30.4.20

Engin 1. Mai keyrsla

Frá örófi hjóla þá hefur 1.maí hópkeyrslan verið fastur hluti af tilveru mótorhjólamanna í Reykjavík og á Akureyri.  Sniglar eru ætíð með risa keyrslu í Reykjavík þar sem hjólafjöldinn hefur verið stundum á annað þúsund.
Og hér á Akureyri hefur Tían séð um hópkeyrslur fyrir norðanmenn.

Covid 19 setur strik í reikninginn. 
Frekar kuldalegur 1 maí 2020 á
Norðurlandi samkv Veðurspá

Nú verða engar hópkeyrslur á 1 maí. Og sýnist manni að veðurguðirnir hafi hvort sem er ekki verið okkur hliðhollir þetta árið hér fyrir norðan því veðurspáin er frekar kuldaleg.

Vonandi losnar þjóðin flótlega úr þessum höftum og við getum  haldið Hjóladaga og Landsmót óáreitt fyrir vírusnum ógeðfelda.




Landmannalaugaferð Snigla 1992

Landmannalaugar 92


Föstudaginn 4. september var farin hin árlega baðferð snigla í Landmannalaugar.

Þeir sem fóru voru : Heiddi, Bjöggi Plóder, Einar hestur, Mæja stykki, Stjáni sýra (með vindilinn í kjaftinum) , Dóri dráttur, Arnar standbæ og Hlöðver á jeppa og einnig einhverjar konur á litlum japönskum bíl með slappa kúplíngu.



Þegar lagt var af stað úr bænum var klukkan um 19 og var stoppað fyrst hjá Arnari standbæ á Selfossi, en hann sagðist ekki koma fyrr en daginn eftir vegna anna. Þegar lagt var af stað frá Selfossi var klukkan farin að ganga 21 og var ekið all greitt að Vegamótum og tekið bensín. Um kl 22 var ekið upp að vegamótum Landmannaleiðar og hófst nú akstur í léttara lagi. Sem svo oft áður voru Bjöggi og Einar fremstir og þegar þeir voru búnir að purra u.þ.b. 10 km inn á Landmannaleið vildu þeir ekki trúa því sem fyrir ökuljós bar, því það ver nefnilega snjór og hálka, við þetta æstust þeir verulega og óku bara enn hraðar og stoppuðu ekki fyrr en þeir höfðu farið yfir fyrstu lækjarsprænuna, á eftir þeim voru Hjörtur , Mæja og Röggi en það vantaði Heidda og Steina. 
Það sem hráði var að Haraldur Heidda líkaði ílla aksturmáti eiganda síns og tók upp á því að reyna að flýta för þeirra félaga með því að starta stanslaust í hinni mestu óþökk eiganda síns og aftengdi Heiddi þá startarann og hélt inn í hríðina. 
 Þegar Heiddi og Steini voru komnir til hinna var haldið aftur af stað og nú var hálkan orðin all veruleg en enn var ekið áfram og nú á enn meiri ferð en áður og mátti sjá þriggja stafa tölur af og til á mælaborðinu þarna í hálkunni. Þennan aksturmáta líkaði Hallanum hans Heidda svo vel að afturendinn vildi ólmur taka framúr þeim fremri og endaði það með því að Heiddi fékk ótímabært sandbað.


Þegar komið var upp í Landmannalaugar var þar enginn snjór, en það var ákveðið að vera í skálanum í þetta sinn, en þegar við vorum að koma okkur fyrir inn í skálanum fréttum við af Stjána sýru, Ofurbaldri og Dóra drátt ,plús ljósku sem væru á leiðinni og færu þau sér hægt ( sennilega vegna þess að Stjáni hefur viljað halda glóðinni logandi í vindlinum).


Mest alla nóttina Notuðu Sniglar til að skola af sér sand og skít með sandi og skít í laugunum fram eftir morgni.


Daginn eftir átti að fara út að purra, en vegna slyddu og snjókomu var beðið til fimm um daginn með að fara út, en í millitíðinni kom Jón Páll á krossara er hann hafði fest kaup á daginn áður. Um fimm leytið gerði hins vegar hið besta veður og var farið út að purra um stund, en einna skemmtilegast var að leika sér í ánum eins og svo oft áður. Þegar líða tók á kvöldið byrjaði veðrið að vesna og þá kom Arnar standbæ og ungfrú Noregur. 
 Síðar um kvöldið gerði dæmigerða íslenska stórhríð með hávaða roki og var það hin mesta skemmtun að sjá túrhestana vera að koma inn í skálann eins og snjókalla með hálfniðurtekin tjöld og brotin í þokkabót. 
   Við þetta æstumst við Steini upp og ákváðum að fara í bæinn í þessu veðri og þar með búa til okkar eigin ævintýri. Eftir að hafa fundið hjólin í snjónum og klætt okkur vel var haldið af stað rúmlega 12 á miðnætti. Það var u.þ.b. 10 sm jafnfallinn snjór þegar við lögðum í hann en eftir um 5km akstur var snjórinn farinn að ná vel upp á mótor og var orðið vont að aka á veginum ( sem þarna er að mestu niðurgrafinn og fullur af snjó) svo við ókum mikið utanvegar, en eftir um 30 mín akstur sáum við ljós á bíl og var þar á ferð Skúli Gauta á svarta gamla bandwagon og var hann nýbúinn að snúa við vegna ófærðar fyrir þennan eðalvagn. Stoppuðum við litla stund hjá Skúla og þáðum þær veitingar sem voru í boði og héldum síðan áfram og átti nú ekki að stopp í bráð, en ég hef þótt líkegur til að detta og líklega datt ég enda Líklegur, en hjólið var líklega í lagi og var því haldið áfram og ekki stoppa fyrr en á Vegamótum.  Síðan var haldið á Selfoss og komið þangað rúmlega þrjú og fengum við okkur kaffi hjá tugtanum á Selfossi og héldum við svo heim til okkar kerlinga sem biðu okkar með heitt rúmið.


