21.9.02

Íslendingar eiga bestu mótorhjólaslóða í heim

 Á hverju ári síðastliðin sjö ár hefur stjórnandi JHM Sport, Jón Hafsteinn Magnússon, efnt til
helgarferðar fyrir viðskiptarvini sína en JHM Sport er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir torfærumótorhjólamenn og selur einnig torfæruhjólin TM. Allar hafa ferðirnar verið gerðar
út frá hálendismiðstöðinni við Hrauneyjafoss fyrir utan eina ferð sem var farin í Kerlingarfjöll.

Vel skipulögð ferð 

DV brá sér með í þessa ferð sem var helgina 6. til 8. september. Þegar DV mætti inn að Hrauneyjafossi klukkan átta að morgni laugardags voru menn að vakna og gera klárt fyrir ferðdagsins. Um klukkan níu var haldinn fundur með þátttakendum og leið dagsins lýst og áréttað
var sérstaklega um að þeir væru staddir í viðkvæmri náttúru og þar af leiðandi væri allur utanvegaakstur til mikUs skaða fyrir mótorhjólasportið. Áætlað var að fara inn á nyrðri Fjallabaksleið og aka eftir slóða sem liggur meðfram Tungnaá upp í Botnlangalón en þaðan átti svo að fara inn að Langasjó. Frá Langasjó átti að aka niður Skælinga og inn á veginn rétt austan við afleggjarann að Eldgjá og þaðan til baka niður að Hrauneyjafossi þar sem stórsteik beið lúinna ferðalanga. Um klukkan tiu var lagt af stað og þar sem torfærumótorhjól taka ekki mikið bensín ákvað Jón Hafsteinn að koma á sendibíl inn að Kirkjufelli þar sem er skáli er nefnist Höllin. Þegar þangað var komið var hópurinn búinn að aka um 50 kílómetra og voru bensíntankar fylltir og tóku sumir með sér aukabirgðir í bakpoka.Þá var ekið í halarófu leið til norðurs i átt að Botnlangalóni og gekk allt vel að undanskildu því að einn ferðalanganna festi hjólið í botni vegna pess að það komst sandur í blöndunginn hjá honum við Grænalón en þegar búið var að hreinsa sandinn í burtu var haldið áfram.

Hús á hálendisferðalagi 


Þegar var komið inn að Botnlangalóni var stoppað og heilsað upp á óðalsbændur þá er þar hafa veiðihús í þessari vin í eyðimörk hálendisins en þar er búið að rækta upp smáblett af grasi og sýnir það manni að allt er hægt ef viljinn er
fyrir hendi. Einnig var tækifærið notað til að fá sér næringu eftir langan akstur. Frá Botnlangalóni var ekið til austurs eftir slóða sem liggur inn að Langasjó. Þegar við vorum rétt komnir fram hjá Sandvatni mættum við traktor með risastórt hús í eftir dragi sem verið var að flytja þarna á fjöll sem veiðikofa og var ekki laust við að maður væri hálfhissa á að sjá
hús á ferðinni þarna lengst inni á hálendinu. Áfram var haldið og nú inn að Langasjó og þaðan var tekin lítil lykkja á upphaflega leið, leið sem lá eftir giljum í kringum fjall er nefnist
Hellnafjall, flott leið með frábæru útsýni en dálítið vatnasull svo að flestir voru blautir í fæturna.

Skemmtilegir slóðar

 Þegar komið var inn á afleggjarann sem lá til suðurs frá Langasjó var hann ekinn niður að Blautalóni en þar er beygt inn á leiðina sem liggur niður Skælinga. Leiðin niður Skælinga er hreint frábær fyrir hjólamenn og aðra náttúruunnendur og er vart hægt að lýsa því á prenti nema  kannski með setningunni „bara gaman, gaman" sem hjólamenn nota oft um skemmtilega slóða sem  þeir aka. Þegar komið var niður á veginn sem nefndur er Nyrðra Fjallabak beið Jón Hafsteinn þar  eftir ferðalöngum með bensínbirgðirnar og eftir áfyllingu hjóla var stefnan tekin aftur til vesturs í átt að Hrauneyjafossi með baðviðkomu í Landmannalaugum. Við Hrauneyjafoss beið eftir okkur lambalærissteik og var tekið hraustlega á steikinni enda búið að aka 215 km um daginn. Einn hjólamaðurinn var með tölvumæli á hjólinu og samkvæmt honum var vegalengdin ekin á tæpum 5 klukkutímum og meðalhraði var því rétt yfir 40 km á klukkustund. Eftir svona túr þar sem eknir eru
bara skemmtilegir slóðar verður manni á að spyrja sig, „Til hvers að aka utan vega þegar við Islendingar eigum bestu slóða í heimi?"
 -Hjörtur 
DV. 21.9.2002

