18.6.09

„Kókapuffs" - Einn versti óvinur bifhjólamannsins





 Ágætu meðlimir og aðrir bifhjólamenn.

Nýlega fór ég rúnt um Egilsstaði á mínu ágæta hjóli. Fór um allmörg gatnamót, ætíð með í huga að þar gæti leynst möl, sandur og annað sem tilheyrir ekki okkar íslenska malbiki, þó malbikið okkar sé vissulega ekki á heimsmælikvarða. Skellti mér í heita pottinn og þegar ég var búinn þar, eftir ca. 1,5 klst, tók ég annan svipaðan hring þar sem veðrið bauð engan veginn upp á að fara beint heim.

 Nema hvað: Hefði ég ekki farið yfir með mín föstu varnarorð í huganum, em ég geri alltaf þegar ég sest á hjólið og set í gang, þá hefði ég verið í háum hættuflokki með að dúndrast á hliðina í sömu beygjunum sem voru þokkalegar hreinar tuttu áður.

Mitt fyrsta persónulega varnarorð er: KÓKAPUFFS!

Greinilegt var, að einhver ágætur/ágætir verktakar höfðu ekið sömu leið og ég, ekki með það í huga að hugsa um öryggi okkar, sem og annara vegfaranda, heldur hugsa um að koma sem mestu efni á trukkana á kostnað öryggis okkar og annara vegfarenda en sínum fjárhag til framdráttar, það er koma sem mestu efni með í hverri ferð. Skiljanlegt að hluta en allt hefur sín takmörk.


#29 Smári Sigurjónsson, meðlimur og stjórnarmaður Vélhjólaklúbbs Austurlands - DREKAR www.drekar.is