Að öðrum Sniglum er það að frétta að þeir fóru af stað um og eftir hádegi og var enn hin mesti snjór (svo mikill að japanski bíllinn sem Bryndís Plóder ók var að fara Sigölduleið). 

Allir komu þeir aftur eins og segir í kvæðinu og fóru allir á hausinn og það allt upp í þrisvar sinnum nema Einar hestur og Arnar standbæ ( það gæti orðið erfitt að slá þetta met). Af litla japanska bílnum hennar Bryndísar er það að frétta að hún fór Sigölduleið sem var mun snjólettari og fylgdi Jón Páll henni, en sökum kvennsemi sinnar og löngunar til að komast inn í bílinn þá flýtti hann sér að bræða úr hjólinu svo hann kæmist inn í bílinn (gamla trixið er að segjast vera bensínlaus Jón Páll).
Jón Páll flýtti sér svo mikið inn í bílinn að hann vissi ekki hvar hann var, og fór svo að hann fann ekki hjólið þegar hann hugðist sækja það seinna.

Líklegur og fl..........
Sniglafréttir 92








Yfir 100 ára gömul ferðasaga.

 Formáli
Heimildamaður Sniglafrétta hafði tal af manni nokkrum sem áræðanlega er einn af elstu núlifandi manna er ferðast hefur á mótorhjóli. 

Hann heitir Óli Ísaksson og 91 árs. (núna 2020 væri hann 122 ára)

Það var haustið 1916 að ég fór að vinna hjá H.D umboðinu þá 18 ára.
Vorði eftir (2017) komu fyrstu HARLEY hjólin til landsins, og ég fór strax að prufa þessa nýju fáka og líkaði bara vel.
Þá voru auglýsingar lítið þekktar og voru því starfsmennirnir látnir aka um bæinn og sýna þessa mótorhesta.
Það var um mitt sumar að ég fékk hjól lánað til að skreppa á Eyrarbakka (þar ólst ég upp).
Ég tók daginn frekar snemma lagði af stað frá Reykjavík upp úr
 kl 8:00 og ók sem leið lá  í hlykkjum og skrykkjum að Kolviðarhóli (Kolviðarhóll er rétt neðan við Skíðaskálann í Hveradölum) Þar var veitingaskáli í gamla daga og var þar stoppað og drukkið kaffi.
Þvi næst var heiðin grýtt og hlykkjótt og skrambi erfið yfir að fara.  Næst var stoppað í Hveragerði fyrir kaffi og flatkökur.
Þá var bara láglendið eftir og þegar ég kom á Eyrarbakka var ég búinn að vera tæpa fjóra klukkutíma á leiðinni og þótti það OFSAAKSTUR.
Ég hef heyrt að menn fari þessa leið á 30 mínutum , er það satt ?..
Óli

P.S.
Þegar Óli fór að vinna á skrifstofu H.D. þurfti hann að sjálfsöögðu að vera í klæðskerasaumuðum jakkafötum og kostuðu þau 29 kr. En Óli átti bara 9 krónur og tók því víxil upp á 2x10 krónur í tvo mánuði.
    Árið 1917 þurftu menn að vera 21. árs til að taka ökupróf og var óli því próflaus í þessari ferð.
1919 tók svo Óli ökupróf og keyrir ennþá bíl og er ökuskirteinið hans nr. 86.........

Viðtalið tók Hjörtur Líklegur  no. 56
Sniglafréttir 1989




29.4.20

Viðtal við Óskar á Skagaströnd



Óskar í frægum Kögurjakka sem hann á.

Viðtalið

 Maður er nefndur Óskar  Þór Kristinnsson á Skagaströnd.
Góður drengur, höfðingi heim að sækja þó hann búi ekki í skíðaskála, og búinn að vera viðloðandi mótormerar síðan ég var í sandkassanum. 
Svo vildi svo einkennilega til hér einn dag eigi fyrir svo all löngu að ég fékk móral yfir því að hafa ekki hugsað um málgagnið okkar í nokkra mánuði og greið því gæsina þ.e. Óskar morgun nokkurn eldsnemma eftir hádegi þegar hann var staddur á námskeiði í slæpingshætti í Rokkbælinu.  Þegar viðtalið hefst er hann nýbúinn að fá 8,5 í einkunn fyrir að sofa frameftir.


