29.7.19

Framundan um Verslunarmannahelgina


Næst á Dagskrá hjá Tíunni !


Tíufundur á Mótorhjólasafninu..
Á síðast fimmtudagsfundi var grillað og farið að hjóla og miðað við veðurspá þá verður líklega farið út að hjóla.
Viðburðurinn

Á föstudaginn er náttúrulega Ein með öllu hátíðin og við tökum þátt í henni með hópakstri um bæinn ásamt Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar sem endar niður í Göngugötu. Allir hjólamenn velkomnir í keyrsluna ..sem og Fornbílar.
Viðburðurinn

Á Laugardag verður Súpukvöld inn á safni til styrkta Pieta samtökunum
Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur.
Frjáls framlög.
Allir að mæta.
Viðburðurinn

9.7.19

Hjóladagar Tíunnar (Dagskrá)

Tían Bifhjólaklúbbur
Norðuramts kynnir

Dagskrá Hjóladaga 19-20 júlí

Við byrjum Hjóladaga að þessu sinni á Keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Þar ætlum við að hafa leikdag í því formi að allir gera láti reyna á getu sína í að spyrna hjólinu sínu á keppnisljósum.
Allir að skrá sig þetta er aðalega til gamans gert og samt pínu alvara því þetta er roslega góð æfing á getu þína og um leið góð æfing í að kynnast hjólinu þínu og getu þess.
Margir flokkar hvort sem þú er á hippa eða racer nú eða alger byrjandi þá eru flokkur fyrir byrjendur..

Á eftir þá grillum við og og tjúttum eitthvað á staðnum kannski með lifandi tónlist fram á nótt í klúbbhúsnæði B.A.
Skráið ykkur í ljósaæfinguna hér í tenglinum að neðan , um að gera að prófa og vera með. ( Athugið Dagskráin er hér fyrir neðan í sjá nánar)

Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....


Dagskrá Hjóladaga :

FÖSTUDAGUR 19 Júlí...

KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00

Skráning í æfingarspyrnuna er hér

kl 21-23 Grillað og með því
23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt

Laugardagur 20 júlí

Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu

13:00  Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.

17:00-20 Steikhúsferð á T-bone Steikhouse fyrir þá sem vilja...
Tilboð fyrir hjólafólk  Pantanir hjá Siggu Formanni 6611060

Val um 200gr nautalund eða Rib eye 350gr með grilluðu grænmeti, smælki og bernaise sosu a 3990kr .
Svo 150gr bbq hamborgara með karmeluðum lauk, beikoni, salati og frönskum  2790kr .
Einnig bjor a dælu á 750kr og vínglas a 1000kr. 
Svo annars 10% afslátt af öllu öðru.

20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við Mótorhjólasafnið.

Krakkarnir munu elska þennann á svæðinu