25.8.04

Lögreglan stofnaði lífi bifhjólamanns í voða



 Lögfræðineminn ************ hefur kært lögreglumann fyrir að hafa stofnað lífi sínu og heilsu í stórhættu. Lögreglumaðurinn ók yfir á rangan vegarhelming i veg fyrir ******** sem ók þar um á vélhjóli og lá óvígur eftir. Lögreglan ber því við að hér hafi verið um slys að ræða. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Lögreglan í Reykjavík telst vanhæf


************, 25 ára lögfræðinemi, hefur kært lögreglumann fyrir að hafa ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir hann að kvöldi 31. mai. Í kærunni er ökumaður lögreglubifreiðarinnar sagður hafa stofnað lífi og heilsu *****í voða og þess krafist að málið verði rannsakað.
 Ríkissaksóknari er með málið í höndum en lögreglan í Reykjavík telst vanhæf til að rannsaka það.
******* segist heppinn að vera enn á lífi. 


„Ég meiddist töluvert og er ekki búinn að bíða þess bætur ennþá," segir ******** sem stundar nám við lagadeild Háskóla íslands og er meðlimur í Sniglunum. Bifhjólamenn eru margir hverjir afar reiðir yfir atburðinum og spyrja hvort það sé stefna lögreglunnar að aka niður mótorhjólamenn.

Keyrði í veg fyrir hjólið 

Í skýrslum lögreglunnar þann 31. maí kemur fram að nokkur bifhjól hafi verið mæld á of miklum hraða fyrr um kvöldið. Lögreglunni tókst hins vegar ekki að stöðva þá ökumenn. Nokkru síðar sá ökumaður lögreglubifreiðar númerið MN-074, ****, koma akandi við bensínstöðina á Ægisíðu.  **** var ekki viðriðinn hraðaksturinn fyrr um kvöldið og hefur ekki enn hlotið neina kæru eftir umrætt kvöld.
Ökumaður lögreglubifreiðarinnar ákvað hins vegar að stöðva hann. **** segist hafa komið fyrir horn og verið á leið inn í beygju þegar lögreglubíllinn keyrði snöggt í veg fyrir hann. **** skall á lögreglubílinn og flaug af hjólinu. 
Eins og sést á myndunum hér til hliðar er augljóst að lögreglan ók yfir á rangan vegarhelming. **** segist ekki hafa haft ráðrúm til að stöðva hjólið en bremsuförin á vettvangi voru um sex metrar. 
Lögreglan ber því við að hafa kveikt aðvörunarljósin og heldur því fram að hér hafi verið um slys að ræða. 

Alvarlegt atvik 

„Ég tel það augljóst að þú stöðvar ekki bifhjól á fullri ferð með því að aka í veg fyrir hjólið með þeim hætti sem lögreglumaðurinn gerði," segir Hilmar Ingimundarson, lögmaður ****. Hilmar sendi lögreglunni skömmu eftir slysið beiðni um að kannað yrði í tetra-fjarskiptakerfi lögreglunnarhvort aðvörunarljósin hafi verið kveikt. Niðurstaða úr þeirri beiðni er ekki enn komin í ljós

Hilmar bætir við: „Þetta er mjög alvarlegt. Lögreglumaðurinn vissi ekki hvort að hann var þarna með rétt bifhjól í sigtinu þegar hann ók yfir á rangan vegarhelming til að stöðva hjólið fyrir meintan hraðakstur bifhjólamanna á öðrum stað í bænum." 

Lífi stofnað í voða

 Í kærunni hendur ökumanni lögreglubifreiðarinnar segir að lífi **** og heilsu hafi verið augljóslega stefnt í verulegan háska svo að varðað geti við 4. mgr. 220. greinar almennra hegningarlaga.  
   Í þeirri grein segir að sá sem, „í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitan hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska," skuli sæta allt að fjórum árum í fangelsi.
**** segir að eftir slysið hafi hann krafið lögreglumennina um skýringu. Þá sagði ökumaður lögreglubifreiðarinnar   ,,Ég gerði nákvæmlega það sem þarf til að stöðva þig"

simon@dv.is
DV 25.8.2004



Önnur Grein um dóminn
25.JÚLÍ 2005


Mótorhjólamaðurinn **************** segist vera beittur óréttlæti af Hæstarétti íslands í máli sinu gegn lögreglumanninum Aðalbergi Sveinssyni. Lögreglumaðurinn fékk áfrýjunarleyfi en **** ekki.


Mótorhjólamaður segir löggur fá sérmeðferð í dómskerfinu

**************** var á mótorhjóli þegar hann lenti í árekstri við lögreglubíl sem reyndi að stöðva hann þann 31. maí í fyrra. ökumaður lögreglubílsins, Aðalbergur Sveinsson var í kjölfarið sektaður af Héraðsdómi Reykjavíkur og dæmdur til að greiða *****skaðabætur

***** var einnig dæmdur fyrir aðild sína að árekstrinum og þurfti að greiða 150 þúsund krónur í Ríkissjóð vegna ógætilegs aksturs þegar áreksturinn varð. Nú er svo komið að aðeins annar aðilinn fær að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og er það lögreglumaðurinn Aðalbergur Sveinsson

 Munur á Jóni og séra Jóni „

Það er óþolandi að lögreglu menn fái aðra meðferð í dóms kerfinu en venjulegir borgarar,' segir *****. Lögmaður hans, Hilmar Ingimundarson gerir einnig verulegar athugasemdir við vinnubrögð Hæstaréttar í málinu og segir greinilega ekki sama hver á í hlut. „Þarna skiptir greinilega máli hvort þú sért Jón eða séra Jón," segir Hilmar. 

Logið í skýrslunni 

******** segir lögreglumenn hafa logið, bæði fyrir dómi og í skýrslugerð máls-ins. Tvískinnungur hafi verið hjá einum lögreglumanni sem bar vitni þar sem hann sagðist hafa séð **** á lögreglustöðinni í mótorhjólagallanum, sem hann átti að hafa verið í umrætt kvöld. Gallinn hafi hinsvegar verið sóttur af föður hans á sjúkrahús, þar sem ***** lá óvígur eftir áreksturinn. Einnig hafi Aðalbergur fyllt út skýrslu um málið, þar sem fullyrt var meðal annars að prófun á radar hefði farið fram eftir áreksturinn. Við vitnaleiðslur vissi lögreglukonan sem var með Aðalbergi í bílnum ekki af því, en staðfesti samt skýrsluna. 


Miklir hagsmunir lögreglumanna 

„Ríkislögreglustjóri hefur sett þessar reglur sem við erum að vinna eftir um stöðvun ökutækja af hálfu lögreglu," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík. Hann segir nauðsynlegt að Hæstiréttur fái að meta málið áður en lögreglumenn geti gefið álit sitt á því. „Úrskurður í þessu máli kemur til með að segja okkur hvar við erum staddir. Við högum vinnu okkar alfarið í samræmi við niðurstöðu æðsta dómstigs landsins," segir Geir Jón. Gylfi Thorlacius, lögmaður Aðalbergs segir málið geta skipt miklu máli fyrir persónulega hagi Aðalbergs, sem og alla lögreglumenn þar sem skýra þurfi reglurnar varðandi neyðarakstur og stöðvun á þeim bílum sem lögreglan hyggst stoppa.
gudmundur@dv.is