Löng hefð er fyrir því að bifhjólasamtökin Sniglarnir, sem eiga raunar 25 ára afmæli í ár, aki í hóp um götur borgarinnar 1. maí.
Þeir héldu uppteknum hætti í ár og óku frá Korputorgi að Kirkjusandi. Á myndinni sést Adam Elí 9 ára, sem var einn yngsti þátttakandinn í akstrinum en hann fékk að sitja á hjólinu hjá móður sinni.
Mbl. 1.5.2009