Ágætu félagar
Þann 14.maí kl 13:00 höldum við lögboðinn aðalfund okkar í Sjallanum.Efni fundarins er:
- 1. Kosning fundarstjóra og ritara.
- 2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu liðins árs.
- 3. Reikningar liðins árs lesnir og lagðir fram.
- 4. Lagabreytingar lagðar fram til samþykktar. Lagabreytingarnar er hægt að sjá í meðfylgjandi viðhengi.
- 5. Kosning stjórnar.
- 6. Kosning nefnda.
- 7. Önnur mál.
Kaffi og meðlæti á fundinum.
Hópakstur verður að loknum fundi þar sem við endum á nýopnuðu Mótorhjólasafni Íslands.
En deginum er ekki lokið því um kvöldið blásum við til sumarfagnaðar í boði Tíunnar í húsnæði MC.SKÁL. Húsið verður opið frá kl 21 og frameftir. Félagar mega sjálfir koma með drykkjarföng kjósi þeir svo.
Stjórn Tíunnar minnir á að framboðsfrestur til stjórnarsetu rennur út 30. apríl.
Áhugasamir sendi póst á irisb69@gmail.com.
Einungis greiddir félagar eru gjaldgengir og verður hægt að greiða á staðnum.
Fh. stjórnar Íris Björk #93 formaður Tíunnar.