Lögfræðineminn ************ hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaðurinn ók yfir á rangan vegarhelming i veg fyrir ******** sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Lögreglan í Reykjavík telst vanhæf
************, 25 ára lögfræðinemi, hefur kært lögreglumann fyrir að hafa ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg
fyrir hann að kvöldi 31. mai. Í kærunni er ökumaður lögreglubifreiðarinnar sagður hafa stofnað lífi og heilsu *****í voða og þess
krafist að málið verði rannsakað.
Ríkissaksóknari er með málið í
höndum en lögreglan í Reykjavík telst vanhæf til að rannsaka
það.
******* segist heppinn að vera enn á lífi.
„Ég meiddist töluvert og er ekki búinn að bíða þess bætur ennþá," segir ******** sem stundar nám við lagadeild Háskóla íslands og er meðlimur í Sniglunum. Bifhjólamenn eru margir hverjir afar reiðir yfir atburðinum og spyrja hvort það sé stefna lögreglunnar að aka niður mótorhjólamenn.
Keyrði í veg fyrir hjólið
Í skýrslum lögreglunnar þann 31. maí kemur fram að nokkur bifhjól hafi verið mæld á of miklum hraða fyrr um kvöldið. Lögreglunni tókst hins vegar ekki að stöðva þá ökumenn. Nokkru síðar sá ökumaður lögreglubifreiðar númerið MN-074, ****, koma akandi við bensínstöðina á Ægisíðu. **** var ekki viðriðinn hraðaksturinn fyrr um kvöldið og hefur ekki enn hlotið neina kæru eftir umrætt kvöld.Ökumaður lögreglubifreiðarinnar ákvað hins vegar að stöðva hann. **** segist hafa komið fyrir horn og verið á leið inn í beygju þegar lögreglubíllinn keyrði snöggt í veg fyrir hann. **** skall á lögreglubílinn og flaug af hjólinu.
Eins og sést á myndunum hér til hliðar er augljóst að lögreglan ók yfir á rangan vegarhelming. **** segist ekki hafa haft ráðrúm til að stöðva hjólið en bremsuförin á vettvangi voru um sex metrar.
Lögreglan ber því við að hafa kveikt aðvörunarljósin og heldur því fram að hér hafi verið um slys að ræða.
Alvarlegt atvik
„Ég tel það augljóst að þú stöðvar ekki bifhjól á fullri ferð með því að aka í veg fyrir hjólið með þeim hætti sem lögreglumaðurinn gerði," segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður ****. Hilmar sendi lögreglunni skömmu eftir slysið beiðni um að kannað yrði í tetra-fjarskiptakerfi lögreglunnarhvort aðvörunarljósin hafi verið kveikt. Niðurstaða úr þeirri beiðni er ekki enn komin í ljós
Hilmar bætir við: „Þetta er mjög alvarlegt. Lögreglumaðurinn vissi ekki hvort að hann var þarna með rétt bifhjól í sigtinu þegar hann ók yfir á rangan vegarhelming til að stöðva hjólið fyrir meintan hraðakstur bifhjólamanna á öðrum stað í bænum."
Lífi stofnað í voða
Í kærunni
hendur ökumanni lögreglubifreiðarinnar segir að lífi **** og heilsu
hafi verið augljóslega stefnt í verulegan háska svo að varðað geti við 4.
mgr. 220. greinar almennra hegningarlaga.
Í þeirri grein segir að sá
sem, „í ábataskyni, af gáska
eða á annan ófyrirleitan
hátt stofnar lífi eða heilsu
annarra í augljósan
háska," skuli sæta allt að
fjórum árum í fangelsi.
**** segir að eftir slysið hafi hann krafið lögreglumennina um skýringu. Þá sagði ökumaður lögreglubifreiðarinnar ,,Ég gerði nákvæmlega það sem þarf til að stöðva þig"
DV 25.8.2004
Mótorhjólamaðurinn **************** segist vera beittur óréttlæti af Hæstarétti íslands í máli sinu gegn lögreglumanninum Aðalbergi Sveinssyni. Lögreglumaðurinn fékk áfrýjunarleyfi en **** ekki.
Munur á Jóni og séra Jóni „
Logið í skýrslunni
Miklir hagsmunir lögreglumanna