16.3.05

Arsæll kominn á Yamaha classic Silvera

Ársæll Guðmundsson á nýja hjólinu.

 Keypti hjólið á netinu

Feykir hafði spurnir af því að Ársœll Guðmundsson sveitarstjóri í Skagafirði hefði fjárfest í forláta mótorfák. Það þótti því rétt að heyra í Ársæli hljóðið og fyrst var spurt hvort hann væri að láta gamlan draum rætast.

„Þetta hefur blundað í mér frá unglingsárum og svo hef ég verið með bifhjólaprófið í rúm 20 ár. Það er kominn tími til að nýta það. Einnig er ég á þeirri skoðun að við eigum að láta drauma okkar rætast séu þeir ekki þess eðlis að valda öðrum tjóni." 

- Hvernig vélfákur er þetta?
 „Yamaha V-Star 650cc classic Silverado árg. 2002. Keypti hjólið frá USA beint af internetinu."

 - Ertu búinn að þeysa eitthvað á fáknum?
Ég setti hjólið á skrá um daginn í veðurblíðunni og hef aðeins farið um Krókinn, eftir að hafa fengið leiðsögn og leiðbeiningar frá Kela aðstoðarskólameistara og bifhjólakennara."

- Hvað finnst fjölskyldunni um þetta uppátæki?
„Dæturnar eru himinlifandi og ég held að það sé að smita smátt og smátt húsmóðurina."

- Mega Skagfirðingar eiga von á fleiri sveitarstjórnarmönnum á mótorhjólum á næstunni? 
„Ég hef það fyrir satt að séra Gísli Gunnarsson verði kominn á svipaðan vélfák fyrir stóra vélhjólamótið sem verður í Skagafirði ísumar." 

"Feykir  2005"