13.2.07

Geggjuð heimsreisa


Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir vita fátt meira spennandi en ferðalög um fjöll og firnindi á mótorhjólum. Þeir hafa brunað vítt og breitt um hálendi íslands auk þess sem þeír hafa ferðast á hjólunum um Bandaríkin og Evrópu. í vor ætla þessir stórhuga bræður að fá enn meiri útrás fyrir ævintýraþrá sína og fara „hringinn" á mótorhjólum. Ekki þó hringinn í kringum landið heldur í kringum
allan hnöttinn.

    „Þetta er gamall draumur hjá okkur bræðrunum enda erum við búnir að vera með mótorhjólapróf
í áratugi og mótorhjóladellan hefur aukist jafnt og þétt með aldrinum," segir Sverrir. Þeir Einar hyggjast
leggja af stað þann 8. maí næstkomandi og áætlað er að ferðalagið taki rúmlega þrjá mánuði.
„Við ætlum að byrja á að fara til Seyðisfjarðar, taka Norrænu til Færeyja og fara þaðan til Noregs og
keyra norður Noreg og til Svíþjóðar, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Síðan förum við yfir Hvíta-Rússland til Rússlands og svo Mongólíu og svo aftur til austurhluta Rússlands.
Þaðan tökum við ferju tíl Japans og síðan austur til Alaska og þaðan í gegnum Kanada og svo Bandaríkin. Að endingu fljúgum við frá New York til Keflavíkur og keyrum þaðan heim til  Reykjavíkur," útskýrir Sverrir.
     Hann segir að þeir bræður hyggist einungis fljúga þegar leið þeirra liggur yfir sjó. Að öðru leyti ætla
þeir eingöngu að ferðast um á mótorhjólum. „Það þarf auðvitað sérhannað ferðahjól fyrir svona langferð og við verðum á Yamaha XT 66oR en þau hjól eru einmitt ætluð miklum akstri yfir fjöll og firnindi," segir hann og bætir því við að þeir hafi sjálfir mikla reynslu af mótorhjólaferðalögum.
     „Síðasta sumar hjóluðum við til dæmis yfir 8.000 kílómetra vítt og breitt um hálendi Islands auk þess
semvið höfum áður hjólað töluvert í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að því leytinu til erum við mjög vel undirbúnir fyrir heimsreisuna. Formlegur undirbúningur fyrir hana hófst þó síðasta haust. Mesti tíminn fer í alls konar pappírsmál þar sem við þurfum að verða okkur úti um nauðsynlegar tryggingar, vegabréfsáritanir og fleira í þeim dúr. Það hefur reynst nokkuð tímafrekt." 
Spurður um farangurinn segir hann að vitaskuld sé plássið afskornum skammti. „Við höfum töskur
á hjólunum og við förum með þær nauðsynjar sem komast í þær, annað ekki. Enda er aukið pláss fyrir farangur í raun ekki valkostur," bendir hann á. Bræðurnir Sverrir og Einar hafa ekki staðið einir í undirbúningi fyrir ferðalagið mikla. „Við erum báðir svo lánsamir að vera vel giftir. Eiginkonur okkar hafa auðvitað sínar áhyggjur en styðja engu að síður við bakið á okkur og hjálpa okkur við allan undirbúning. Svo eigum við fjögur börn hvor þannig að fjölskyldurnar eru stórar og allir leggja sitt af
mörkum," segir Sverrir glaðbeittur að lokum.

Eftir Hildur Edda Einarsdóttir
Blaðið 13.2.2007

5.2.07

Safn til minningar um Heiðar


 Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu.

"Hann vildi ólmur opna svona safn og var byrjaður að leita af húsnæði rétt áður en hann dó" sagði bróðir hans Jón Dan Jóhannsson sem er einn af þeim sem standa fyrir opnun safnsins. Heiðar var mikill áhugamaður um mótorhjól og safnaði þeim, hann átti sér það markmið að eiga 10 hjól þegar hann myndi verða fertugur en þegar stundinn rann upp átti hann bara 9. Þegar hann lést í fyrrasumar átti hann alls 30 hjól þá 52 ára að aldri. Safnið hans er mjög verðmætt en ekki eru til tölur um hversu mikla fjármuni er að ræða.

Fimm manna nefnd vina Heiðars hefur unnið að undirbúningi þess að koma safninu á fót og hefur verið ákveðið að stofna sjálfseignarfélag um reksturinn og hefur fjölskylda Heiðars þegar ákveðið að öll hjól sem hann átti verði gefin safninu. Vonast menn til þess að 50-70 hjól verði á safninu þegar það verður opnað og nokkuð er um að fólk bjóðist til að lána safninu hjól sem þau eiga í óákveðinn tíma. Ekki er komin nákvæm tímasetning á opnun safnsins en það mun ábyggilega ekki fara fram hjá neinum þegar svo verður.

Mótorhjólaklúbbur var stofnaður til heiðurs Heidda skömmu eftir að hann lést og ber hann heitið Tían.

Heimasíða Tíunnar: www.tian.is