Sameinar kraft og þægindi í skemmtilegu ferðahjól

Yamaha FJR1300 "2002"
Kostir: Kraftur, rafdrifin framrúða, áseta
Gallar: Grófur gírkassi

 



Yamaha FJR 1300 hefur verið kallað ferðahjól nýrrar aldar enda sameinar þetta hjól afl keppnishjóla og þægindi og munað ferðahjólanna. Hjólið kom á markað i fyrra og leyst þar af hólmi vel heppnað ferðahjól, FJ1200, sem hafði verið í framleiðslu lengi og notið mikiila vinsælda. DV-bílar áttu þess kost að grípa hjólið í reynsluakstur á dögunum.

 

Vel búið ferðahjól

FJR 1300 er vel búið sem ferðahjól. Framrúðan er stillanleg með rafstýringu úr vinstra handfangi og mælaborðið minnir meira á vel búið mælaborð í bíl. Hægra megin er stafrænn upplýsingaskjár sem sýnir stöðu á bensíntank, hita, kílómetrastöðu og fleira en þar vantar þó gírteljara sem auðvelt hefði verið að bæta við. Reynsluaksturhjólið var þar að auki búið upphituðum handfóngum sem aukabúnaði og eftir að hafa prófað þannig búnað er undirritaður sannfærður um kosti sllks búnaðar. Stiglaust stilliviðnám sér um að stýra hitamagninu og með það í botni helst góður hiti í höndum, jafnvel í gegnum þykka hanska. Einnig er þetta mikill kostur í bleytu þar sem upphitunin þurrkar hanskana. Hægt er að fá þennan aukabúnað i flest hjól hjá umboðinu.

Þægileg áseta

Hjólið er byggt á stífri álgrind og það þarf því ekki að koma á óvart að aksturseiginleikarnir eru góðir. Bensíngjöfin fyrir beinu innspýtinguna er næm án þess að vera ofumæm og með þeim þægiiegri sem undirritaður hefur prófað. Bensíntankur er stór, 25 lítrar og ætti að duga vel á langferðum. Sæti er breitt og þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega og góð handföng fyrir farþegann. Auðvelt er að stilla afturdemparann fyrir feröir með eða án farþega. Ásetan virkar nokkuð breið en fer vel með mann og ætti að henta meðalmönnum og upp úr. Þegar hjólið er sett í gang heyrist þungur bassahvinur og enginn titringur er frá vélinni sem er líka með tveimur jafnvægisásum. Handfóng eru létt i meðfórum en þegar sett er í gír er ekki laust við að maður verði nokkuð hissa á háværu „klonk“ hljóði. Það má eflaust reka til þess að hjólið er búið drifskafti og hefur stóran gírkassa.

Rafmagnsúða mikill kostur

Hjólið er snöggt af stað og hefur mikið tog strax frá byrjun snúningssviðsins. Það er dálítið óvenjulegt en það er eins og það séu tveir toppar í snúningssviðinu, fyrst upp á miðjan snúning og svo aftur með gjöftna því sem næst í botni. Þótt maður verði ekki mikið var við þessar dæmigerðu drifskaftshreyfingar í hjólinu, þ.e. að afturendi lyftist aðeins upp við inngjöf, er ekki laust við að maður vantreysti því samt aðeins út úr beygjum enda hjólið stórt og kraftmikið. Það tekur ekki á sig mikinn vind þrátt fyrir stórar hlífar og að reynsluaksturshjólið er búið samlitum harðplaststöskum. Rafstýrð framrúðan gerir þar gæfumuninn. Með hana í uppréttri stöðu verður maður nánast ekkert var við loftsveipi aftan úr bílum eða þegar maður mætir stórum farartækjum. Þvert á móti er eins og myndist sveipur yfir hjólið sem ökumaður fær svo í bakið og á góðri ferð er eins og hann leggist með nokkrum þunga á bak ökumannsins og þá er betra að lækka rúðuna. Hjólið er ekki gefins, verðið er 1.695.000 kr. og hjólið er þá án aukahluta sem eru töskur, innri töskur og hiti í handfóngum. Hins vegar er þetta mikið hjól sem á ekki eftir að falla fljótt úr tísku og mun örugglega halda uppi merki Yamaha sem ferðahjóls jafnlengi og FJ1200 gerði. -NG

DV Helgarblað  21.09.2002


 https://timarit.is/files/51004170#search=%22hj%C3%B3l%20hj%C3%B3l%20hj%C3%B3l%20%C3%B3venjulegt%22