Einkennistákn MC. Norna. Logo/MC. Nornir |
Forrmaður MC. Norna sem er mótorhjólaklúbbur kvenna á Norðurlandi er ósáttur við orð Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, á morgunverðarfundi Félagsfræðingafélags Íslands. Þar sagði hann að MC stæði í raun fyrir karlaklúbb en ekki mótorhjólaklúbb. Formaðurinn segir þetta algengan misskilning.
Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, greindi frá því fyrr í dag að Helgi nefndi á fundinum að þó svo skilgreind glæpasamtök á borð við Vítisengla, Útlagana, Bandidos og Mongols einkenndu sig með stöfunum MC fyrir vélhjólasamtök (e. motorcycle club) stæðu þeir í raun fyrir annað, nefnilega karlaklúbb (e. mens club). Þá mætti finna mikla og áberandi kvenfyrirlitningu innan umræddra samtaka. Konur fengju ekki inngöngu nema sem fylgihlutir, svonefnt hnakkaskraut, eða sem eign meðlima.
Hrönn A. Björnsdóttir, formaður MC. Norna, sendi af þessu tilefni blaðamanni bréf þar sem hún segir Nornir hafa staðið í stappi við ansi margan karlpeninginn vegna þessa misskilnings. Hún segir 1% samtök, þ.e. glæpasamtök, karlaklúbba en það hafi ekkert með MC skammstöfunina að gera, sem áfram standi fyrir vélhjólasamtök.
Þá vísar hún í færslu sína á samfélagsvefnum Facebook þar sem hún áréttar þennan misskilning. „Hvernig ætla þeir þá t.d. að útskýra allan þann fjölda af kven-mótorhjólaklúbbum sem hafa MC í nafninu sínu í hinni stóru Ameríku?“ spyr Hrönn og bætir við að formaður Landssamtaka lögreglumanna hafi sjálfur í viðtali sagst líta svo á.
mbl 28.3.2012
Hrönn A. Björnsdóttir, formaður MC. Norna, sendi af þessu tilefni blaðamanni bréf þar sem hún segir Nornir hafa staðið í stappi við ansi margan karlpeninginn vegna þessa misskilnings. Hún segir 1% samtök, þ.e. glæpasamtök, karlaklúbba en það hafi ekkert með MC skammstöfunina að gera, sem áfram standi fyrir vélhjólasamtök.
Þá vísar hún í færslu sína á samfélagsvefnum Facebook þar sem hún áréttar þennan misskilning. „Hvernig ætla þeir þá t.d. að útskýra allan þann fjölda af kven-mótorhjólaklúbbum sem hafa MC í nafninu sínu í hinni stóru Ameríku?“ spyr Hrönn og bætir við að formaður Landssamtaka lögreglumanna hafi sjálfur í viðtali sagst líta svo á.
mbl 28.3.2012