28.3.12

Norn­ir segj­ast ekki karla­klúbb­ur

Ein­kenn­is­tákn MC.
Norna. Logo/​MC. Norn­ir

Forrmaður MC. Norna sem er mótor­hjóla­klúbb­ur kvenna á Norður­landi er ósáttur við orð Helga Gunn­laugs­son­ar, pró­fess­ors í fé­lags­fræði, á morg­un­verðarfundi Fé­lags­fræðinga­fé­lags Íslands. Þar sagði hann að MC stæði í raun fyr­ir karla­klúbb en ekki mótor­hjóla­klúbb. Formaður­inn seg­ir þetta al­geng­an mis­skilning.





Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins, mbl.is, greindi frá því fyrr í dag að Helgi nefndi á fund­in­um að þó svo skil­greind glæpa­sam­tök á borð við Vít­isengla, Útlag­ana, Bandidos og Mon­g­ols ein­kenndu sig með stöf­un­um MC fyr­ir vél­hjóla­sam­tök (e. motorcycle club) stæðu þeir í raun fyr­ir annað, nefni­lega karla­klúbb (e. mens club). Þá mætti finna mikla og áber­andi kven­fyr­ir­litn­ingu inn­an um­ræddra sam­taka. Kon­ur fengju ekki inn­göngu nema sem fylgi­hlut­ir, svo­nefnt hnakka­skraut, eða sem eign meðlima.

Hrönn A. Björns­dótt­ir, formaður MC. Norna, sendi af þessu til­efni blaðamanni bréf þar sem hún seg­ir Norn­ir hafa staðið í stappi við ansi marg­an karlpen­ing­inn vegna þessa mis­skiln­ings. Hún seg­ir 1% sam­tök, þ.e. glæpa­sam­tök, karla­klúbba en það hafi ekk­ert með MC skamm­stöf­un­ina að gera, sem áfram standi fyr­ir vél­hjóla­sam­tök.

Þá vís­ar hún í færslu sína á sam­fé­lagsvefn­um Face­book þar sem hún árétt­ar þenn­an mis­skiln­ing. „Hvernig ætla þeir þá t.d. að út­skýra all­an þann fjölda af kven-mótor­hjóla­klúbb­um sem hafa MC í nafn­inu sínu í hinni stóru Am­er­íku?“ spyr Hrönn og bæt­ir við að formaður Lands­sam­taka lög­reglu­manna hafi sjálf­ur í viðtali sagst líta svo á.
mbl 28.3.2012