Sp, Óskar hvenær byrjaðir þú að hjóla og af hverju?

Ég byrjaði "68 keypti mér 450 Hondu, fjórgegnis sem var stærsta hjólið þá, 750 Hondan kom ekki fyrr en "79. Ég veit ekki hvers vegna , mig langaði bara í hjól en ekki bíl. Svo var líka maður heima á 250 Jamma þannig að ég vissi að hjól voru til,  maður sá hann stundum æða um allann bæ á blöðrunni í hvínandi botni, hávaðinn ærandi og tvígegnisbrælan hékk yfir götunum í marga daga á eftir.

Svo lá maður líka í playboy og þar voru gömlu bretarnir auglýstir, 
Triumph undir tré, menn með derhúfur, Sólarlagið og dama aftaná. Þetta fyrirtæki mitt þótti mjög furðulegt og ekki batnaði það þegar ég ætlaði að sleppa þvi að taka bílpróf, ætlaði bara að taka próf á hjólið, ég held að fólk hafi álitið að ég væri ekki með öllum mjalla. Líka vegna þess að maðurinn á 250 Jammanum var eitthvað upp á kant við bæjarbúa, hávaði ,hraðkstur , lögga og læti.

Ég hef hinsvegar alveg losnað við það enda hef ég ekkert gaman af því að keyra eins og brjálæðingur innanbæjar við ég bara rúnta í rólegheitunum, sýna mig og sjá aðra. 
Þegar það hellist yfir mig löngun til að keyra hratt þá fer ég bara út fyrir bæinn enda nóg af góðum vegum. Í dag er bara skrepp að fara til Akureyrar eða suður að hitta aðra mótorhjólamenn.

Annars hjóla ég mest einn, hef alltaf gert. Það var reyndar á tímabili maður á Triumph Tiger sem ég hjólaði með en annars voru engin hjól í nágrenninu. Ég vissi af einhverjum hjólum á Akureyri en þekkti það lið lítið, það var líka svo mikið mál að fara á milli.


Bús og bílar

Síðan seldi ég hjólið "72 og hellti mér út í bús og stóra bíla. Var alveg á kafi í því í nokkur ár. 
Þá þurfti líka að vinna fyrir hlutunum engin lán eða neitt. Ef mann langaði í stærri og flottari bíl, meira brennivín eða eitthvað þá þurfti maður að eiga fyrir því. Ég fékk mér ekki hjól aftur fyrr en "78 það var Kawasaki Z1000,  það fór til Akureyrar, Heiddi keypti hann. Næst komu 6 sílindrarnir CBX Hondan 1979 og 1300 Kawinn "81 ég vildi eiga stærsta 6 sílindra hjólið og á henn reyndar enn. 1987 kom svo plast tímabilið hjá mér CBR 1000 Honda til þess að fara hratt á, og núna Harleyinn á leiðinni, hann á að koma fyrir jól. 
Sumum finnst þetta reyndar vera svolítið skrítið að velta fyrir sér hvað ég ætla að gera við 3 hjól, ég geti varla verið á mikið fleiri en einu í einu. Mér finnst bara að maður þurfi að eiga til skiptana og eftir að ég hætti að eyða peningum í brennivín þá eyði ég bara í hjól í staðinn, maður man þó allavegana eftir þeim daginn eftir.

Sniglarnir


1984 fékk ég kort að sunnan. Það var dagsett 1. apríl , daginn sem sniglarnir voru stofnaðir formlega. Þetta var semsagt tilkynning um að verið væri að stofna Bifhjólasamtök og mér var boðið að vera með.
Mér fannst hugmyndin ekkert vitlaus svo ég kíldi á það, maður vissi líka að það voru svona félög um allan heim og því ekki hér. Reyndar er ég hálf ragur við félög en þetta var svo dásamlega laust í reipunum og leggur litlar kvaðir a mann. 
Maður leysir það bara af hendi sem maður er beðinn um, Redda eldivið fyrir landsmót og svoleiðis. En ef ég á að vera hreinskilinn þá er bara 50% af Sniglum sem ég hef engann áhuga á að þekkja. 
Ég þori ekki að fara hærra í prósentum, en það sem eftir er , hversu lítil prósenta sem er , það fólk vil ég alls ekki missa. Reyndar er þetta allt í mótun ennþá. Það voru engar inntökureglur í upphafi, hver sem vildi gat gengið í Sniglana en nú fer ekki hver sem er inno, og ef farið væri að lögum þá mætti strika helminginn út, þá sem ekki borga félagsgjöldin. Það er óréttlátt að þeir sem ekki borgi fái Sniglafréttir og bifblíu alveg eins og hinir sem borga.


Framtíðin


Það er skrítið hvernig þetta hefur breyst. Það má eiginlega segja að núna sé önnur kynslóð frá stríðlokum og hún á upphaf sitt í Eyjum þó núna sé allt dottið niður þar miðað við hvernig það var.

