20.6.12

Lögreglan leitar ökumanns sem stakk af

Ökumaður sem flúði vettvang þegar lögreglumaður féll af bifhjóli í gær er enn ófundinn.

 Lögreglan leitar vitna að atvikinu sem varð skömmu fyrir klukkan hálffjögur. Þar var lögreglumaður á bifhjóli að veita ökumanni á svörtu mótorhjóli eftirför. Lögreglumaðurinn, sem var á norðurleið, missti stjórn á hjólinu sínu á móts við Kópavogslæk og hafnaði utan vegar, austanmegin. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en reyndist ekki alvarlega slasaður.

Þeir sem urðu vitni að slysinu, og/eða geta veitt upplýsingar um ökumann svarta mótorhjólsins, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.

Ökumaður svarta mótorhjólsins er hvattur til að gefa sig fram. Talið er að hjólið (racer) sem hann var á sé mögulega af gerðinni Yamaha R1 árgerð 2004-2008 eða Kawasaki ZX-10R Ninja árgerð 2006 eða 2007. Á því eru líklega rauðar strípur eða stafir. Ökumaðurinn var í túbugalla, sennilega svörtum að lit.
Vísir 

20. júní 2012