekknum mínum fyrstu árin. Leiðin lá svo í framhaldsskóla á Akureyri og ég lauk stúdentsprófi 1994 af náttúrufræðibraut og sem sjókokkur.
Rak sumarhótel 17 ára
Á unglingsárunum sinnti ég barnapössun, vann garðyrkjustörf á Hveravöllum í Reykjahverfi og ég ásamt tveimur vinkonum starfræktum Heiðarbæ í Reykjahverfi, ferðaþjónustustað með sundlaug og gistingu í tvö sumur. Við þurftum þá að fá sérstaka undanþágu til að fylla út ávísanir þar sem við vorum einungis 17 ára. Ég fór síðan á eina sláturhúsvertíð áður en ég hélt til Kaupmannahafnar.“
Katrín að hjóla með vinkonunum |
Frá því Katrín útskrifaðist hefur hún verið bakari í Bakaríinu við brúna á Akureyri: „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Því fylgir auðvitað að fara snemma á fætur en það kemst fljótt upp í vana.
Ég hafði gaman að því þegar ég vann keppnina 2012 brauð ársins hjá Kornax, en þetta brauð heitir Bessastaðabrauð og er enn í sölu hjá okkur. Svo hef ég setið í nemaleyfisnefnd í bakaraiðn í tvö ár.“
Það er svo helst að frétta af fjölskyldu Katrínar þetta árið, að þau hjónin eignuðust dóttur í vor, eldri sonurinn varð Íslandsmeistari í Júdó í -34 kílóa flokki, og Arnar, maður Katrínar, varð Íslandsmeistari 2014 í götuspyrnu á mótorhjóli.
Samkvæmt Katrínu eru áhugmálin svolítið sitt úr hverri áttinni: „Ég hef gaman af að vera úti í náttúrunni og geng mikið með labrador tíkina okkar, hana Hrafntinnu. Mér finnst líka afskaplega skemmtilegt að reyna við krossgátuna í sunnudagsblaðinu, sérstaklega þegar ég næ að klára hana. Ég hef gaman að öllu sem tengist mat og safna matreiðslubókum og blöðum. Ég hef verið viðloðandi mótorhjól í mörg ár, tók loksins mótorhjólapróf árið 2011 og keypti mér Hondu CBR. Það er alger frelsistilfinning að fara hring á hjólinu og félagsskapurinn í kringum þetta er líka mikilvægur. Ég er í frábærum mótohjólaklúbbi sem heitir Skvísurnar en okkar markmið er að hjóla og skemmta okkur saman. Við létum útbúa plakat í fyrra til að minna fólk á okkur í umferðinni með yfirskriftinni: “Mömmur keyra líka mótorhjól! Sínum umhyggju í umferðinni“. Þá höfum við verið með hjólin okkar á bílasýningunni sem er haldin 17. júní ár hvert á Akureyri.
Ég verð svo eiginlega að koma að þessari skemmtilegu tilviljum að við tengdapabbi eigum sama afmælisdag, enda höfum við oft haldið upp á daginn saman og erum hvorki meira né minna en 122 ára samtals, í dag.“
Fjölskylda
Eiginmaður Katrínar er Arnar Kristjánsson, f. 7.1. 1974, bílstjóri.Fjöskyldan
Foreldrar hans eru Kristján Þórðarson, f. 18.11. 1932, (sama dag og Katrín) bílstjóri og harmonikkuleikari Akureyri, og Svanhildur Sumarrós Leósdóttir, f. 4.8. 1940, d. 18.9. 2009, húsfreyja og tónlistarkona á Akureyri.
Börn Katrínar og Arnars eru Árni Jóhann Arnarsson, f. 27.12. 2003, Hreiðar Örn Arnarsson, f. 27.8. 2007, og Nanna Karen Arnarsdóttir, f. 3.4. 2014.
Ættartréið. |
Foreldrar Katrínar eru Eiður Árnason, f. 4.10. 1946, múrarameistari og ljóðabókasafnari á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, og Nanna Fornadóttir, f. 11.8. 1948, húsfreyja og verkakona.
Texti Morgunblaðið 18. nóv 2014