Og núna seinustu 2 árin hefur breiddin í hjólunum aukist alveg svakalega. Áður voru bara mótorhjól en núna eru plasthjól, chopperar og sófasett í löngum röðum.
Fyrir 2-3 árum var bara einn og einn sévitringur með ákveðna línu en nú eru það tvær línur. Hippalínan og tannkremstúbudeildin og mér sýnist sífellt fleiri vera færa sig í Easy Rider hópinn, kannski radarhræðsla eða þá að menn vaxa bara upp í þetta. Ég segi fyrir mig, ég gæti ekki bara átt Easy rider græju, ég yrði að hafa racerana líka. Ég sé fyrir mér 3 mismunandi deildir í framtíðinni. Reisarann og þá á ég við 100 súkkurnar og svoleiðis hjól sem ómögulegt er að keyra undir 150 km. hraða vegna þessa að það er svo leiðinlegt, Easy Rider deildina sem hangir í mannhæðar háu stýri og ætlar að fjúka af hjólinu ef farið er upp fyrir 80, og svo eldri borgara deildin á sófasettunum með steriógræjunum, litasjónvarpi, farangusrými fyrir 5 manna fjölskyldu.

Svo verður lausaliðið sem allaf er að fá sér hjól öðru hvoru en missir áhugann um leið og það fer að rigna og verður pínulítið kallt. Það verður líklega einhver ákveðinn kjarni sem fer á milli deilda, þó það hafi ímugust á hverri annari, því sannir mótorhjólamenn eru og verða alveg dásamlega skemmtilegt fólk.

Sniglafréttir 1988.
Mynd stolið frá Drullusokkum.

24.4.20

Grein úr Sniglafréttum 1993


Nú var það um vorið, nánar tiltekið í maí 1968 að ég fékk vinnu í vegagerð austur á Hornafirði sem var hið besta mál. Það var bara eitt, ég var búinn að fá mér mótorhjól, mitt fyrsta, ég ný orðinn 17 ára og það kom ekki til greina að ég færi austur nema ég og hjólið færu sem eitt.


Hjólið var BSA Super Rocket árg: 1958. Til að lýsa hjólinu aðeins þá kom það frá U.S.A með Íslending sem var að læra flugvirkjun.  Hann var búinn að vera að keppa á hjólinu í Bandaríkjunum þar sem hann bjó.  Hjólið var 650cc með heitum ásum, ventlar jafn stórir út og inn. Búið að porta heddið og setja í það léttar undirlyftustangir. Á þessum tíma var ég ný búinn að setja í það Close Gear Ratio gírkassa. Nú útblásturspípur voru beint afturúr þ.e.a.s. með miðju hjólinu og á þeim voru megahpone kútar (tómir). Hjólið var létt og í útgáfu scramblers típu. Þetta var A10 (The Hjólið!)


Hjólið leit mjög vel út og var í topp standi, keypt á 25.000 þúsund kall.  Ég man eftir því að það var rosa peningur því ég var búinn að safna mér fyrir þessu í langann tíma, alveg frá því að ég fékk mér Hondu skellinöðru nýja hjá Gunnari Bernburg 15 ára og er það eini japaninn sem ég hef átt, en auðvitað hef ég ekið þeim síðan. Mér fannst ég hafa unnið í happadrætti þegar ég eignaðist bretann því margir voru um það.

Jæja austur fórum við, hjólið með gömlu Esjunni, en ég með DC3. Ég fylgdist vel með þegar hjólið var híft um borð og var á nálum að stroffurnar skyldu slitna þegar hjólið var í u.þ.b. 20 metra hæð á leiðinni um borð. Ekki vissi ég að hver stroffa þyldi 4-5 tonna átak. Þær voru að vísu tvær, allur er varinn góður í svona málum og fleirum.

Nú austur var ég kominn þegar hjólið loksins kom og fylgdist vel með þegar hjólið kom frá borði. Mikill léttir var þegar hjólið snerti jörð og ég sestur á það. Í gang og allir hafnarkallarnir horfðu agndofa á þetta. Ég mjög stoltur og átti heiminn þegar ég er að leggja af stað þegar einhver á Volvo Amason kom að og horfði mikið á, en spurði svo hvort þetta væri skellinaðra?  Þegar ég áttaði mig á því að enginn þarna vissi hvað Mótorhjól væri ! sem ég vissi fyrirfram þar sem ég var búinn að vera fyrir austan áður.  Nú var búinn að jafna mig á þessari fáfræði þegar hann spurði mig hvort ég væri til í að taka spyrnu upp almannaskarð einhverntíma?  Ég fór að hlæja en var orðlaus og móðgaður þegar ég áttaði mig á að þetta var full alvara hjá honum.
Málið var bara einfaldlega það að ég sat á kraftmesta mótorhjólinu á Íslandi og þótt viðar væri leitað í þá daga . Ég var marg búinn að sanna það í keppnum í Reykjavík og nágrenni.  Það væri hægt að skrifa sér grein um þá atburði sem margir muna eftir sem voru mótorhjólamenn í þá daga.  Ég sagði honum að nefna tíma þegar honum hentaði, en ég heyrði aldrei minnst á þetta framar frá honum.
Ætli það stafi ekki út frá því þegar hann sá mig keyra burtu frá honum, því hjólið var á frekar grófum dekkjum og við á malarbryggju.

