29.3.17

Tíufélagar í sjálboðavinnu á Mótorhjólasafninu

Tíumeðlimir eru duglegir að mæta og halda áfram að byggja upp þetta glæsilega safn á Akureyri.

Allir sem tóku þátt eiga hrós skilið og safnið verður glæsilegra með hverju árinu..
Enn er þó nokkuð eftir en með samstilltu átaki klárum við safnið...

Myndband frá Gissuri

10.3.17

Ók eins og „brjálæðingur“ um götur Akureyrar

Lögreglunni á Akureyri bárust tilkynningar undir morgun um mann, sem æki á ofsahraða vítt og breitt um bæinn á mótorhjóli.

Lögreglan fór að leita hans en þegar hún sá aksturslagið á honum var ekki tekin áhætta á að reyna að aka í veg fyrir hann eða elta hann vegna hættu á að hann færi sjálfum sér eða örðum að voða, og hvarf hann út í náttmyrkrið.

Lögreglumaður, sem fréttastofan ræddi við, sagði að hann hafi ekið „eins og brjálæðingur,“ auk þess sem hálka var hér og þar á götum bæjarins þegar þetta gerðist. Brátt vöknuðu grunsemdir um hver hann væri og var hann handtekinn í morgun þegar hann var á leið í vinnu.

Hann er nú í vörslu lögreglu og verður yfirheyrður í dag, en lögregla er meðal annars að afla sér efnis úr eftirlitsmyndavélum til að greina nánar athæfi mannsins. Ekki liggur enn fyrir hvort hann var undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.
Frétt af visir.is

Góður Fundur hjá Tíunni og Söxum

Skemmtilegur fundur hjá tíunni og Saxar Mc á miðvikudaginn var.


Skoðaðar voru myndir af Landsmótum síðustu ára endilega kíkið inn á saxar.123.is ef þú misstir af fundinum. :) :) :)

8.3.17

Fundur

Félagsfundur í kvöld klukkan 20 í húsnæði Saxar Mc hlakka til að sjá sem flesta. Bakkelsið klárt fyrir kvöldið.

Ætlar þú ekki að mæta