10.3.07

Leggja í langferð

BRÆÐURNIR Sverrir og Einar

Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum


Þorsteinssynir ætla fyrstir Íslendinga að fara hringinn í kringum jörðina á mótorhjólum og gera ráð fyrir því að það taki 90 daga. Þeir leggja í hann á þriðjudaginn, 8. maí, kl. 10 og taka Norrænu næsta dag frá Seyðisfirði. Frá Skandinavíu verður haldið í austur, um víðáttur Síberíu og Mongólíu meðal annars.

Mjög spenntir

Sverrir segir þá bræður spennta fyrir ferðinni. „Það er nú ekki hægt annað,“ segir Sverrir. Aðalatriðið sé ekki dagafjöldinn sem ferðin tekur heldur að reisan sjálf. „Við höfum safnað reynslu í mörg ár. Þar fyrir utan skiptir gott skipulag máli, að vera í góðu líkamlegu formi og að þekkja vel tæki og tól.“ verrir segir sérstakt að fara hringinn í kringum hnöttinn í einum áfanga. Bræðurnir ákváðu sjálfir hvaða leið þeir ætluðu að fara en þeir fara ekki um ófriðarsvæði. Sverrir segir þá þó búna undir að ribbaldar og ræningjar verði á vegi þeirra, sem og einhverjar skepnur. Þeir bræður kynna ferðina kl. 12 í dag, í verslun MotorMax að Kletthálsi 13. Þar verða mótorhjólin og önnur tæki og tól bræðranna til sýnis.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgis@mbl.is
5.5.2007