H dagurinn

Eins og sumir vita rann upp þessi frægi H dagur þ.e 26 maí, þegar umferðinni var beint frá vinstri vegarhelmingi yfir á þann hægri.  Nú það var sunnudagur og ég í fríi, æðislega gott veður.
Ákveðið var á stundinni þegar ég vaknaði að fara inn í sveit sem kallað var þ.e.a.s. Suðursveit sem er u.þ.b. 55km akstur.  Nú skellti ég mér í gallabuxurnar mínar því ekkert var leðrið til og gallajakka. Hanska átti ég og hjálm. Nú mikið var búið að kynna og tala um H daginn í útvarpi og átti að vera sérstök gæsla víða um land svo landinn lenti ekki í vandræðum að koma dráttarvélinni eða druslunni yfir á hægri kant án þess að fara út af eða framan á næsta farartæki.   Í fyrsta kikki fór A10 hjólið í gang eins og venjulega og sólin skein. Brunað var á stað og keyrt um Nesjasveit, æðislegt kikk. Síðan komið á Mýrarnar og allt gekk eins og í sögu, einn og einn fugl flaug í burtu þegar ég nálgaðist þótt þeir væru ekki á veginum því ekki þurfti ég flautuna. Eina sem ég heyrði var þetta fallega hljóð í hjólinu, þetta var unaðslegt.

Rússajeppi fyrir á Veginum

Ég sé rykmökk fyrir framan mig af ökutæki. Nálgast óðum og er kominn í rassgatið á honum um leið. Sé í gegnum rykmökkinn að um er að ræða jeppabifreið og það Rússajeppi.   Það þarf ekki að orðlengja það meir ég vill komast fram úr.    Hann lullar á 60 km hraða, en ég sossum vissi að hann kæmist ekki hraðar en 80-90 km hraða á Rússanum. Ég er fast fyrir aftan hann og vill komast fram úr og þegar ég geri tilraun til þess beyjir hann fyrir mig. Svona gekk þetta aftur og aftur. Ég varð að slá af því ég var að missa andann í rykmekki.  Ég var að hugsa hvaða helvítis vitleysingur er þetta væri þar sem ég var búinn að taka eftir því að hann var búinn að sjá mig í hliðarspeglum jeppanns. Ég horfði beint í andlitið á honum og vildi komast framúr. Við vorum að nálgast Suðursveitina og ég vissi af brú sem við vorum að koma að.  Þar ætlaði ég fram úr með góðu eða íllu hvað sem það kostaði, þó brúin væri þröng.
 Inn á brúnna fórum við og ég fast í rassgatinu á honum. Enginn möguleiki var að fara fram úr á brúnni því hún var mjög þröng en soundið í hjólinu var það gott að það bergmálaði á brúnni en ég sá möguleika um leið og við færum af brúnni.  Smá breikkun var við endann á brúarinnar og ég var staðráðinn í að sýna Hornfirðingnum ,með fullri virðingu fyrir Daða og öðru mótorhjólamönnum núna fyrir austan hvað mótorhjól væri.   Um leið og Rússinn fór af brúnni þrykkti ég niður og þröngvaði mér upp að Rússanum.
Ég man eftir hljóðinu sem myndaðist þegar ég var við hliðina á jeppanum og klettabelti á hina hlið.  Nú í stuttu máli gróf ég skurð um einhverja tugi metra þegar ég fór fram úr og heyrði þegar grjótið ringdi yfir Rússann, því allt var ekið á möl.  Áfram hélt ég þó nokkurn spöl er ég leit aftur fyrir mig hálf brosandi yfir hvernig ég tók helvítið, en tók eftir að hann (Rússinn) bætti frekar við ef hægt væri að segja svo.  Hélt ég mínu striki og sá hann ekkert meir, því í mínum huga var ég búinn að.....
" Láta þá vita hvað mótorhjól er ".


