3.11.20
Umferðin og athyglisþjófarnir
Endurbirt grein úr Bændablaðinu frá 2017 |
Í mínu daglega starfi þvælist ég um nágrenni höfuðborgarsvæðisins ýmist á litlum sendibíl eða litlum vörubíl í vinnu sem kallast vegaaðstoð N1 og sinni ýmsum erindum í vegköntum og á bílaplönum.
Sama hvert er farið er umferðin að mínu mati komin töluvert yfir þau þolmörk sem vegakerfið þolir. Á nokkrum stöðum einfaldlega þori ég ekki að veita aðstoð nema að fá lögreglu í lið með mér með blá blikkandi ljós til að veita mér vernd svo að líf mitt sé ekki í stórhættu.
Ártúnsbrekka og Miklabraut eru þeir staðir sem ég hræðist mest því það er eins og að ökumönnum sé fyrirmunað að hægja aðeins á sér þegar þeir sjá gulblikkandi vinnuljósin á bílnum hjá mér.
Fyrir nokkru þurfti maður aðstoð til að skipta um framdekk á vörubíl á Miklubrautinni á háannatíma. Með góðri aðstoð frá lögreglumanni á mótorhjóli sem lagði hjólinu fyrir aftan bílinn, gekk verkið fljótt og slysalaust fyrir sig.
Að verki loknu spurði bílstjórinn á vörubílnum mig hvort ég hafi tekið eftir því að nánast allir sem óku framhjá okkur hafi verið í símanum. Ýmist að taka myndir af okkur eða að skoða eitthvað í símanum á ferð. Ég svaraði að þessi símanotkun væri það sem skelfir mig mest af öllu í umferðinni.
Fyrir nokkrum dögum ók ég upp Ártúnsbrekkuna og sá lítið samstuð tveggja bíla, stoppuðu báðir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)