Krassið


Renndi ég frekar létt í góða veðrinu í Suðursveitinni og naut lífsins. Ég þekkti leiðina vel því eg hafði verið áður á þessum slóðum, en ekki á mótorhjóli.  Vissi ég af brú sem ég var að nálgast og var það við Smyrlabjargará og einnig að það væri nokkuð hátt upp á brúnna svo ég hugsaði að keyra hjólið nokkuð greitt yfir, því brúin var stutt.    Flaug ég yfir hana með stæl, þó ég segi sjálfur frá og inn í beyju sem var út úr brúnni. Áður en ég vissi af, þá var rétt framundan mér skurður í veginum sem hafðu myndast í leysingum fyrr, þar sem ringt hafði mikið nokkra daga á undan.   Ósjálfrátt án þess að reyna að bremsa niður þá ætlaði ég að fara yfir þar sem undirmeðvitundin sagði mér að bremsa ekki.  Svo það var látið vaða og fór ég tæplega alla leið, þá meina ég tæplega sem ekki var nóg því afturdekkið kom við bakkann á móti og höggið var það mikið að hjólið fór upp í loftið.  Þó svo ég hafi ekki séð hjólið í loftinu nema óljóst þar sem ég var þar líka, þá endaði það u.þ.b. 30-40 metrum utan vega vinstra megin en ég á svipuðum slóðum hægra megin við veginn.
Ég var á kafi í mýri eitt drullu stykki og gallabuxurnar rifnar og blóð lak niður læri.  Stóð ég upp þar sem ég varð sem fyrst að athuga með hjólið, og sá að það lá í mýrafeni í drullu og var tiltöku lítið skemmt við fyrstu sýn.  Málið var að koma hjólinu upp á veg en brettið hafði gengið niður í afturdekk svo ég tók á til að losa það, sem tókst. Ýtti ég svo hjólinu upp á veg, hvernig sem ég fór að því en það var greinilegt að einhver hjálpaði mér með það því það var þungt í drullunni.  A10 hjólið mitt var lítið skemmt við fyrstu sýn og tékkaði ég á smurolíu til að athuga hvort hún hefði lekið af, en svo reyndist ekki vera né bensín. á fór ég að athuga með sjálfan mig bölvandi yfir þessum klaufaskap og ætlaði úr vettlingunum sem gekk eðlilega fyrir sig á vinstri en ekki á þeirri hægri.  Það var eins og hann væri límdur á hægri hendi, en ég togaði og úr hanskanum fór ég.  Ég starði á lófann eitt augnablik og sá að litli putti lá í lófanum,  úr lið greinilega og beint út í loftið brotinn  " djöfullinn sjálfur hugsaði ég með mér en fann ekkert til "  Kippti í puttann og hann í lið sársaukalaust og horfði ég á hann meðan hann hreyfði sig eðlilega og hugsaði ekkert meira um það á þessu augnabliki.

Gripinn glóðvolgur

 Á hjólið var ég sestur og hugsaði með mér að fara upp að Smyrlabjargarbæ þar sem ég þekkti fólkið þar.  Eitt kikk og Beesan var í gangi eins og ekkert hefði í skorist.  Um leið og ég ætla af stað þá kemur þessi Rússajeppi,  fer út fyrir skorninginn í veginum og leggur beint fyrir framan mig og viti menn þar komi tveir lögreglumenn út úr Rússanum. 

Það er ekki að sökum að spyrja þeir byrja að hella sér yfir mig og segja að ég hafi greinilega keyrt eins og brjálæðingur á minnstakosti 90 km hraða, en ég vildi nú ekki samþykkja það og sagði þeim að þeir hlytu að vita að skellinaðra kæmist ekki á þennan ógnarhraða.  Viðurkenndi ég að hafa farið í
70 km hraða en ég vissi að 60 km hámarkshraði var leyfilegur en ég hefði bara steingleymt að það væri H dagur. 
   Spurðu þeir mig hvort ég væri slasaður en ég sagði svo ekki vera. Létu þeir gott heita en skrifuðu mig niður og var ég nokkrum mánuðum síðar kallaður fyrir sýslumann út af þessum akstri mínum og hann vissi það betur en ég að skellinaðra kæmist ekki á þennan hraða sem stóð í skýrslu lögreglu og taldi það einhvern misskilning og lét málið niður falla, sem ég var í sjálfu sér sáttur við!  Sýslumaðurinn var á sjötugsaldri og hinn besti kall.
   Nú er ég kom á Smyrlabjargir þá var það fyrsta sem ég heyrði í útvarpinu að ungur mótorhjólamaður hafði verið tekinn austur í Suðursveit en annars gengi umferðin nokkuð vel. 
Ég var þá alveg að drepast úr kvölum í puttanum er deyfingin hafði alveg farið úr, einnig lærum og öxl.  Keyrður út á Höfn til læknis. 
Eftir skamma stund var ég búinn að ná í hjólið og hjólaði mikið um austurland með góðum árangri.  En það kom aldrei til að mér væri boðið í spyrnu aftur.

Haukur Richardsson
f. 1.des 1950
d. 24. maí 2012
Með bestu kveðju til allra Hjólamanna,
Félagi í Vélhjólafélagi Gamlingja
og Trident & Rocker3 Owners Club
Haukur Richardsson
Snigill nr: 573
 Sniglafréttir 8. tbl nóv des 1993


19.4.20

Norton selt til Indlands

 Norton Motorcycles, eitt af frægustu mótorhjólaframleiðendum breta var selt á dögunum til Indlands fyrir 16.milljón pund.
Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun í janúar og voru 100 störf þar með í uppnámi.
Fyrirtækið TVS Motor tilkynnti svo að þeir hafi keypt Norton á föstudaginn og vonist þeir til að endurvekja það og stækka.

Norton var stofnað 1898 og er mjög virt merki í mótorsport heiminum.
In a statement, TVS Motor's joint managing director Sudarshan Venu said: "This is a momentous time for us. Norton is an iconic British brand celebrated across the world, and presents us with an immense opportunity to scale globally.
"We will extend our full support for Norton to regain its full glory in the international motorcycle landscape."
He added they would "work closely" with Norton's employees and customers and the company would "retain its distinctive identity" while expanding in to new markets.
Norton Interpol
Norton byrjaði í Birmingham og fór fyrst að smíða mótorhjól 1902 og fór fljótt að keppa í keppnum  m.a. The Isle of Man TT. með ágætum árangri.
Þekktustu mótorhjólin þeirra eru Dominator og Commando, og notaði lögreglan í bretlandi 
Norton Interpol á áttunda áratugnum.
Fornhjólin þerrra eru mjög vinsælir söfnunargripir.
Gangi þeim vel í framtíðinni.

16.4.20

10 þúsund mílur á 125cc Súkku til Íslands

Weronika Kawaspiaz er ferðamaður frá Pólandi með  hjartað fullt af ævintýraþrá. 

Hún hefur tekið þátt í 12 þúsund mílna ferðalagi þvert yfir Ameríku á Bonneville hjóli og nú er hún á leið um Evrópu á 125cc Suzuki Van Van hjóli, já hugsið ykkur yfir 10.þúsund mílur á 125cc.
Ferðalagið hófst 6. júlí í Pólandi og þýskalandi svo þaðan til Danmerkur og svo til Íslands og Færeyja og áfram.

Weronika ferðast ein hún er óttalaus og velur oft ekki léttustu leiðirnar í þessu ævintýri sínu, hér eru skrif hennar um ferðalag sitt um Ísland.
Að láta drauma rætast getur verið erfitt. Jafnvel fyrir mig, eftir tvö stór ævintýri var þetta ekki létt. Við bíðum öll eftir hinum fullkomna tíma  , en það er alltaf eitthvað, peningar, vinna, skóli, fjölskylda ... Hinn fullkomni tími er ekki til. Það er að hrökkva eða stökkva!  Þegar við ákveðum ekki dagsetninguna verður hún örugglega „aldrei“.
Sumir spyrja mig hvernig ég fari að þessu ? Svarið er einfalt. Ég reyni að hugsa hvernig get ég látið drauma mina rætast með hlutunum sem ég hef, svo einfalt er það. 
Fólk eyðir peningum í nýjar græjur sem það mun ekki einu sinni nota í 20 mínútur eða það er að hugsa um að kaupa stærri íbúð, hús… fínan bíl… Mér finnst gaman að safna minningum… Það var sama með Riding Across Evrópa # 2 og eftir að hafa klárað Riding Across America vissi ég að það væri aðeins tímaspursmál hvenær ég myndi hoppa upp á hjólið og léti enn eitt ævintýrið byrja.

Ísland

Þegar þú kemur til Íslands veltirðu stundum fyrir þér hvort þú hafir lentir á Mars eða Tunglinu. Það er erfitt að trúa því að þú sért enn á jörðinni. Ég hef heyrt mikið um þetta land en ekkert gat undirbúið mig fyrir það sem ég þurfti að takast á við í þessu landi.

Á fyrstu klukkustundinni fraus ég.  Það var eins og einhver væri að stinga nálum í hendurnar á mér- þá meina ég miljón nálum. Á leiðini hitti ég pólskt par á reiðhjólum, í fyrra höfðu þau verið í Nordkapp, Noregi (lengsta land Evrópu) og þau sögðust ekki hafa verið eins kalt þar eins og á fyrstu klukkustundum hér. En þegar þú ert að hjóla hérna sérðu nýja fallega staði og þú gleymir fljótlega öllum óþægindum.  Jæja, þar til vindurinn reynir að blása þér út af á mótorhjólinu. Á Íslandi segja menn að ef þér líkar ekki veðrið , bíddu í klukkutíma og það mun breytast  (ferðamenn segja að bíddu í klukkutíma, það gæti versnað).
Ég var ekki heppinn því þetta var kaldasta sumarið í 30 ár. Ég var skjálfandi af kulda um nóttina í

9.4.20

Tían styrkir Sjúkrahúsið á Akureyri til kaupa á öndunarvélum

Villikettir 1974

Já árið er 1974 nokkrir hjólamenn og vinir á Akureyri eru að skemmta sér saman er þessi mynd var tekin.

Kölluðu þeir sig Villikettina, og eins og nafnið bendir til þá hafa þeir hugsanlega verið viltir ungir menn með mikinn áhuga á mótorhjólum og að skemmta sér saman.  því miður voru þeir samkvæmt mínum upplýsingum ekki komnir með neitt merki.
Á myndinni eru til vinstri :  Baldvin Ólason,  Jón Grétarsson og Heiddi (Heiðar Þ Jóhannsson. Til hægri eru Gúggi, Þorsteinn Eiríksson og Danni sonur sigga sæta sem kenndi í velstjórn VMA og Siggi Hlöðversson. 

Takk fyrir þessa minningu Jón Sævar Grétarsson 


1.4.20

Á pólinn


Most riders hide from winter. Dutch adventure motorcyclist Sjaak Lucassen embraces it, seeing bitter cold, snow and ice as a path to one of the most remote places on earth. 

Beginning in January 2021, Lucassen will ride his modified 2001 Yamaha YZF-R1, from Anchorage, Alaska to the geographic North Pole. The 3,000-mile journey includes hundreds of miles over sea ice, which means he has to go at the coldest time of the year in order for the ice to remain frozen. Due to the extreme conditions, the trip will require three winter seasons and over two years to complete.

Sjaak’s journey to the North Pole during the peak of winter will mean he’ll have to battle temperatures as low as -40° F (-40° C) through skin piercing snowstorms. But Sjaak actually hopes temperatures stay as low as possible to decrease his chances of running into what he considers the biggest danger — falling through the open ice. Deep snow drifts and cracks in the ice could swallow the bike. And Sjaak will have to receive periodic weather updates and satellite data about open spots on the ice cap. Then there is the ever-present threat of polar bears who consider humans on the menu.


He’ll be as independent as possible, hauling his own food, tools and camping gear in a sled and sleeping in a tent. To keep warm, Sjaak will use several different options including a generator, a motor, a heat gun, and fuel.

Given the small window in the year when temperatures drop to the extreme lows he needs to ride the polar ice, Lucassen is aiming to reach the North Pole in three stages:


tage 1 – Anchorage, Alaska to Tuktoyaktuk, Canada (1,800km/1,100 miles):  This section of the ride will be on winter roads, which will give Sjaak time to get used to the weather and his R1 as well as make any small modifications if needed.

Stage 2 – Tuktoyaktuk to Ward Hunt Island (2,300km/1,400 miles): Things get more challenging in 2022, when he’ll venture over the frozen Beaufort Sea and across coastal islands. He’ll have to avoid pressure ridges which can result in big blocks of ice piled up and is most likely going to require the navigational skills of a local guide. 

Stage 3 – Ward Hunt Island to North Pole (800km+/500miles+): Things get crazy in 2023 when he points the R1 directly north and heads out over the frozen ocean. Sjaak’s exact route will depend mainly on ice conditions. He’ll have to be on high alert for stretches of open water and the presence of huge pressure ridges could mean big detours. 


So what’s the inspiration for this crazy adventure? Lucassen hatched the idea of a ride to the North Pole during an around-the-world trip he took in 1995. “In Pakistan, on the Karakoram Highway, I felt like I was on the end of the world. But it’s not the end of the world. The end of the world is the North Pole . That popped up in my mind and since then I kept in my mind to go there once in my life.” 

And why an R1? Sjaak has always preferred sportbikes for his adventures. He praises his R1 as reliable and surprisingly capable in rough terrain after airing down the tires.

The Test Run

Sjaak had completed several winter rides before but he says none were as important as the one through Beaufort Sea. In February 2013, Lucassen rode over 6,200 miles on a R1 from the northernmost tip of the continental US to the southernmost tip, a test trip of sorts for the North Pole push. “To keep it a real motorcycle journey, I had put myself some limits. Like travelling the entire distance by using the bike’s strength and my own, so no physical help from others,” he explained. The journey began in the polar ice of Barrow, where there are no roads, which meant he had to ride over the frozen waters of the Beaufort Sea to civilization. 

The trip was an eye-opener for him, highlighting how far behind he still was in his planning and preparations. The tires were too stiff and not wide enough, and the bike would dig into soft snow. The tires were also too tall, making the bike difficult to upright after a tip over. The bike would also overheat if he covered the radiators, or not warm up enough if he didn’t. And his sled, which was big enough to carry all his supplies and sleep in, was far too heavy.

The Bike – Arctic 1

To address the issues he experienced in his test run, Lucassen built another 2001 R1. Enter ‘Arctic 1,’ his new weapon built specifically for the North Pole expedition. The upgraded R1 rides on squishy, monster tires: 60-cm (23.6 inches) wide in the rear, and 40 cm (16 inches) in the front. No such motorcycle tire exists off the shelf, so Lucassen designed them himself and found a company to make them. He also widened the swingarm and designed a drive system with primary and secondary chains to accommodate the fat rear rubber. In the front he designed extra-wide triple clamps and modified the fairings to make it all fit, somehow managing to keep the R1’s sportbike lines intact. In addition, Lucassen added a new radiator with more cooling capacity, heating elements to warm the carbs and the antifreeze, and had special oil developed that wouldn’t solidify in the extreme cold he’ll be facing. He will also carry a small generator to warm the bike for morning starts.The sled was also modified to make it lighter and ensure it can pull 150kg of supplies.

It’s taken 13 years of preparation for the trip and he’s not done yet. Lucassen is still working on the necessary permits and paperwork needed to access the North Pole and get the Guiness Book of World Records to recognize his attempt, raising money and finding a support driver to haul fuel during the last stretch and possibly provide protection from polar bears. There’s no big-money team behind the expedition, just a man and a dream most would consider crazy. But he embodies the DIY spirit, and you get the feeling that he’ll make it.

“If there is too much open water I’ll come back the next year,” he said. “And if there is too much open water in that year too, then I’ll make the bike float. But I will go to the North Pole .”

Follow Lucassen’s incredible journey on FacebookYouTube or his website.